Neisti


Neisti - 22.07.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 22.07.1936, Blaðsíða 1
Utgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, miðvikudaginn 22. júlí 1936 26. tbl. Merkileg nýjun^ Fvrsta rækjuverksmiðja landsins tekur til starfa. Rækjur fást nú i flestum verzlunum á Siglufirði. Fátt er svo með öllu illt. að ekki boði nokkuð goti," segir gam- «1 málsháltur. Pótt við lifum a tímum vandræða og kreppu, ma segja að erfiðleikarnir hafiáttnokk- urn þátt í því að opna augu okkar íslendioga fyrir nýjum ™öguleikum á sviði atvinnulífsins. Iðnaði h.eör fleygtfram síðustu árin og ber hann gleggst merki um vaxandi viðleitni í þá átt, að við getum búið að okk- ar eigin framleiðslu. Pá getum við nefnt nskherzlunaog karfavinnsluna 8em merk spor á nýjum leiðum. Fleira mætti telja, en hér verður aðeins vikið að nýjasta árangn hug- kvæmni á sviði atvinnulífsins. Rækjuveiðar hafa aldrei verið stundaðar hér á landi fyrr en ás.l. hauati, að tveir Norðmenn búsettir á ííafirði, hófust handa og þa þeg- ar með góðum árangri. Telja verð- ur framtaksemi bessara tveggja manna eiga eigi frumþáttinn í stofn- un Rækiuverksmiðju Isafjarðar, enda þótt bæjarstjórnin hafi sýnt mikinn dugnað ög skilning, og er brautryðjendastarf þeirra þvnfyllsta máta mjög þakkarvert. Rækjuverksmiöjan tók til starfa 26 f m. í henni vinna yfir 40 manns. Par af eru 35 ungar og laglegar stúlkur, sem hvítklæddar frá hvirfli til iljá inna störf sín af hendi í hinum björtu og hreinlegu húsakynnum verksmiðjunnar. Til þess að gefa fólki nokkra hug- mynd um meðferð rækjanna í verk- smiðjunni, skal hér sagt nokkuð til skýringar. Fyrst eru rækjurnar. eins og þær koma úr sjónum, soðnar í stórum pottum. Eftir nokkra suðu eru þær bornar inn til stúlknarna sem „pilla", þ. e. taka hýðið utan af sjálfum fiskinam; Paðan eru rækj- urnar fluttar í annað herbergi og þeim raðað þar í dósirnar og sósan sett í. Dósitnar ganga nú til vél- arinnar, sem lokarþeim. Síðan eru rækjudósirnar soðnar í svokölluðum „autoklaf". Að því búnu erulímd- ir miðar með vörumerki verksmiðj- unnar á lok og hliðar dósanna og þeim að síðustu raðað í kassa, 50 saman. — Teikning miðanna er gerð af hinum þekkta listamanni, Tryggvi Magnússyni. Tryggvi Jónsson — sonur Jóns Kristjánssonar síldarkaupmanns hér, og Porvaldur Guðmundsson, ráðu- nautur Fiskimálanefndar í niður- suðumáum, hafa í samráði við fjár- hagsnefndkaupstaðarins annast und- irbúning og starfrækslu verksmiðj- unnar. Hafa þeir báðir lært nið- ursuðu erlendis. Framleiðsla verksmiðjunnar er nú orðin dreifð um landið og m. a. komin hingað til Siglufjarðar. Pykir öllum rækjurnar mesta lostæti og telja margir, er reynt hafa, þær ö- missandi í ferðalög. Sumir hafa orð á því, hversu vel þær bragð- tst ofan á smurt rúgbrauð. Kunnug- jr _ bæði útlendir og innlendir menn —, telja íslenzku rækjurnar í engu standa að baki dönskum og sænskum, jafnvel framar, bæði hvað matinn sjálfan og allan frá- gang snertir. Spá slik ummæli góðu og ættu fyrst og fremst að vera íslendingum sterk hvöt til að nota sér þessa sína eigin fram- leiðslu. Rækjuverkimiðja ísaf jarðar er sú fyrsta í sinni grein hér á landi. Við hana eru tengdar miklar vonir verkafólks og sjómanna, ekki ein- göngu á ísafirði, heldur um land allt. Gera má ráð fyrir að rækjur sé hægt að veiða allstaðar krlngum landið, en hvort hægt verður að notfæra sér aflann með því að reisa fleiri verksmiðjur, fer mikið fslenzku rœkjurnar eru i senn Ijúffengt sœlgati og næringarik fatða. Fást i flestum matvöruverzlunum. í heildsölu hjá BALDVIN P. KRISTJÁNSSYNI.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.