Neisti


Neisti - 09.06.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 09.06.1936, Blaðsíða 2
2 NEISTI eða vinna hvað sem fyrir kæmi, ef sild vantaði á bræðslutíma. Olerárþorpi, 3. júní 1936. Stjörn Verkatnannafélags G lœsibæjarhreþþs. Síðustu fréttir herma, að Holdö muni koma 12. þ. m. hingað til landsina, og heyrst hefir einnig, að hann hafi beðið útgerðarmann í Rvík að útvega skip til veiða fyrir verk- smiðjuna. Ábyggilegt er að verkamenn upp- skera ávöxt af þessum góðu samtök- um sínum. Jóti Sigurðsson. kenna Alþýðuflokkum um afnám bannlaganna. Er það hér sem oft- ar, að ósvífni þessara manna virð- ast engin takmörk sett. Peir vita það vel og öll þjóðin veit það, að Alþýðuflokkurinn berst og hefir alltaf barist fyrir bindindi og bind- indisstarfsemi. Og það er vitanlegt, að beri nokkur einn stjórnmála- flokkur ábyrgð á afnámi bannlag- anna og veitingu áfengisfldðsins yfir landið, þá er það Sjálfstæðisflokk- urinn. Innan hans vébanda munu flestir andbanningar vera. Margir forvígismenn þess flokks beittu sér einnig mjög eindregið fyrir afnámi bannsins.*) Pegar Sjálfstæðismönnum varð það ljóst, að ríkissjóður fékk all- miklar tekjur af áfengissölúnni, og hinsvegar að ýmsir af stuðnings- mönnum flokksins og forgöngu- mönnum út um land mÍ9Stu all- drjúgar tekjur víð afnám bannlag' anna, stofnuðu þeir með sér póli- tískan bindindisfélagsskap, er þeir nefna „Skeifuna“- Er það all ein- *) Pegar hin nýju áfengislög voru sett á þinginu 1934, báru Al- þýðuflokksmenn fram ýmsar til- lögur í sambandi við þessi lög, um áfengisvarnir og ráðstafanir til þess að draga úr áfengisnautjn. Voru þær flestar felldar og fékkst ekkí við ráðið. Einnig má benda á, að eingöngu fyrir tilhlutun Alþýðuflökksins var þó styrk- veiting til Stórstúku íslands hækkuð úr kr. 12 þús. upp í kr, 15 þús. og Stórstúkan styrkt til þess að koma sér upp húsi fyrir starfsemi sína. kennandi fyrir þennan félagsskap, að meðlimir hans telja sig mega drekka smyglaðan danskan bjór, og gera það vitanlega hvenær sem færi gefst. Ber það skýran vott um löghlýðni þeirra og ættjarðarást (!!). Mörgum mun þó hafa gengið all erfiðlega hö halda bindindið, að minnsta kosti er allmjög kvartað yfir því hér á Siglufirði, að all ónotalega glamri í „Sketfu“-brotum, einkum við Aðalgötuna. VIII. „Avextir socialismans". Eins og fram var tekið í upphafi greinarflokks þessa, hefir heiti grein- arinnar verið haldið og flokkaröð og fyrirsögnum svo sem í grein Siglfirðings. Er það vitanlegt, að hér er ekki um socialisma að ræða, enda dettur engum Alþýðuflokks- manni í hug að halda því fram að hér sé verið að framkvæma social- isma eða um að ræða socialistiska ríkisstjórn eðn socialistiska fram- kvæmd þeirra verka og athafna, sem um er deilt. Sjálfstæðisflokkur- inn notar þetta vitanlega í blekk- ingaskyni, enda er það öllum ljóst, að þar sem aðeins 1 ráóherra af 3 er socialisti og stjórnarflokkurinn hinn sá stærri að vísu frjálslyndur umbótaflolíkur, en frábitinn að öðru Ieyti socialisma, þá gæti vitanlega aldrei verið um að ræða fram- kvæmd socialisma eða socialistiska ríkisstjórn. Af því sem fram hefir verið tek- ið í þessum greinarflokki er það augljóst, að þrátt fyrir viðskifta- kreppu og margháttaða óáran, hefir furðulega sókst í áttina að fram- kvæma stefnuskrá hinna skapandi og skipuleggjandi athafna, sem Al- þýðuflokkurinn barðist fyrir og berst fyrir. Alþýðuflokknum hefir tekist að koma mörgum af málum sínum í framkvæmd, þrátt fyrir það, að hann á aðeins 1 ráðherra af 3, 10 þingmenn af 49. Hann verður eftir atvikum að fara þær leiðir, sem færar ,eru í samvinnu við andstæð- an flokk, sem aðeins á takmarkaða samleið um tiltekin mál. Petta veld- ur Alþýðuflokknum auglj<5sum,baga og seinkar framgangi mála, þó að flpkkaskjpanin í landinu og aðstaða á þingi geri það að verkum, að ekki hefir ðnnur leið reynst fær ii-.t- ‘t>. um stnn. . . .. m ovjfii Bn vc m wfc I ■ •' Af þeim 36 málefnum, lem AI- þýðuflokkurinn lagði fram í starf- skrá sinni fyrir seinustu kosningar, eru þegar 27 leyst að miklu eða öllu leyti og kapDsamlega unnið að undirbúningi þess, að koma þeim fram að fullu, sem enn er ólokið að einhverju leyti. Pað merkilegasta sem leyst hefir verið á síðasta þingi (almenningi er þegar kunnugt um það, sem framkv. var áður, t. d. tryggingarlöggjöfin, nýju framf.lögin o. fl. o. fl.) er án efa lögin um rík- isútgáfu skólabóka, sem samin eru af landlækni Vilm. Jónssyni og fengust samþ., þrátt fyrir afar harð- vítuga mótspyrnu íhaldsmanna, sér- staklega bóksalans Péturs Halldórs- sonar borgarstjóra. Pað er augljóst af framangreindu að stjórnarflokkarnir,j báðir og þó einkum Alþýðuflokkurinn, hata unn- ið ótrauðlega að því, að hrinda í framkvæmd þeim nauðsynjamálum, sem þeir tókust á hendur með stjórnarmynduninni, til hagsbóta fyrir hið vinnandi fólk. Af þessum orsökum fer fylgi Alþýðuflokksins sívaxandi. Hanner í vitund almennings til sjáfar og sveita orðinn forustuflokkur í ís- lenzkum stjórnmálum og sá sem menn bera mest traust til. Socialisti. ATHS. Eftir að grein þessi var að fullu skrifuð. birtist í blaðí kommúnista hér grein með sömu fyrireögn, rit- uð af lærlingi Aðalbjörns, Á(sgrími) A(lbertssyni). Er á greininni að sjá sem að kommúnistum hafi fundist að Sjálfstæðisflokkurinn væri að fara illa út úr ritdeilum þessum, og sjálfsagt fundist að hann eiga hönk upp í bakið á þeim fyrir hjálpina frá í vetur þegar „svarta“ samfylkingin var á döfinni. Foringj- unum mun þó hafa þótt réttara að fara ekki á stúfana að þessu sinni heldur senda einn af undirlegátun- um Siglfirðing til hjálpar. Greinarhöfundur byrjar grein sína á ósannindum og hæfir það allvel illum málstað, að halda vörninni fyrir íhaldið uppi með þeim með- ölum sem því hæfa. Pað er ómögu- legt að finna það út. hvernig mað- urinn fær það út úr greininni að hér sé verið að halda því fram, að það sem um er deilt sé socialismi. eða að þ.ví s^.haldið fram, að nú- verandi ríkisstjórn sá soqialistisk Framh. á 5. síðu.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.