Neisti


Neisti - 15.07.1936, Blaðsíða 4

Neisti - 15.07.1936, Blaðsíða 4
NEISTI Kampa- lampar (Rækjur) eru komnar, niðursoðnar. ,Hafið þér reynt þær? Fást hjá Gesti Fanndal. Fleiri þrær vantar. Framh. af 1. síðu. smiðjurnar, sem þá yrði saíhað í og saltað vel og geymt þar til minna bærist að. Lóðarpláss fyrir þrærnar er til, og skal bent á það ef óskað er. Pað getur vel verið að mikið kosti að byggja þessar þrær. en það kostar ábyggilega mikið meira að byggja þær ekki. Enn er eitt sem benda má á, og það allþýðingarmikið uppávinnslu verksmiðjanna að gera, og það er að þrærnar séu yfirbyggðar. Sé rigningarsumar kemur mikið vatn í síldina, vinnsla verður miklu erfið- ari, sem munar því, að allt að því helmingi minna fer í gegn en ella. Sama er að segja. ef miklir hitar eru og sólarsterkja. Síldin grotnar og verður erfiðara að vinna hana, eins losnar úr henni lýsi sem tapast að einhverju leiti. Þá má nefna eitt atriði ennogekki það veígaminnsta. Ef framtíðarkarfavinnsla verður hér, sem verður að vinna að, að geti orðið, er nauðsynlegt að sá staður, sem fólkið vinnur á við innanúrtöku lifrarinnar sé yfir- byggður. Helst yrði karfavinnslan að vori og hausti og er þá oft kalsaveður hér á Siglufirði, og er algjörlega ó- forsvaranlegt að láta fólkið standa úti við dútlvinnu, eða réttara sagt vinnu sem ekki er hægt að hita sér á þó unnið sé af kappi. Það mun ekki langt frá, að yfir- bygging mundi borga sig á einu ári, í betri vöru, meiri afköstum verksmiðjanna og meiri vinnu fólks- ins við karfann. Að þessum málum mun frekar ?erða vikið síðar. TILKYNNING. Peir eigendur línuveiðagufuskipa, sem ætla sér að sækja um lán úr Skuldaskilasjóði vélbátaeigenda, samkv. bráðabirgðalögum um breyting á lögum nr, 99, 3. maí 1935. um Skuldaskilasjóð vélbátaeigenda, útgefnum í dag. skulu senda umsoknir sínar til stjórnar Skulda- skilasjóðs í Reykjavík svo tímanlega, að um- sóknir séu komnar á skrifstofu sjóðsins fyrir 1. ágúst 1936. Umsóknir, er síðar koma fram, verða eigi teknar til greina. Allar nánari upplýsingar um skjöl þau, er lánbeiðnum skulu fylgja, fást á skrifstofu sjóðsins í Reykjavik. Reykjavík, 23. júní 1936. Stiörn Skuldaskilasióðs vélbátaeigenda. JÓN BALDVINSSON formaður. Rúsínur Sveskjur Apricots Bláber Kúrennur ódýrast í Kaupfél. Si^lfirðin^a Bollapör. Perur . Ferskjur Jarðarber nýkomið. Kaupfél. Siglftrðinga Ritstjóraskifti hafa orðið við Ein- herja, blað Framsóknarmanna hér í bae* Af ritstjórn og ábyrgð lét Hannes Jónasson p. t. bóksali, en við tók maður nokkur að nafni Valdimar Hólm Hallstað. Breyting. þessi kom eins og „þjófur úr helð- skiru lofti" öllum á óvart. Gestur Fanndal. Ritstjóri og ábyrgðarmaður; JÖN SIGURÐSSON.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.