Neisti


Neisti - 16.09.1936, Síða 2

Neisti - 16.09.1936, Síða 2
2 N E I S TI Fveir dómar. Hannes Jónasson fyrverandi ritstjóri, dæmdur í eitt hundrað krónu sekt eða 6 daga einfalt fangelsi fyrir meiðyrði. aflað ser brauðs, fá þeir fólkið til þeus aö gefa eftir. Pað er alveg víst að fjöldlnn af stúlkum lætur sér alls ekki í hug detta hver hætta er í þvi faliti að láta undan atvinnurekendum í þessu. Gætu þeir t.d. ekki alveg eins sagt. „ef þú gefur mér ekki efíir 20 aura af því sem þér ber, fyrir að kverka í eina tunnu, þá þarrt þú ekki framar að hugsa um atvinnu hjá mér“. Et'íir að svo væri komið, væri þýð« ingarlaust að gera samninga um það hvaða kaup eigi að greiða. Öll eftirgjöf á kaupi er stóihættu- leg og má ekki korna fyrir. Verkafólkið hefir ekki frekar leifi til þess að gefa eftir af kaupi sínu, heldur en að vinua undir taxta og raunverulega vinnur það fó!k und- ir taxta sem ekki krefst þess af at- vinnurekanda, sem því ber íyrir vinnu sina. Peir atvinnurekendur sem lála sér sæma, að svfkja gerða samninga, eiga skilið fyrirlitningu og þar að auki ætti verkaíólkið að laka fér dóms- vald í höndur og dæma þá eins og vera ber. Allar aðkomustúlkur sem sviknar hafa ver;ð um ferðapenings, verða að láta stjórn Verkakvennafélags Siglu- fjarðar vita um það, svo hægt ré að innheimta fyrir þær. Hér var í síðasta blaði minnst á svik Ólíffs Ólafssonar veitingamanns við verkafólk það sem bjá honum vann í sumar. í næstu blöðum verða þeir atvinnu- rekendur auglýstir, sem uppvíst verður um að svíkjast um að greiða verka- fólki sínu. Pó skal þess getið, að efumlands- þekkta atvinnurekendur er að tæða, verða þeir einnig auglýstir á breiðari grundvelli. Aluminiumvwwiw eru komnar. Kaupíél. Si^lfirðin^a. Ár 1936, föstudaginn 4. septem- ber var aukaréttur Siglufjarðar sett- ur á skrifstofu embættisins og hald- inn af hinum reglulega dómara með undirrituðum vottum. 1 Fyrirtekið : aukaréttarmálið 2| 1936 Fjóla Jóelsdóítir áegn Hannesi Jónassyni og var i málinu kveðinn upp svofelldur d ó m u r: Með stefnu dags. 9. maí s.l. að undangenginni árangurslausri sátta- tilraun, krefst stefnandinn Fjóla Jóelsdóttir símamær Siglufirði, að Hannes Jónasson bóksali og ritstjóri blaðsins Einherji verði dæmdur til refsingar fyrir eftirfarandi ummæli í 6. tbl. Einherja V. árg. er stefn- andi telur stefndan hafa tjáð að væri beint til sín „Njósnir" . . . „njósnír frá símanum“ „’pykist vita um einkasamtöi" . . . „sennilega er hún . .Telur stefnandi ummæli þessi móðgandi fyrir sig, sem starfi við símann. Krefst stefnandi að á- talin ummæli verði dæmd dauð og ómerk og stefndur dæmdur til rnáls- kostnaðargreiðslu, sem sundurliðað- ur er í málflutningnum með kr, 92.10. Stefndur krefst sýknu ogtelurhinum- stefndu ummæli ósaknæm þar sem i þeim felist engin meiðyrði og bendir á, að hann hafi einmittsagt, „að senni- lega er hún þar þó alveg saklaus“ og þar með látið sitt álit í ljós um sakleysi stefnanda, en hann hefir viðurkennt að með ummælun- um hafi hann átt við stefnanda. Fað verður að telja rétt, að í um- stefndum ummælum felist dylgjur til stefnanda, sem að vísu er nokk- uð dregið úr með orðunum „senni- lega er hún þar þó alveg saklaus", en jafnvel þó rneð þeim orðum er þó gefið í skyn, að ekki sé útilok- að, að hún sé sek, eða m. ö. o. alið á dylgjunum sð noklcru, er áður er getið og þykir þetta varða refs- ingu samkv. 218 gr. refsilaganna 100 kr. sekt í ríkissjóð til vara 6 daga einfalt fangelsi. Hinumstefndu ummæli skulu dauð og marklaus. I málskostnað greiði stefndur stefnanda kr. 92,10. Fyrir því dæmist rétt vera: Stefndur Hannes Jónasson rit- stjóri og bóksali Siglufirði greiði kr. 100,— í sekt í ríkissjóð, til vara sæti 6 daga einföldu fangelsi, og greiði stefnanda Fjólu Jóelsdóttur símamey Siglufirði, kr. 92,10 í máls- kostnað. . Framangreind umrnæli skulu dauð og marklaus. Dóminum að fullnægja innan fimratán daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Dómurinn lesinn. Rétti slitið. G. Hantiesson. Vottar: Sigríður Blöndal. Hjörl. Magnússon. Rétt endurrit st&ðfestir Skrifstofu Siglufjarðar. 8. sept. 1936. (£. Hannesson. Ár 1936, föstudaginn 4. sept. var aukaréttur Siglut'jarðar settur á skrif- stofu embættisins og haldinn af hinum reglulega dómara með und- irrituðum vottum. Fyrirtekið: aukaréttarmálið 4|1936 Kristján Kjartansson gegn Jóni Jóhannssyni og var í málinu kveðinn upp svofeldur d ó m u t : Mál þetta er höfðað af Kristjáni Kjartanssyni framkvæmdastjóra gegn Jóni Jóhannssyni verkstjóra fyrir meiðyrði. Vio síðari fyrirtekt máls- ins mætti stefndur ekki og skilaði ekki máhkjolunum. Krafðist þá umboðsmaður stefnds, Erl. Por* steinsson skrifstofustjóri, að sér yrðu tildæmdar 100 kr. í málflutnings- laun og 20 kr. fyrir útlagðan kostn- að í málinu, alls kr. 120,— og með þvi að þeirri kröfu hefir eigi verið mótmælt verður að taka hana til greina að öílu. Fyrir því dæmist rétt vera :

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.