Neisti


Neisti - 26.08.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 26.08.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, miðvikudaginn 26. ágúst 1936 31. tbl. Karfaveið- arnar. / Pað mun nú vera/ákveðið að 17 togarar með 450,manna áhöfn stundi karfaveiðar í haust. Munu þessir togarar leggja afla sinn upp á eftir- töldum stöðum: Siglufirði. Sólbakka, Hesteyri, Djúpuvík, Patreksfirði og Norðfirði. Áætlað er að um 1200 manns fái vinnu við karfavinnsluna á þess- um stöðum. Hér á Siglufirði munu 6 togarar leggja upp afla sinn í SRN. Samkomulag hefir nú verið gjört við Verkamannafélag „Þróttur" um að greitt verði jafnaðarkaup kr. 1,55 um tímann og að unnið verði á þrískiftum vöktum (8 tímar) úti og inni. Samið hefir einnig verið við Verkakvennafél. Siglufjarðar um jafnaðarkaup kr. 1,25 pr. tímann. Ráðgert er að þeir menn, sem unnið hafa við verksmiðjurnar í sumar, fái vinnu við karfavinnsluna og auk þess að teknir verði frá Vinnumiðlunarskrifslofu Siglufjarðar 40 karlmenn og 100 stúlkur. Hér er um stórfelda atvinnu að ræða og mikla framför, frá því sem áður var, er togararnir voru bundn- ir eftir síldveiðitímann og sjómenn og verksmiðjumenn urðu atvinnu- lausir. Það er heldur ekki langt síðan að þeim karfa sem fiskaðist á skipum var mokað jafnóðum í sjóinn. í næsía blaði veiður skýrt nán- ar frá karfaveiðunum og vinnslunni. Guðberg Kristinsson: Hagsmunamál siglfirzkrar alþýðu. Framh. Krafan um dagheimili barna, — þar sem börnum lágtekjumannanna — verkalýðsins — sé séð fyrir dag- legum þörfum, andlega og líkam- lega, eftir því sem frekast má verða — er því fullkomlega réttlát og nauðsynleg, enda hraðvex þeirri kröfu fylgi ogþaðmun engan furða. Dagheimilin þyrftu að ajálfsögðu hafa til afnota leikvelli og ýma tæki, er nauðsynleg teldust og umsjá barnanna yrði auðvitað að hafa með höndum uppeldis og sálfræði- lega sérfróðir menn og koma barna- kennararnir þar fyrst og fremst til greina; en að því mun eg sveigja síðar. En þo að nú hin sjálfsagða krafa um dagheimili náist, þá er það engin fullkomin lausn þessa vanda- máls. Eins og það er víst, að verka- konum og heimilum er mikil hjálp í því, að hafa börnin sín á daginn, í öruggii og góðri umsjá, eins tr og hitt víst, að fjölmörgum heimil- um er nauðsynlegt að koma börn- unum sínum að fullu að heiman yfip sumartímann. Sú þörf og nauð- syn er það, sem skapar kröfuna um sumarheimili barna. — Sumarheim- ili, sem sé starfrækt eins og dag heimilin á uppeldis- og þjóðfélags- legum grundvelli, með hag almenn- ings fyrir augum. — Sumarheimili sem sé starfrækt upp í sveit, t. d. inn í Fljótum, svo umfangsmikið, óreglulegt atvinnulíf bæjarins nái ekki þangað með áhrif sín til truflunar. , Hvílíkur munur væri það sigl- órzkum verkalýð, að geta komið nokkrum hluta barna sinna á slíkt sumarhrimili í 1 — 2 mánuði, þá mest er að gera. Menn geta varla verið annað on sammála um þörf og nauðayn dag- og sumarheimilis barna. Engin frambærileg rök finnast gtgn rétt- lætiskröfunni um að þessum málum v'erði nú þegar tekið með vinstmd og skilningi af forráðamönnum þeaaa bæjar og hrundið nð verulegu leyti í framkvæmd atrax á næsta aumri. Hinu verður sennilega alltaf hald- ið fram, til að tefja májið af ein- stökum mönnum, að fjárhagaörðug- leikar bæjarfélsgsins séu avo miklir að ekkert sé hægt að gera milinu til framdráttar. En akyldi nú ekki samtímis því, sem hér er um að ræða siðferðislegar skyldur bæjar- félagsins við þá sem örðugasta hafa lífsafstöðuna — og auk þess þjóð- félagslegt menningaratriði, sem hvor- ugt verður forsmáð öllu lengur, — vera vafasamur fjárhagslegur hagn- aður af afturhalda og íhaldasemi i þessum máliitri, ef tekin eru til rttt- látrar ihugunar öll þau atriði þessa máls er nokkru varða? 2. Barnaúólinn. — Aðbiiriað- ur barna' og kennara. Með starfrækslu sumar og dag- heimila barna. undir forsjá þar til hæfs fólks, legði bærinn grundvðll að því að efla og örfa starfaþrá og þroska barnanna, Pað mundi aftur leiða til þess, að börn alþýðunnar, sem þvi miður koma alloft illa undirbúinn í barnakólana, væru hæfari og mdttækilegri fyrir tilsögn kennarans. Jafnhæfni og þroski

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.