Neisti


Neisti - 24.06.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 24.06.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Jafnaðarrr.annafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, rniðvikudaginn 24. júní 1936 22. tbl. Skrípaleikur eða atvinnukúéun ? Síðastliðinn sunnud. kom eg auga á eftirfarandi auglýsingu, sem er all athyglisverð: „Upplýsingarskrifstofa vinnu- veitenda í Siglufirði er opin kl. 7—10 f. h. og 4—7 e. h. hvern virkan dag í húsinu á Hafnar- bryggjunni, gengið inn að sunnan. Allir atvinnulausir verkamenn, sem meðmæltir eru einkarekstri eru heðnir að koma þangað til viðtals næstu daga." Pað eitt út af fyrir sig er skrítið, að þegar vianuveitendur hér opna skrifstofu, þá virðist hún ekki eiga að starfa fyrir þeirra félagsskap, heldur fyrir atvinnulausa verka- menn, þó ekki undantekningarlaunt, en aðeins fyrir þá einu atvinnu- lausu, sem aðhyllast einkarekstur. En, — ætli það séu ekki æði margir verkamenn, sem eru „með- mæltir" einkarekstri svona á yfir- borðinu þegar þeir þurfa atvinnu með og þeir vita að það getur kom- ið að haldi? Pví án efa verður mörgum á að ætla það, að hér eigi að skilja hina góðu sauði frá, ein- staklingshyggjumennina, og láta þá eina fá atvinnu. Með öðrum orðum að hér eigi opinberlega að beita þeirri örgustu atvinnukúgun, sem til er, og sem svörtustu íhaldssálirnar hafa hingað til aðeins þorað að framkvæma í leyni, en sem allur almenningur og meira að segja þeirra eigin frjáls- lyndari flokksmenn fyrirlíta og for- dæma. Vera má að ekki sé nú á- stæða til að taka þessa röggsemi!! íhaldsins alvarlega og að nú séu þeir búnir að koma auga á aðverka- menn eiga heimtingu á að fá að vita hvað orðið hefur af stórgróða einstaklingsrekstursins frá góðærun- um og hvers vegna töp aflaleysis- áranna eru nú þjóðnýtt. Er það þetta, sem á að upplýsa? Eða á maski að sýna fram á hina gull- vægu mikilsverðuviðleitni formanns Sjálfstæðisflokksins, hins mikla vioni'veitanda Olafs Thors, til þess að auka á vellíðan verkafólksins í landinu og efla þjóðarheillina, með því að gera ekki út togara sína, (sem nú raunar þjóðin á margfald- lega) á síðasta vori? Pað á líklega annars að leggja fram „skalan" yfir arðrán einstak- lingsrekstursins á hendur verka- mönnura og útskýra kaupkúgunar- herferðirnar? Eða á að sýna fram á hið mikla mildi og náð einstaklingsreksturs" ins, hina guðsþakkarverðu gdð- mennsku að veita sauðsvörtum al- múganum atvinnu og þar með lífs- viðurværi? Á að segja frá ástæðunni fyrir því, hversvegna að stórkaupmenn- irnir í Rvík. sem hafa 50—100 þús. kr. árslaun, töldu á nýafstöðnu verzlunaJþingi sínu nauðsyn á að lækka kaup verkafólks? Hafa þeir kannske sent lista yfir lækkanir á nauðþurftarvörum almennings? Eða á að lesa upp hiuar lær- ddmsríku og athyglisverðu ræður þingmanna SJálfstæðisflokksins, þar Framh. á 4. síðu. Sundlaugar- málið. Eins og kunnugt er hefir sérstakri nefnd verið falið að rannsaka og undirbúa byggingn heitrar sund- laugar hér í Siglufirði. Nefnd þessi hefir nú starfað á annað ár, því miður með litlum sýnilegum árangri, en þó gert ým- islegt til að afla fjár til undirbún- ings og rannsóknar á málinu, Hins- vegar hafa hinir erfiðu tímar orðið þeis valdandi, að fjáröflunin hefir orðið torsótt og þar af leiðandi hef- ir nefndin ekki getað rannsakað nægilega þá leið, sem henni væri hugþekkust og hún teldi líklegasta til frambúðarúrlausnar á þessu máli, er þar átt við heitu uppspretturnar í Skúludal. Par sem svona er á- itatt, hefir nefndin talið réttast, að skýra almenningi frá því helzta, sem hún hefir hugsað, rætt og fram- kvaemt í þessum efnum, svo að engin skyldi ætla, að nefndin væri alveg dauð og dottin upp fyrir. Pegar nefndin hóf sin á milli umræður og athugun um að koma hér upp heitri sundlaug, virtist henni þrjár leiðir ko^ma tilgreina: 1. Setja miðstöð í núverandi sundlaug og hita hana þannig með kolum.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.