Neisti


Neisti - 11.08.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 11.08.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, þriðjudaginn 11. ágúst 1936 29. tbl. Brot úr baráttusögu alþýð unnar á Dalvík. Nl. Ekki má hjá líða að geta félags- starfsins inn á við að nokkru. Fé- lagsmenn eru yfirleitt áhugasamir og sýna starfi félagsins vaxandi skilning, Fundir eru haldnirmarg- ir á vetrum og tíðast vel sóttir. Á sumrum eru fundir ekki haldnir nema brýno nauðsyn beri til, því að þá eru félagsmenn mjög dreifð- ir vegna atvinnu sinnar. Samstarf er gott innan félagsins og fyllsta eindrægni rikir í baráttunni fyiir bættum hag, Pegar félagið sagði sig úr „Verka- lýðssambandi Norðurlands" og gekk í Alþýðusamband íslands, var það að undangengnum töluverðum átök- um innan fólagsins. En rétt á eftir að þeir atburðir gerðust, gekk félagið út í allharðsnúna kaupdeilu við atvinnurekendur. Sú deila færði verkamennina saman á ný, og með drengilegri aðstoð erindreka alþýðusambandsins náði verkafólkið verulegum kjarabótum og var viður- kennt sem samningsaðili fyrir hönd verkalýðsins. Et’tir þessa deilu var hver einasti félagsmaður fylgjandi Alþýðusam- bandinu. Öllum var ljóst, að án aðstoðar þess hefði árangurdeilunn- ar orðið algjörleg* neikvæður. Fessa atburði má telja eldskírn samtakanna á Dalvík. Að henni lokinni er tilveruréttur þeirra ó- hrekjanlega staðfestur. Nýir meðlim- ir bætast við daglega, aukin festa kemur á félagsstarfið og afturhalds- liðið verður að fara í meiri laun- kofa með andúð sína gegn félaginu. Að þessu loknu þarf aðeins að halda stöðugt og markvist í sömu átt, byrjunarörðugleikarnir eru sigr- aðir og erfiðustu sporin stigin. Alþýðan á Dalvik hefir nú lokið .merkilegum þæiti í baráttusögu sinni. Verkafólkið hefir byggt upp stéttar- samtök sín og gengið sigrandi úr þeirri baiáttu, sem háð hefir verið. Sú barátta hefir ekki ávallt farið fram fyrir opnum tjöldum. Illvíg- ustu féndur samtakanna hafa talið sér sæma að beita ýmsum lævísleg- ustu hermdarverkum baktjalda- mannsins. En sigurinn heór fallið í skaut hins vinnandi tolks, þrátt fyrir allt. Alþýðan á Dalvík má þóengann veginn halda, að fullum árangri sé náð og nú megi setjast í jhelgan stein. Pó að mikið hafi áunnist er mikið ógert. Næstu og brýnustu á- tökin, sem liggja fyrir Verkalýðs- félpgi Dalvíkur, er það að reisa hús fyrir félagsstarfsemina og heimíli fyrir það margvíalega félagslega samstarf, sem hlýtur upp í mjög náinni framtíð, Meginn þáttur þess samstarfs risa hlýtur að verða fólginn í sem allra ýtarlegastri fræðslu, fyrstum stéttarmál ogstjórn- mál, og síðan um almennt efni. Fræðslustarfið verður aðallega að fara fram í leshringum, samræðum og fyrirlestrum; og það er knýjandi nauðsyn að þetta fræðslustarf geti hafist sem fyrst. Völd íhaldsins í atvinnu- og stjórnmálum byggjast fyrst og fremst á því, að alþýðunni er haldið eins lengi og verða má í svartnætti vanþekkingarinnar. Og sjái loks íhaldið sér ekki annað fært en verða að einhverju leyti við kröfum hins vinnandi’ fólk9 um nukna menntun, er sú fræðsla sem í té er íátinn eins einhæf og samræmd viðhorfi hinnar drottn- andi stéttar og framast má verða. — Pað, sem nú hefir verið sagt, á auðvitað ekki frekar við um verkafólkið á Dalvík en annarsstað- ar. Hvar sem er á landinu, er aukin fræðsla og skert vald íhalds- ins jafn mikið nauðsynjamál fyrir alla alþýðu. Á málum dagsins hefir verka- fólkið á Dalvík sama álit og allt verkafólk. Kröfurnar um endur- skoðun Kvöidúlfs, að bankarnir sáu teknir í þjónustu almennings, að ríkið taki utanríkisverzluna í sínar hendur og félög neytendanna sjálfra annist dreifinguna, eiga einróma fylgi að fagna meðal verkalýðsins á Dalvík. Og það treystir flokki fólksins, Alþýðuflokknum, til þess að hrinda þessum málum að veru- legu leyti í framkvæmd á næsta þingi, en sé það ekki unnt, þá að ganga tafarlaust til nýrra kosninga og láta fólkið sjálft fella sinn dóm um málin. Nú verður ekki fjölyrt meira um þessa hluti að sinni. Ef til vill gefst tækifæri til þess síðar að geta að einhverju samtakanna á Dalvík og þeírrar sigurvænlegu baráttu, sem þar er háð. — Að endingu þetta : Hvarvetna er drottinvald í- haldsins að bresta og dögunin er skammt undan. Og það er örugg trú mín, að í úrslitabaráttunni við afturhaldsöflin í landinu verði hlutur verkafólksins á Dálvík ekki minnstur, — Til heilla með starfið, alþýðu- fólk á Dalvík! Valdimar Jóhannsson. Kaupið Alþýðublaðið.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.