Neisti


Neisti - 23.09.1936, Qupperneq 1

Neisti - 23.09.1936, Qupperneq 1
Utgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, miðvikudaginn 23. sept. 1936 35. tbl. Skiþun bœjarsljórnarinnar. Meirihluti myndaður, Oft hefir verið um það rætt hversu óheppilega bæjarstjórnin hér væri skipuð, þannig að enginn meirihluti skyldi til vera, enginn sem væri ábyrgur um stjórn bæjar- málanna. Nú er úr þessu bætt. A síðasta bæjarstjórnarfundi fullkomn- aðist samdráttur Framsóknar og íhalds. Samdráttur milli flokkanna eða réttara sagt helstu foringja þeirra, hefir verið lengi, en alltaf hlaupið einhver snurða á þráðinn, þangað til í vor og sumar að þetta fór að lagast og auðséð var, að par ætlaði að verða úr þessum skyldu hjúum. Stærsta skrefið til sameiningar var stigið, þegar Pormóður var kosinn af þessum flokkum báðum til þess að drepa togaramálið, eitt tnesta hagsmunamál siglfirzkrar al- fiýðu, sern SKAL verða tekið upp aftur, og fid ekki leitað samvinnu fiessara ajturhaldsseggja. ihalds og afturhalds Allt alþýðufólk verður að fá að vita nöfn þessara manna, og það verður líka að muna þau og muna þau vel. Peir sem réðust á hagsmuni verkalýðsins voru: Þormóður Eyjólfsson, 0. Hertervia, Aage Schiöth, Andre’s Hafliðason, Asgeir Bjarnason, og síðast en ekki sízt Guðmundur Hannesson, bæjarfógeti, sem notaði hið illræmda gjafaatkvæði sitt í þágu afturhalds- ins en á móti hagsmunum verka- fólks þessa bæjar. Pað kemur flestum saman um það. að ástandið nafi verið slæmt áður, á meðan enginn bar ábyrgð- ina, hver kendi öðrum um hitt og þetta sem aflaga fór. En — er úr bætt með því að þessi afturhaldssamkunda skríði sáman og taki völdin? Abyggilega ekki fyrir verkafólkið, sem er þó mikill meirihluti íbúa þessa bæjar. Fyrsta samþykt þessa meirihluta er högg framan í þá sem verst eru stæðir, og það er víst að fleiri högg fara á eftir verði ekki aðgert. Er ekki kominn tími til að fara að hugsa um að undirhúa næstu kosningar, til þess að taka völdin af þessari klíku atvinnurekenda og kaupmanna. Taka gjafaatkvæðið at' höfuðpaur íhaldsins, bæjarfógetan- uni og taka einnig stjórn bæjarmál- anna úr hans höndum með þvi að fá bæjarstjóra. Við eigutn öll, sem ekki viljum una þessu ástandi, að fara að búa okkur undir næstu kosningar, hvort sem þær verða fyr eða seinna. Við eigum öll að vinna að því að stjórn bæjarins komist í hendur frjálslyndra manna, sem vilja vinna að lífrænni framleiðslu, aukinni at- vinnu og bættri afkomu fjöldans. r Eins og frá er skýrt varð full- komnun sameiningarinnar fyrir og á síðasta bæjarstjórnarfundi og var hún vígð með árás og hermdar- verkum á allt vinnandi fólk í bæn- um og börnin og unga fólkið, hina uppvaxandi kynslóð með. Allir þeir liðir fjárhagsáætlunarinnar, sem beindust til hagsbóta fyrir verka- lýðinn, til hjálpar þeim bágstöddu. til andlegs og Hkamlegs þroska fyr- ir æskulýðinn og yfirleitt allir liðir áætlunarinnar, sem til framfara horfðu, voru skornir niður af hin- um nýstofnaða meirihluta bæjar- stjórnar, burgeisa- og kaupmanna- klíkunni. Hinn „hugsjónariki" ritstjóri hinna „sameinu9u“. Eftir að Hannes Jónass p.t. bók- sali lét af ritstjórn Einherja og við tók hinn nýji ritstjóri, Valdimar Hólm Hallstað. bjuggust margirvið að til bóta mundi verða. 2—3 fyrstu blöðin af Einherja undir stjórn hins „hvíta" (skal út- leggjast hreina) Framsóknarmanns, gáfu líka vonir um, að þarna væri blaðið komið í hendur á manni, sem hefði bæði vilja og þör til þess að nota blaðið í þágu hinnar frjáls- lyndu stefnu. en á móti íhaldi, afturhaldi og ofbeldi. Pessi von brást. Skáldið og„hug- sjónamaðurinn" Valdimar Hólm Hallstað er þrælbundinn á klafa hinnar örgustu afturhaldsklíku Siglu- fjarðar, klíku, sem Pormóður og Dalmar eru foringjar fyrir. Ádeilu- greinar á íhaldið hafa alls ekki sést núna langa lengi í Einherja, „þessu I

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.