Neisti


Neisti - 15.07.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 15.07.1936, Blaðsíða 1
Utgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, miðvikudaginn 15. júlí 1936 25. tbl. Th. Stauning. Hingað kom í morgun kl. 6 skipið „Argus" og með því Th. Stauning, forsætisráðherra Dana, Alsing Andersen, landvarnaráðherra þeirra og Rechnitzer aðmíráll. Einnig komu með skipinu frá Reykjavík, Haraldur Guðmund9son atvinnumálaráðherra og frá ísafirði Finnur Jónsson. » Th. Stauning kom til Reykjavík- ur á föstud»gskvöld og hefir hann átt tal við ríkisstjórnina um við- skifta- og landhelgismál. Héðan munu þeir Stauning fara til Akureyrar í dag og á morgun ef veður verður gott, til Mývatns. Frá Akureyri mun verða farið ann- að kvöid áleiðis til Seyðísfjarðar. Farið verður í Hallormsstað, Reyð- arfjörð og Djúpavog og þaðan út á sunnudag. Fleiri þrær vantar. í gíðasta Neista vgr minnst á það, hversu mikil knýjandi nauð- syn væri á, að fleiri þrær kæmi við verksmiðjurnar. Par var að- eins minnst á eina þró, sem byggja mætti sunnan við þró þá, sem Nýja verksmiðjan vinnur dr. Sú þró ætti að geta tekið allt að því 20 þús. mál. Vitanlegt er, að J>ó stórlega væri bætt úr með þess- ari 20 þús. mála viðbót, þá er það hvergi nærri eins og þyrfti. Pað mun alls ekki of áætlað, með því sildarmagni, sem verið hefir, að með bið skipanna eftir losun á bezta veiðitímanum, að tvær hleðslur á allann síldveiðiflot- ann hafi tapast, það er að segja, þeirra skipa sem hér hafa lagtupp. Pað mun heldur ekki of áætlað, að flotinn taki um 50 þús. mál í hleðslu. . Ef þetta er rétt, þá hafa tapast í veiði um 100 þús. mál og eru það miklir peningar, sem við alls ekki höfum ráð á að tapa. Tap þetta þýðir 530 þús. kr. fyrir sjó- mena og útgerðarmenn, og íim 100 —150 þiíg. kr. fyrir verkamenn í landi. Fyrir utan þetta tap. sem vinnast mundi, ef nægar þrær væru, er annað tap alltilfinnanlegt, sem hægt væri að koma í veg fyrir með fleiri þróm. Pegar skip verða að bíða 4 — 6 daga eftir löndun með lítt eða ó- saltaða síld, þá rýrnar síldin afar- mikið. Daglega sézt hvað skipin léttast, þó ekkert sé gert aðlöndun. Ef skipin bíða 5—6 daga við bryggjurnar, rýrnar aflinn að minnsta kosti um 10—15 prc. og er það, mjög tilfinnanlegt tap fyrir sjd- mennina. Pað rná ætla að eitt- hvað af þessu sé vatn sem úr síid- inni fer, en það er ábyggilegt að mikið tapast af lýsi, sem myndast við sjálfbræðslu síldarinnar. Petta er tilfinnanlegt tap fyrir verksmiðjurnar, Pað er auð«ætt mál. að þrær verður að byggja, annað hvort eina stóra geymsluþró, eða viðbótarþrær við allar verk- Framh. á 4. síðu. Ennþá er Holdö með *ar. Pegar deilan var í Krossanesi ívor út af þv( að verkamenn verksmiðj- unnar vildu fá vinnutryggingu, lét Holdö þær sögur tit ganga, að hann hefði boðið verkamönnum tveggja mánaða tryggingu ef þeir vildu vinna að jarðabótum þegar að síld vantaði, en Jón SigurðsEon hefði bannað verkamönnum að ganga að. þessu. Þessutn lygum hnekktu verkamenn mjög ertirminnilega fyrir Holdö. Nú er Holdð kominn eun á stúf- ana með blekkingar sínar þó í annari mynd sé. Málavextir eru þesslr: Pegar Norsku samningarnir voru gerðir, var það eitt ákvæði. að síldarverksmiðjur hér sem væru í eign Norðmanna, mættu taka af norskum skipum allt að 60 prc. af þeirri síld, sem tekin yrði til vinnslu. 40 psc. varð að taka af ís- lenzkum skipum, eða öðrum jafn réttháum. Pað var einnig ákvæði að af- kastagetu verksmiðjaHHa mætti ekki auka, frá því sem var, þegar samn- ingarnir voru gerðir. Pá vorú afköst Krossnesverksmiðj- unnar ca. 2000 mál ásólarhring. Síðan hefur Holdö verið að imáauka af-

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.