Neisti


Neisti - 19.08.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 19.08.1936, Blaðsíða 2
2 NKISTl er er leigutími Rauðku útrunninn og ætti bæinn þá að taka rekstur- inn í sínar hendur. Pað er vitan- legt, að í allflestum árum er það glæsilegur atvinnurekstur, að gera' út stór skip á síldveiðar, sérstaklega þegar hægt er að Iáta þau fá nokk- urnveginn viðstöðulausa afgreiðslu í landi. Og þessa aðstöðu getur bærinn skapað 2—3 togurum. Pví hefir verið haldið fram af sumum, að bærinn ætti að eignast togara til þess að skapa atvinnu hér við verkun á þorski. Pessi rök tel ég mjög lítils virði. Hvað þorsk- veiðunum viðkemur, verður að sitja við þann eldinn sem best brennur og verður því að teljast að litlar iíkur séu fyrir því, að koma upp -fiskverkun hér að nokkru ráði, vegna þess hve að- staða hér er miklum mun verri en víða annarsstaðar. En það eru síld og karfaveiðarnar, sem ætti að vera hægt að staðbinda hér. Pað skal ekki um það rætt að þessu sinni, hvernig unnið hefir verið að togaramálinu af þeim, er til þess hafa verið kvaddir. En hvað sem öðru liður, þá situr það illa á kommúnistum að halda því fram, að ráðherra Alþýðuflokksins, Haraldur Guðmundsson, muni eyðileggja málið. Peim ætti að vera það kunnugt, að Framsóknarflokk- urinn setti sig upp á móti frum- varpi Alþýðuflokksins um togara- útgerð ríkis og bæja, að Framsókn- armenn hér voru því máli and- Foryrði. Hér í blaðinu mun ég á næst- unni taka til meðferðar, eftir þvi sem mér vinnst timi og blaðrúm til, ýms hagsmunamál siglfirskrar alþýðu. Að sjálfsögðu býst ég við, að margt af því, sem hér verður rætt, verði ekki aðeins sérmál sigl- firskrar alþýðu, heldur sameiginleg hagsmunamál allrar islenzkrar al- þýðu um leið, enda við því að búast, að sameiginlegu málin verði flest, þó að vitanlega sé í inörgum málum sérstaða fyrir hendi. Vart er heldur við því að búast, nð við- fangsefnin verði að fullu tæmd eða stæðir, jafnvel þótt þeir yrðu að viðurkenna það tvennt, að endur- nýjun togaraflotans væri nauðsyn- leg og einstaklingsframtakið myndi ekki framkvæma hana. Kommum ætti ainnig að vera það kunnugt, að blað Framsóknar- manna hér, Einherji, hefir lýst yfir andstöðu við málið og síðast en ekki sizt, að Alþfðuflokkurinn á ekki nema einn ráðherra af þrem- ur, Pað þarf því að verða talsverð hugarfarsbreyting hjá Framsóknar- mönnum, til þess að Alþingi sam- þykki ríkisábyrgð til togarakaupa fyrir Siglufjörð, þvi auðvitað eru Sjálfstæðismenn á móti. Við Alþýðuflokksmenn getum vel unað því, þótt deilt sé á ráð- herra okkar fyrir það, að vilja ekki lofa því, sem hann veit að ekki er hægt að standa við. En er ekki hægt að fá togara án ríkisábyrgðar ? Hvað segir tog- aranefndin um það? Togaranefndin var kosin til að rannsaka möguleika fyrir kaupum á togurum og rekstri þeirra. Átti hún að hafa Iokið því fyrir 1. þ m, Ennþá hefir bæjarstjórnin ekkert samþykkt um það, hvort hún vill kaupa togara eða ekki, og engar skýrslur borist frá nefndinni. Væri ekki rétt að heimta skýrsl- urnar og halda svo bæjarstjórnar- fund um málið? Pá verða allir flokkar að sýna hreinan lit. krafinn til hins ítrasta. Myndi slikt verða vandgert, svo engu verði við bætt eða út á sett. En tilgangi mínum er náð, ef eg get vakið til alvarlegrar umhugsunar. um þau mál sem hér verða rædd, — í fyrsta lagi þá, sem hafa sameigin- legra hagsmuna að gæla í því, að fá bætt dagleg lífsskilyrði sín og sinna, svo að sæmileg rnegi teljast. í öðru lagi þá, sem hafa vegna ýmsra trúnaðarstarfa, skyldur að rækja við hinn vinnandi lýð, —og í þriðja lagi allla þá, sem af alhug og einlægni vilja styðja viðreisnar- og hagsmunabaráttu alþýðunnar, en þó hafa ekki gert sér grein fyrir ó- hrekjaniegu réttmæti hennar í hin- um ýmsu dægurbaráttumálum. 1. Skylduruar við börtiiti. — Dagheimili. — Sumarheimili. Olium ber saman um það, að uppeldi barna sé vandasamt, en að öllum feðrum og mæðrum beri að gera sitt bezta í þeim málum, enda sé það í flestum tilfellum gjört. Hitt verður heldur ekki um- deilt mál, að aðstaða heimilnnna til að annast þessi vandamál er svo margvíslega misjöfn, að eðli- legt sé að árangurinn verði eftir því. Siglufjarðarbær hefir sérstöðu gagnvart sínum börnum, sérstöðu, sem skapast af sérstöðu Siglufjarð- ar í atvinnumálum. Mestan tíma ársins er hér svo rólegt sem í sveit væri, en yfir tvo mánuði (síldveiði- tímann), gjörbreytist þetta. Pá fjölgar fólkinu í bænum um helm- ing eða meír, þá verður allur sólar- hringurinn aðsamfelldum vinnudag, ys, þys, hávaði og gauragangur helzt þá nætur og daga. Pá snýst allt lífsiglfirzkrar alþýðu um vinnu, vinnu og meiri vinnu, — sem vonlegt er, þar sem þessi tveggja mánaða >inna er oftast nær einustu heimilislekjurnar yfi árið. Pá koma efnaðri borgarar bæjarins börnum sínum í sveit til þess meðal annars að losa þau undan óreglu- og ónæðisáhrifum þeim. sem atvinnulifið skapar. — En börn verkafólksins, — þess fólks sem harðast þarf að leggja að sér með vinnuna, en hafa samt minnstar árstekjurnar og lífsþægind- in, — þau verða að vera heima hér, í ólofti og ónæði, við oft litla umönnun og umsjá, — því það eru engin ráð til þess að koma þeim í sveit. Jafnvcl þótt börnin séu ekki nema 2—4, þar sem aðeins ein 10 —14 ára telpa hefir verið fengin til að gæta þeirra, en faðir og móðir stunda óreglulega erfiðis- vinnu og eru uppi jafnt nótt sem dag, þá geta allir séð, hversu mjög takmörkuð hlýtur að vera umsjá barnanna, — jafnvel þó móðirin verji öllum sínum fritíma í þe'rra þágu. Hlutskipti barnanna verður: ó- næðissamur og óreglulegur svefn, óreglulegar máltíðir og leikvellirnir Framh. á 4. síðu. X. Guðberg Kristinsson: Hagsmunamál siglfirskrar alþýðu.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.