Neisti


Neisti - 23.09.1936, Blaðsíða 4

Neisti - 23.09.1936, Blaðsíða 4
4 NEISTI NYJA-BIOj sýnir miðv.d. 23. sept. kl. 8-J-: Ástog andlitsfegrun Afar skemmtileg og fjörug tal- og hljómmynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Gary Grant og Helen Mack. Kl. I0i Hin svífandi mær Bráðskemmtilegur garnanleikur í 10 þáttum. 3 herber0, eldhús o£ bað til Ieigu í Lindar- götu 17 (Hölar) frá 1. okt. n. k. Sig. Tómasson. GÆR UR kaupir Kaupf él. Siglfirðinga Gulrætur. Rauðrófur. Kjötbúð Siglufjarðar. Silfurskeifan, Akra-smjörlíki Gula bandið ávallt á boðstólum hjá Kaupfél, Siglfirðinga 2 samliggjandi, ágætar stofur til leigu. Uppl. í Vöruhúsi Siglufjarðar. Karfaveiðarnar. Eins og frá var skýrt í blaðinu um daginn. var afli frekar tregur hjá þeim togurum sem karfaveiðar stunda, og mátti þar um mikið kenna óstilltri tíð. Pegar togararn- ir fóru héðan út síðast, voru þeir sumir við leit eftir þeim bátum, sem ekki voru inn komnir úr rok- inu mikla, en fóru síðan á veiðar vestur á Hala. Afli var mikið betri hjá þeimnú Slysin miklu. Meiri slys hafa orðið nú í sumar en nokkru sinni fyr. Um 30 íslenzkir sjómenn hafa farist. Eins og frá hefur verið skýrt í bjöðum og útvarpi fórst franska haf- rannsóknarskipið „Pourquoi pas?“ með allri áhöfn að undanteknum einum manni sem komst lífs af. 39 manns fórust. Pá hefir einnig verið frá því skýrt. að af völdum sama veðurs fórust tveir menn af m.b. „Brúna“ og einn maður af m.b. „Gotta“ frá Vestmannaeyjum. Á þessu sumrí hefir stórt skarð höggvist í okkar ágætu sjómanna- stétt, um 30 íslenzkir sjómenn hafa látið lífið í baráttunni við að sækja sér og sínum — og óhætt að segja allri'þjóðinni, — lífsviðurværi. Pað er ekki til í sögunni, að svona margir menn hafi farist á einu sumri í sambandi við síldveiðarnar eins og varð í sumar við nýafstaðn- ar síldveiðar hér fyrir norðurla.idi. Um öll þessi slys verður nánar getið hér í blaðinu síðar og þá um leið athugað hvað verða mætti til þess að afstýra þessum tíðu sjóslysum. heldur en næsta túr þar á undan. Hingað komu þeir í gær, Ólafur með ca. 170 smálestir karfa, Pór- ólfur með 180 smálestir, Gulltoppur með 210 og Snorri goði með 220— 230 smálestir. Togarinn Garðar var lengst að Ieita bátanna, en er nú kominn með ca. 200 smálestir. Hingað til Siglufjarðar hafa kom- ið í haust, fyrir utan þann afla sem skipin komu núna með og skýrt er frá hér að framan, 15.510 mál mál (135 kg.) af karfa, fyrir utan þann ufsa og annan úrgangsfisk, sem skipin hafa komið með. í vor komu hingað 6127 rnál, svo í allt br komið hingað yfir [20 þús. mál eða um 30 þús. með því sem skipin eru nú með. Til Sólbakka hafa komið í allt og allt um 91500 mál af karfa. Afli togaranna til ríkisverksmiðj- anna er sem hér segir: Sindri 2783 J Háv. ísfirðingur 29323 Porfinnur 25495 Hafsteinn 13569 Skallagrímur 4804 Snorri goði 1508 Ólafur 2921 Garðar 2854 Gulltoppur 1282 Pórólfur 1081 Arinbjörn hersir 1205 Egill Skallagrímss. 1129 Kári 56 mál Peir togararsem fiskað hafa karfa fyrir Djúpuvíkurverksmiðjuna eru nú hættir karfaveiðum og munu nú fara að fiska í ís fyrir Pýzkaland. Vonandi er að afli glæðist á Hala- miðum og tíð verði góð, til þess að karfavinnsla geti orðið hér sem Iengst fram á haustið, ekki mun af veita atvinnunnar vegna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JÓN SIGURÐSSON.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.