Neisti


Neisti - 28.07.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 28.07.1936, Blaðsíða 2
NEISTI innar telur sig ekki geta farið suður fyr en ura ^10. ágústmán- aðar, þá legg eg til að kjörinn verði maður í hans stað til fararinnar. Par sem þeir menn, sem nefndarmenn þurfa að^ eiga tal við, eru nú allir heima' eða verða næstu daga, þá sé Sveini Porsteinsiyni og þeirn manni, sem kjörinn verður, falið að fara eigi síðar en n.k. fimmtudag". Tillaga þessi var felld með 3 gegn 2 atkv. Pað er. auðséð á öllu starfi full- trúa íhalds og Framsóknar, að það er meining þeirra að seigdrepa málið, láta það fá hægt andlát sem kallað er. Pað er einnig auðséð á blöðum þessara flokka beggja að meiningin er sú. Bæði eru blöðin farin að skrifa á móti togaramálinu, þó lævíslega sé að farið. „Siglfirð- ingur" álítur að togaraútgerð eigi enga framtíð, vegna þess að Norð- menn og fleiri v.ilji banna veiðar með botnvörpu, (til skýringar skal það sett, að Norðmenn eiga enga togara eða að minnsta kosti mjög fáa). Hannes Jónasson, p.t. formaður Framsóknarfél. hér, álítur í „Ein- herja" að frekar eigí að hugsa um að byggja verksmiðjur og reka þær af bænum, heldur en að vera að fara út "itgerð. Áróður ef ndfinn gegn togaramál- inu af þessum blöðum báðum og þeim flokkum sem að þeim standa, en ef verkafólkið og allir þeir sem áhuga hafa fyrir því, að hingað komi togarar og þar með aukin at- vinna, standa vel saman um að leiða málið farsællega til lykta, þá á að vera hægt, að fá framkvæmd málsins, með því að einangra alla steindrauga eins og Pormóð Eyj- ólfsson, og hans þægu verkfæri, sem eru bæði innan Framsóknar og í- haldsflokksins. nýkomnir. Gestur FanndaL Svartar ullarpejrsur, útlendar nýkomnnr til Sig. Fanndal. BOBE TAKIÐ, EFTIR! LJfQSMYNPASTOFAN Adalgöíu, 3Q, er opin da£lega frá lf 1. 1Q,—12 og 1—7, nema á lau^ardögum frá kl. 10.—12 og 1—3. /tT ~/» "mynda.tökur framkvæmdar auk venjulegra S "TOTO rny^dataka (cabinett og vísitt).— Ennfremur J _ stapkkanir eftir myndum og Framköllun. filmum. Kopi-ering. Virðingarfyllst. Jón & Viáfús. Togaramáliö almennt. Menn muna það eflaust ennþá, Hvernig Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokksþíngmennirnir tóku frum- varpi Alþýðuflokksins um togaraút- gerð ríkis og bæja, sem flutt var á síðasta alþingi. Afstaða þeirra var hin sama, þótt þeim væri með rök- um bent á það, að endurnýjun togaraflotans væri eitt af stærstu málum þjóðarinnar, og eitt af þeitn mörgu, sem einstakli'ngsframtakið væri ekki fært um að leysa. For- maður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir í þingræðu, að togararnir væru ryðkláfar og hin óæðri skip fúa- duggur, en þegar ráða á bót á þessu vandræðaástandi, hróparþessi sami maður: „Lofið okkur að vera í friði". Framsóknarmenn hafa viðurkent, svona S orði kveðnu, nauðsyn þess að togarafiotinn væri endurnýjaður, en slík endurnýjun og jafnvel aukn- ing ætti að framkvæmast með sam- vinnufélögum. Pví miður er ekki hægt að ganga fram hjá þeirri stað- reynd að útgerðarsamvinnufélög hafa yfirleitt gefist illa, og því hæpið að ganga langt á því sviði. Skynsam- legasta lausnin á þessu niáli, sem ennþá hefir fram komið er frum- varp AlþýðufÍokksins um tpgaraút- gerð ríkis og bæja. Hér, á, Siglufirdi. Pegar þ.ví.var hreyft hér í vor aðs.Siglufjtrðarbær þyrfti að eignast einn eðá fleiri togara, vakti það- taliverða undrun, að. Framsóknár- og Sjálfstæðismenn skyldu taka því vel i byrjun, en strax á fyrsta bæj- arstj.fundinum, sem málið var tekið til meðferðar, fór að bera á hinu rétta innræti. í hvert sinn sem þessir flokkar hafa rætt um málið síðar, hafa þeir reynt að finna upp hitt og þetta til þess að leiða hugi manna inn á aðrar brautir. Pað liggur við að það sé broslegt, ef það væri ekki á sama tíma alvar- legt, að nokkrum manni skuli geta dottið í h;ig að benda á skútuút- gerð og selveiðar í sambandi við hið mikla atvinnuleysi sem hér ríkir meiri hluta ársins. En þetta hafa Sjálfstæðismenn á Siglufirði gert. Og þeir hafa meira að segja talið nægilegt, til að byrja með, að leigja eitt selveiðaskip frá Noregi með helming skipshafnar í þessu skyni. retta sýnir greinilega hve langt er seilst þegar verið er að spilla fyrir því að bærinn eignist togara. Framsóknarmennirnir eru engir eftirbátar hinna i togaraandstæð- unni. En þeim er það fyllilega Ijóst, að málið verður aldrei dregið með fjarstæðum eins og þeim, að stofna til skútuútgerðar. Pað er hvorki meira né minn« en síldar- verksmiðja eða verksmiðjur serrj þeir viija að bærinn reisi. Pað er ekk- ert nema gott um þetta að segja, ef hugur fylgdi máli. En það er nú svo að bærinn á nú iíegar tvær síldarverksm. Gránu og Rauðku, og leigja báðar. En hvsrs vegna eru þasr leigðar. Fyrst og fremst vegna þess, að Framsóknarmenn- irnir í bæjarstj., að minnsta kp^ti annar þeirra, hafa ekki viljað láta bæinn koma nálægt rekstrinum. Leigutími Rauðku er útrun.ninn Framh. á 4.> síðu.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.