Neisti


Neisti - 09.06.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 09.06.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Jafnaðarrnannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, þriðjudaginn 9. júní 1936 20. tbl. Lygum íhaldsblaðanna hnekkt. „Morgunblaðið" og núverandi berg- mál þess „Einherji" hafa undanfarið verið að krydda fyrir lesendur sína þær lygar, að Holdö hafi boðist til þess, að tryggja 8 vikna vinnu ef verkamenn vildu vinna að jarðabótum ef síld vantaði, en eg hafi bannað verkamönnum að ganga að þessu. Pað sem fyrir verkamönnum vakti, fyrst og fremst, var að fá vinnu í 8 vikur og greidda samkv. tsxta félags- ins, hvort sem sú vinna var við bræðslu síldar eða túnsléttun. Eg játa það fúslega, að eg hvatti verkamenn eindregið til þess, að hvika ekki frá þessari samþykkt sinni um 8 vikna Iryggingu, þrátt fyrir hótanir Holdö um að verksmiðjan yrði ekki rekin; en slíkar eru venjulega hótanir atvinnurekenda, ef verkamenn viija ekki með þakklæti taka við því aem að þeim er rétt. Með ððrum orðum: Ef þið takið ekki /íð þvf. sem við skömmtum, þá stöðvum við framleiðslutækin og svelt- um ykkur til hlýðni og auðsveipni. Prátt fyrir þessa ðsvífnu hótun, iru verkamenn einhuga um að láta ckki kúgast, Til þess að hnekkja lygum and- stæðinganna um þessi mál, hefir Verkamannafél. Glæsibæjarhr. beðið blaðið fyrir eftirfarandi leiðréttingu, sem einnig hefir verið birt fyrir stinnan: Leiðrétting. Morgunblaðið flytur 23. maí s. I. grein frá fréttaritara sínum hér á Akureyri með fyrirsögn: Krossanes- verksmiðjan verður ekki starfrækt í sumar m. m. Pað er einkum tvennt í grein þess- ari sem við viljutn harðlega mótmæla. Þar segir, að Jón Sigurðsson erind- reki hafi fengið Glerarþorpsbiía til að heimta 8 vikna vinnutryggingu í Krossanesi við sildarvinnu. Sannleik- urinn í þessu máli er sá, að Jón Sig- urðsson sat einn fund f félagi okkar (þ. 10. maí s.l. og þar var að sönnu tryggingarmálið til umiæðu, en full- naðarákvörðun hafði verið tekin í þvf löngu áður en hann kom norður. Pá ftendur í greininni: „Verk- smiðjustjórinn kvaðst ekki geta geng- ið að kiöfum verkafólksins, nema hann fengi að láta það vinna við jarðabætur í Krossaneslandi. Porps- búar fieituðu þvi." — Petta eru hrein ósannindi, og furðulega bíræfin, hvort heldur sem þau eru nú smíðuð af hena Holdö eða fréttaritaranum. Verk- smiðjustjórinn hefir aldrei okkur vit- anlega farið jram á slíkt, og við getum alveg fullyrt, að verkamenn hans myndu hiklaust hafa gengið að að því að siétta hans kargaþýfða fún, Avextir socialismans. Niðurl. Samkv. 16. gr. starfskrár Alþýðu- flokksins skal vinna að því, „að afla ríkinu tekna með arðvænleg- um ríkisfyrirtækjum í verzlun.fram- leiðslu og iðnaði". Um efndir á þessum lið má benda á: 1. Einkasölu á eldspýtum og vindiingapappír. 2. Einkasala á bifreiðum, raf- vélum, rafáhöidum o. fl. 3. Einkarétt ríkisstjórnarinnar til þess að ílyija trjáplöntur til landsins. Einkasölur þessar eru allar tekn- ar til starfa og má rænta allverulegra tekna af þeim til handa ríkissjóði, ekki sízt af bifreiðaeinkasölunni. Jafnframt er og augljóst af áður fenginni reynslu, að vörurnar vsrða bæði ódýrari og betri, en í frjálsri samkeppni, t.d. eru útvarpstæki ódýr- ari hér á landi en í nágrannalöndun- um og sækjast því útlend skip eftir að kaupa tæki hér, ef þau fá því við korhið. Pá má einnig benda á lög um Landsmiðjuna og heimild ríkisstjcrnarinnar til að taka græn- metissöluna í sínar hendur. Erþað gert með það fyrir augum, að bæta aðstöðu þeirra manna, sem garð- rækt stunda. Ritstjóri Siglfirðings og raunar Sjdlfstæðisflokkurinn í heild, vill tfiI8 lilYl

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.