Neisti


Neisti - 24.06.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 24.06.1936, Blaðsíða 2
2 NEISTI 2) Fá raforku þá, er afgangs kynni að verða hjá hinni nýju Síldarverksmiðju ríkisins, til að hita vatnið í sundlaug, er yrði byggð þar nálægt. 3) Að nota heita vatnið í Skútu- dal, ef það reynist nægilegt. Eftir að hafa rætt nokkuð þessar leiðir og leitað álits fróð^a manna um þessi efni, var nefndin einhuga um að réltast væri að athuga mögu- leikana um heita vatnið í Skútudal og nota það til laugarhitunar, ef það reyndist nothæft. Allir þeir, er nefndin leitaði álits hjá, voru sammála um þetta. Kolahitun er að vísu vel fram- kvæmanleg, en henni fylgja ýmsir ókostir, og þeir svo verulegir, að hún kemur ekki til greina, nema þar sem engar leiðir aðrar eru fyrir hendi. Má t. d. benda á, að sundlaug hituð rneð kolum, mundi vera köld alli árið, vegna kostnaðar við upp- hitunina, nema meðan námskeið 6tanda yfir. Pá vilja sótflygsur úr reyknum detta ofan í laugina, sé vindstaða þannig, að reykinn leggi yfir hana, og mjög er hætt við því, að menn skipti ekki nægilega oft um vatn, þar sem sífellt verður að hugsa um að spara hituna. — (kolin.) Kola- hituð laug verður því ekki eins holl og hrein, eins og sundlaug, sem heitt vatn streymir sí og æ í, og ekkert kostar að hita, þarf því ekki að spara að hieinsa laugina, og það sem mestu skiptir, sú laug er heit allt drið. Nefndin hefir fengið menn til að grafa í skriðuna, þar sem heita vatnið er. Hafa þeir stundum unn- ið ka.iplaust, en mest fyrir hálft kaup. Vill nefndin votta öllum þeim mönnum innilegar þakkir fyrir á- huga þann og þegnskap, er þeir hafa sýnt með þessu starfi sínu. Alls hafa verið unnin 574dagsverk í Skútudal. Árangur þeirrar vinnu er sá, að vatnið hefir aukizt tals- vert frá því er það var upphaflega, en þó virðist það enn þá fulllítið til þess að fullyrða megi — að það nægi til að hita sæmilega stóra sundlaug. Nefndin hefir oft rætt um nauð- syn þess, að afla fjár tíl væntan- iegrar sundlaugar. Töldu flestir nefndarmenn ráðlegast, a. m. k. fyrst í stað, að efna til dansskemmt- ana í fjáraflaskyni. Hefir nefndin reynt þetta, en ýmsir örðugleikar hafa þar orðið á Ieið hennar. Eru þeir þó tilfinnanlegastir, að nefndin hefir ekki getað fengið undanþágu frá skemmtanaskatti, þráU fyrir í- trekaðar beiðnir, né heldur nein loforð um vissa daga, t. d. sunnu- dagskvöld eða laugardagskvöld í þessu skyni. Höfum vér af nefnd- um ástæðum ekki talið fært, nú upp á síðkastið, að efna til dans- skemmtana, þar sem telja mátti tvísýnt um ágóða. Hér að framan hefir verið minnst á þrjár leiðir, er nefndinni virtist tiltækilegar í fyrstu. En nú hefir fjórða leiðin bætzt við, sú að nota kælivatnið frá nýju rafstöðvarvélinni. Nefndin befir reynt að athuga möguleika fyrir þessu, og telurekki ólíklegt, að þeír geti verið fyrir hendi, en til fulls verður ekki úr því skorið, fyrr en vélarnar eru teknar til starfa. — En fáist þarna nógu mikið og nógu heitt vatn, til að hita sæmilega stóra sundlaug, þá má telja liklegt, að þar sé feng- inn viðunanleg lausn málsins, (a.m. k. í bráð). Mun nefndin því athuga þetta efiir föngum. — Pað er t. d. mikill kostur, hvað sundlaugin yrði nálægt bæjarbúum, ef hægt er að byggja hana nálægt rafstöðinni. Mundi það verða til þess, að almenningur gæti notað laugina miklu oftar og þannig aukið þrótt sinn, andlegan og líksm- legan. Pá er mun ódýrara að byggja laugina hér, en fram í Skútudal, og í alla staði þægilegra, bæði um að fá menn í gjafavinnu o. fl. Teljum vérvíst, að margir mundu fúsir til að leggja hönd á plóginn og gefa vinnu sína í byggingu sund- laugar, þegar tryggt væri, að hún reyndist nægilega heit. Væri þar verkefni fyrir íþróttafé- lögin, skátafélögin, slysavarnarsveit- irnar, kvenfélagið og alla þá, er sönnum manndómi og þegnskap unna. Höfum vér áður með ávarpi og greinum um málið, er birzt hafa í blöðunum hér, skorað á Siglfirðinga að sýna samtök og samhug í þessu máli, bæði í orði og á borði, minnugir þess að margar hendur vinna létt verk. Viljum vér enn endurtaka þau tilmæli vor og jafn- framt minna á, að gjaldkeri nefnd- arinnar, hr. Práinn Sigurðsson, veitir ávallt viðtöku peningum í sund- laugarsjóðinn. Styrkið sjóðinn með gjöfum og áheitum. Siglufirði, 6. júui 1936. Sundlaugarneýndin. Nýja-Bíó. Quo Vadis? Nýja Bfó hefir undanfarna daga sýr.t myndina „Quo Vadis“. Aðal- hlutverkið, Nero, vitfírringinn f hinu rómverska keisarasæti, leikur karakter- leikarinn Etnil Jannings af mikilli snilld. Fóik setti ekki að Iáta ónotað tæki- færið tii að sjá þessa mynd, ef nokk- ur tök eru á, því þar fæst rétt lýsing á því vilta munaðarlífi sem yfirsiétt- irnar Iifðu og lifa enn í dag, Myndin sýnir einnig betur en nokk- uð annað þær ógnir og hörmungar sem fasismi og einræði hefir í för með sér. Áhorfendur fyllast viðbjóði og ingu að horfa á alia þá grimaid, ui- sóknir og pyntingar sem beitt er við kristna menn af blóðhundum Neros, en fullvíst er, að viðbj'óðurinn yrði ekki minni ef bíógestum væri gefíð tækifæri á að sjá þær kvalir og pynt- ingar sem jafnaðarmenn, kommúnist- ar og Qyðingar hafa orðið að þoia af biöðhundum Hitlers í „þriðja ríkinu“. Myndin verður sýnd í kvöld ki, 8|. Gúmmí- stígvél karla — kvenna — barna nýkomið, Skóverzlun A. Hafliðasonar.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.