Neisti


Neisti - 08.07.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 08.07.1936, Blaðsíða 1
 Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. JV. árg. Siglufirði, miðvikdaginn 8. júlí 1936 24. tbl. íbúðir aðkomufólksins. Sumar hverjarverbúðirnar eru óhæf ar til íveru nema gert sé við þær. Nú er kotninn sá tírni að söltun fer að hefjast. Aðkomufólkið flykkist hingað og flytur í „brakkana", suma hverja jafnvel óhreingerða. Á vetrum eru „brakkarnir" notaðir sem geymslu- pláss fyrir allskonar drasl, svo þegar vorar og fólk sem ætlað er íbúð i brökkunum, fer að streyma hingað, er draslinu rótað út og fólkið fiytur inn, jafnvel áður enn tími vinnst til að gera þá hreina. Eftir að flest fólk var komið í fyrra, fór héraðalæknir og undirritað- ur i allar brakkaibúðir til að yfirlíta þær. Sumir brakkarnir máttu teljaít ágætir, vel byggðir og prýðilega um- gengnir, aðrir aftur á móti gátu tæp- lega talist hæfir til mannaíbúðar. Vegna þess, hvað áliðið var tímans, fólk flutt inn og ekki hægt að koma því annarsstaðar fyrir, gerði héraðs- læknir kröfu til þess, að verstu gallar yrðu bættir, íbúðir gerðar lekalausar, allstaðar hægt að opna glugga, tl þess að nægileg Ioftræsting fengist, vatn og ljós leitt inn, þar sem það vantaði o. fl. o. fl. Okkur kom sam- an um það þá, að fara það snemma brakkana næst, að nægur tími yrði fytir eigendur þeirra, að uppfylla þær kröfur, sem gerðar yrðu um endur- bætur. Seinni hluta maí mánaðar f vor fórum við í allar þær brakkaibúðir, sem við vissum að aðgerðar þurftu (sumar voru fullar af tunnum og ýmsu dóti, svo að það var ekki hægt] að komast inn). Að þeirri skoðun lok- inni skrifaði Halldór héraðslæknir bréf til heilbrigðisnefndar, þar sem hann gerði grein tyrir skoðun sinni og benti á þær aðgerðir, sem fram- kvæma þyrfti til þess að brakkarnir gætu talist íbúðarfærir. Skýrsla héraðslæknis og kröfur hana um endurbætur fer hér á eftir: Siglufirði, 26. maí 1936. Síðastliðið vor fól heilbrigðisnefnd- ln mér, að hafa eftirlit með verbúð- um hér í bænum og bera fraro til- lögur um viðhald og endurbsetur á þeim. Eg hefi nú framkvæmt þetta fyr en undanfarin ár til þess að eig- endum verbúðanna gæfist tími til að framkvæma endurbætur þær, er krafizt kynni að verða. Eg játa, að ýmsu er áfátt í þessum efnum, en tímarnir éru útgerðarmðnn- um erfiðir og tel eg því sjálfsagt, að heilbrigðisnefndin stilli kröfum sínum í hóf, en vissar lágmsrkskröfur verður þó að gera, ef nefndin ætlar eigi að sofa algjörlega á málinu. Kiöfurnar legg eg til að verði eft- irfarandi að þessu sinni: 1. Að verbúðin leki eigi. 2. Að í öllum fbúðarherbergjum sé gluggi á hjðrum. 3. Að eldhdspláss sé nægilegt og vaskar i eldhúsum. 4. Að herbergi séu máluð svoþau líti vistlega út og hægara sé að halda þeim hreinum (víða er nú málað en eigi allstaðar). 5. Að herbergin séu htein þegar fólkið flytur í þau. 6. Að mannfjöldi ?é takmarkaður i herbergjum, svo hæfilegt loft- rúm komf á hvern mann. Geti nefndin fallist á þessar tiliögur mínar, legg eg til, að þær verði til- kynntar öllum verbúðareigendum með bréfi næstu daga. Við nokkrar verbúðir vil eg gera sérstakar athugasemdir. Neðri verbúð H. Thorarensen er orðin mjög léleg, hefi eg átt tal um hana við hann og hefur Thorarensen nýlega tjáð raér, að hann hyggðiít cigi að nota hana sem mannabústað framvegis. Lxt eg því nefndina ráða, hvort hún tekur þessi ummæli góð og gild eða hún bannar notkun ver- búðarinnar. Verbúðin Baldur er orðin mjðg lé- leg, húsið er gamalt, hefur verið ó- varið alla tíð og það lekur víða. Eld- húaið undir /estursúð er alveg ónot- hæft og yrði að gerast upp að nýju, sömuleiðis næsta herbergi við, Stígi er mjög slitinn, sömuleiðis gólfið yfir neðstu næð og þar af leiðandi erfitt að halda þar hreinu. Húsið virðist vera svo fúið að ólíklegt er, að borgi sig að gera við það, eða smíða inn- an um það. Enda viðurkenna um- ráðamenn að svo sé og telja að það sé á óheppilegum stað og átti því að rífa. Legg til að heilbrigðisnefnd gefi eigenda kost á að gjöra við það und- ir eftirliti verksljóra bæjarins, telji eig- andi sér hag í því.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.