Neisti


Neisti - 09.06.1936, Blaðsíða 3

Neisti - 09.06.1936, Blaðsíða 3
‘ KKISTI 5 Fegrun Siglufjarðar. Eftir Halldór Kristinsson, héraðslæknir. Framh. Frá fegurðar og heilbrigðissjónar- miði er fleira athugavert á eyrinni, en slörkin og forin á götunum. Pað má benda á mykjuhauga, spýtna- hrúgur, gjarðajárn, vélahluta, boxa- rusl o. fl. Pað kann að vera, að vel barinn mykjuhaugur gleðji augu búmanna og jafnvel nef þeirra líka, en kaup- staðarbúar og ferðalangar kunna hvorki að meta þá fegurð né angan við fjölfarnar götur. Einhverjum kann að finnast það meinsemi, að sjá þá eigi í friði með mykjuhauga þeirra, kýr og kindur, en kaup- staðabúar eru yfirleitt svo hlálega gjörðir, að þeir kjósa heldur bif- reiðar og minnisvarða á götum og gatnamótum — og sannleikurinn er sá. að það er bara óviðfeldið að sjá kýr og kindur flækjast innan um menn eða bifreiðar á fjölförn- um göium. Skepnur þessar kunna engar umferðareglur og verða því oft fyrir árekstrum og meiðslum, einkum kýrnar, sem eru stirðar og þunglamalegar í hreyfingum. Mér er sagt, að skipulagsnefndin hafi gjört ráð fyrir, að skepnuhöld og peningshús yrðu aðeins áeinum stað, framar og ofarlega í bænum, og að því hlýtur að reka með tím* anum. en hér teldi eg að fara mætti milliveg og leyfa, fyrst um sinn, að hafa peningshús ofan Tún- götu, — og þó því aðeins að þeim fylgdu lagarheld haughús, svo mykjan renni eigi inn á götur og lóðir annara manna. Petta var nú um mykjuna og skepnuhöidin, en um spýtnaruslið og allt hitt skranið, er það segja, að sennilega kostaði það hvern lóð- areigenda 1—2 dagsverk að ræsta slíkt af lóðum þeirra — og yrði það þó misjafnt, þyí sumar Jóðir eru prýðilega hirtar. Pó tímarnir sép erfiðir, getur þetta síðasttalda eigi ;yerið ofætlun, eo hinu gæti eg trúað, að sumir væru orðnir, svo vanir að sjá þetta rusl fyrir augun- um, að þeir væru hættir að taka eftir því og hugsuðu auk þess sem svo, að fáeinir borðaraftar, tunnu- gjarðir og mjólkurbox gætu varla valdið mikilli óhollustu, en ivo er það nú samt og gæli eg fært þeim sömu heim sanninn um þetta, efeg hirti um að skrifa svo langt mál, en þess gjörist varla þörf, því að eg býst við að menn trúi þessu og enginn taki að sér að verja ósóm- ann — og jafnvel þó sleppt væri alveg óhollustunni, þá særir þetta skran svo mikið fegurðartiifinning manna, að það á engan rétt á því, að vera í friði. Til þess að sann- færa menn og sýna þeim hvernig menningarþjóðir líta á þessa hluti, skal eg benda á, að fyrir ca. 30 árum var stofnað félag í Kaup- mannahöfn, sem heitir „Foreningen tii Hovedstadens Forskonnelse" (fegrunarfélag höfuðborgarinnar). — Félag þetta kom á svokallaðri fegr- unarviku einu sinni á ári og þá viku vann hver einasti Kaupmannahafn- arbúi, sem vettlingi gat valdið, eitt- hvað höfuðstaðnum til snyrtingar, ef ekki var stærra verkefni fyrir hendi, þá týndu menn bréfsnuddur af götunni. Árangurinn af þessari starf- semi hefir oiðið sá, að Kaupmanna- höfn er talin ein snyrtilegasta borg heimsins. Máltækið segir, að marg- ar hendur vinni létt verk og sést það ljóslega á þessu dæmi. Framh. Ávextir socialismans. Framh. af 2. síðu. ríkisstjórn. Hitt er annað mál, að honum hefir sjálfsagt fundist það handhægast að ljúga fyrst upp röng- um forsendum og ræða síðan málið út frá þeim. Fá reynir þessi maður, í trausti þess að verkafólkið muni frekar trúa honum en Siglfirðing, vegna þess að hann telur sig þess talsmann, að læða því inn hjá les- endum, að atvinnuleysið og við- skiftakreppan sé núverandi ríkis- stjórn og þá sérstaklega Alþýðu- flokknum *ð kenna, alveg sama lygin og Siglfirðingur var með. — Pessum staðleysum hefir áður ver- ið fullkomlega hnekkt hér að fram- an og sýnt fram á það, að núver- andi; ríkisstjórn hefir reynt að minnka. atvinnuleysið með stóraukn- um framlögum til atvinnubóta, með framlögum, sem íhaldið hefir viljað fella niður og sfem það fellir niður éf það fær aðstöðu til þess. Er hart til þess að vita, að á sama tíma sem kommúnistar hér á Siglufirði bjóða Alþýðuflokksmönnum sam- fylkingu, láta þeir einn af undir- legátum sínum svívirða forystumenn Alþýðuflokksins með lygum og blekkipgum, upptuggnum og jórtr- uðum úr málgagni íhaldsflokksins hér á Slglufirði. Skyldi greinarhöf. telja að afkoma hins vinnandi fólks hefði verið betri ef íhaldsstjórn hefði farið með völdin seinustu erfiðu árin? Eftir grein hans má fyllilega búast við því. Greinarhöf, vitnar í ávarp sein- asta Alþýðusambandsþings, þarsem tekin er til meðferðar orsök út- breiðslu hinna fasistisku afla í Ev- rópu. En af hverju heldur hann ekki áfram ? Pað er vegna þess, að þar er réttilega bent á að klofnings- starfsemi kommúnista veikti svo aðstöðu alþýðunnar, að hún varð að lúta í lægra haldi, „án þess að bjóða upp á nokkra stefnu, er úr vandanum gæti leyst" . . . „Einka- hlutverk kommúnistanna er allstað- ar það, að kalla yfir verkalýðinn nazismann og hermdarverk hans, með því að gefa auðvaldinu for- dæmi um uppivöðslu og ofbeldis- verk“. Nokkrir menn hafa fundið mjög vel til þess, hve klofningur verka- lýðsins er hættulegur fyrir verka- lýðinn og Prándur i Götu fyrir hagsmunabaráttu hins vinnandi fólks. Peir hafa einnig komið auga á það, að þessi klofningur verkamanna er eitt af því sem andstöðufiokkarnir, íhaldið, treystir mest á. íhaldið vill hafa verkalýðinn skiftan. klofinn, ósamtaka. íhaldið veit það, að þess eina von um að sigra, er ef klofn- ingur ríkir meðal alþýðunnar. Pess vegna gerir það allt sem það getur til þess að viðhalda þessum klofn- ingi. Foringjar kommúnista hér á Siglufirði hafa þótzt vera meðsam- einingu verkalýðsins og vilja sam- eina verkalýðinn í baráttunni fyrir bættum lífsskilyrðum. En þeir ættu að athuga það, að á meðan þeir láta málgagn sitt og skósveina sína birta lygar og blekkingará Álþýðu- flokkinn og forystumenn hans, íhald- inP tfl hjálpar, geta þeir ekki vænst þess að alþýðan trúi því, að um einlaegan samfylkingarhug sé að ræða. Socialisti.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.