Neisti


Neisti - 05.08.1936, Qupperneq 1

Neisti - 05.08.1936, Qupperneq 1
Utgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. Brot úr baráttusögu alþýð unnar á Dalvík. Pað varð enginn smáræðis úlfa- í>ytur í herbúðum íhaldsins á Dal* vík, þegar „Verkalýðsfélag Dalvík- ur var stofnað að áliðnum vetri 1932. Æðstuprestar afturhaldsins og málsvarar samkeppnisstefnunnarsáu ljóslega að þeir tímar voru liðnir, er þeir gátu skammtað alþýðunni úr hnefa andlegar og líkamlegar nauðsynjar. Peim varð það ljóst, að nú mundi verkalýðurinn setja verð á vinnu sína og lokið því handahófi kaupkúgunarinnar, sem ríkt hafði undanfarið. Og þeim var einnig ljóst, að með bættum hag alþýðu og 6téttarsamtökum, myndi þverra að mjög verulegu leyti vald þeirra yfir því, hvað alþýðan læsi og hverjar skoðanir hún tileinkaði sér. Séð frá sjónarmiði þessara manna var það því engin furða þótt til allra ráða væri gripið til þess að kæfa þessa vaknandi frelsisbaráttu alþýðunnar. Undir eins og kvisað- ist um það að stofna ætti verka- lýðsfélag, var hafin lævísleg herferð í því augnamiði að koma því inn hjá fólki, og þá frekast fátæku fólki, sem vegna handletðslu íhaldsins hafði aldrei fengið tækifæri til að kynna sér stéttarmál, að hér væri um að ræða óaldarfélagsskap, sem frekast myndi beita sérfyrir presta- morðum, kirkjubrennum og hermd- arverkum gegn heiðarlegum at- vinnurekendum. En hinn stéttvísari b?uti verka- lýðsins lét móðursýkis1- fturhalds- manna eins og ^ um eyrun þjóta. Boðað va . almenns borg- arafundar til T s aðræðaum slofn- un verkaiýf .elags og skyldi félagið stofnað að þeim umræðum loknum. Hinar auðsveipustu málpípur íhalds- ins reyndu af veikum mættí að andmæla hinni fyrirhuguðu félags- stofnun. Aðalefnið í ræðum þeirra var það, að verkaiýðsfélög væru góð og sjálfsögð, en það væri bara engin ástæða til að stofna slíkt fé- lag á Dalvík, því að þar rikti svo mikil kyrrð og friður! Verlcafólkið var alls ekki á sömu skoðun, og þegar synir og frændur útgerðar- mannanna höfðu lokið máli sínu, báðu fundarboðendur þá að ganga út úr fundarsalnum, sem ekki ósk- uðu að taka þátt í stofnun verka- lýðsfélags.Hvarf þá nok'kurhluti fund- armanna á brott, en í sömu andránni hófu nokkrir íhaldssinnaðir ung- lingar skrílslæti, sem hæfðu mjög vel vanmáttugum lítilmennum. Ætl- un þessara vormanna íhaldsins var sú, að koma í veg fyrir félagsstofn- unina með því aðgera verkafólkinu ómögulegt að haldast við í sam komuhúsinu Ekki var þetta mjög heiðarlegt, þegar þess er gætt, að þeir áttu drjúgan þátt í þessu, sem leigt höfðu verkafólkinu húsið. Væntanlegir meðlímir verkalýðs- ins tóku þessu með þeirri karl- mannlegu ró, sem er eitt höfuð- einkenni íslenzkrar alþýðu. Peir fluttu fundinn í hús eins félaga síns og stofnuðu þar „Verkalýðs- félag Dalvíkur", til sárrar gremju fyrir unnendur hinnar frjálsu sam- keppni. Verkalýðsfélag Dalvíkur hefir nú starfað í fjögur ár. A þeim árum hefir félagið eflst svo mikið og komið í kring svo stórfelldum kjara- bótum, að það tekur langt fram djörfustu vonum brautryðjendanna. Meðlimatala félagsins hefir marg- faldast og má nú svo heita, að hver einn einasti verkamaður og sjómað- ur á Dalvík sé í því. Verkakon- urnar hafa ekki sýnt eins mikla stéttvísi, en þó eru nokkrar þeirra þegar gengnar í félagið og von á fleirum. Kaupgjald verkafólks 'nefir hækk- að um 10—40 prc., auk þess sem kaupgjald hefir verið samræmt meir en áður þekktist. Pá er og gerður munur á dagvinnu og eftirvinnu, vinnu á rúmhelgum dögum og helgidögum. Pess þekktust heldur engin dæmi áður. Félagsbundnir verkamenn sitja yfirleitt fyrir vinnu og félagið sjálft hefir tvö síðastliðin ár algjörlega séð um töluvert af uppskipunar- og framskipunarvinnu. Jafnan hefir þeirri reglu verið fyigt, að láta þá sitja sem mest fyrir þeirri vinnu, er erfiðastar hafa kringumstæður. Verkafólkið er að sjálfsögðu mjög ánægt með þá kauphækkun, sem þegar hefir fengist, en ekki metur það minna rétt hins félagsbundna verkalýðs til vinnunnar. Með þeim Verkafólk! Verzlið við þá sem augl. í NEISTA

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.