Neisti


Neisti - 01.10.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 01.10.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Jafnaðarrr.annafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, fimmtudaginn 1. okt. 1936 36. tbl. Sælir eru lítillátir. „Framsóknarmenn hafa krafist hóflegrar varúðar í öllum fjármálasökum". (Einherji 25. sept. 1936.) Pegar Einherji talar um Fram- sóknarmenn á hann við Pormóð nokkurn Eyjólfsson, konsúl hér í bænum. Hjá þessu stóra blaði er Pormóður og Framsóknar- flokkurinn eitt og hið sama. Petta á sína eðlilegu skýringu. Pormóður ræður ytir blaðinu, að svo miklu leyti sem hann vill, og þótt hann sé maður ekki sjálfhælinn, er hann ekkert að fást um það, þótt rit- stjórinn reyni að vinna sig í áliti með því að birta Iofgreinar um „Stóra pabba" svona öðru hvoru. Hin „hóflega varúð“, sem Einherji segir að Framsóknarflokkurinn, það er Pormóður Eyjólfsson, viðhafi þegar fjármunir bæjarins eru ann- arsvegar er þegar orðin svo viður- kend, að blaðinu finnst ekki ástæða til að rökstyðja það á nokkurn hátt. En þar sem margir ílla innrættir menn hafa stundum kastað hnútum að „samherja“ okkar, Formóði, auð- vitað að ástæðulausu, vill Neisti nota tækifærið til þess að sýna fram á það, í eitt skifti fyrir öll, að ávallt þegar Pormóður Eyjólfs- son hefir komið nálægt pyngju bæjarsjóðs, hefir hin „hóflega var- úð“ streymt alla leið fram i fingur- gómana. Og þar sem svo vel vill til, að „Einherji” og „Neisti" eru báðir stjórnarmegin — tværgreinar á sama stofni — ætti það hvorki aö orsaka misskilning né friðslit, þótt annað blaðið taki við þarsem hitt endar. Neisti mun því benda á nokkrar staðreyndir, sem sýna það og sanna, að í viðskiftum Por- móðs við bæjarkassann hefir hin „hóflega varúð” einkennt allar hans hreyfingar. Pessu til sönnunar leyf- ir biaðið sér að benda á afskifti hans af einu máli, sem er : Gooseignakaupin. Pormóður Eyjólfsson var ákveðn- astur allra bæjarfulltrúanna með Gooseignakaupunum. Pað var því eðlilegt að honum væru falin ýms störf í sambandi við það mál, enda var hann ávallt boðinn og búinn til þess. Til þess að samningar tæk- ust um kaupin, þurfti bærinn að fá 50 þúsund króna lán. Pormóður var sendur til Reykjavikur í þeim erindum. Ferðin stóð yfir í 10 daga og kostaði bæinn aöeins lœfrar S00 krótiur. Sumir bæjarfulltrúarnirvoru svo dónalegir að láta orð falla um það, að ferðakostnaðurinn væri nokkuð hár, en þeir hvorki þekktu né skildu hve kostnaðarsamt það er að fá slík lán, enda voru þessar aðfinnslur strax kveðnar niður. Kaupsamninginn þurfti að undir- rita í Kaupmannahöfn. I slíkum til- fellum er það venja að fela sendi- herra Islands í Danmörku að ann- ast framkvæmdirnar. Kostar það mjög lítið, En þar sem svo heppi- lega vildi til, að Pormóður Eyjólfs- son var í þann veginn að fara til Kaupmannahafnar og bauðst til að ganga frá samningnum endurgjalds- laust, var því góða boði auðvitað tekið. Fyrir þetta þurfti bærinn að- eins að greiða á antiað biísund krónur. Sumir óvinir „samherja” okkar hafa talið þetta ríflega þóknun, en allar skynsemi gæddar verur hljóta að sjá, að ókleift var að gera þetta fyrir minna gjald, enda er þetta sama og endurgjaldslaust, sé það ekki tekið alltof bókstaflega. Til þess að endurbyggja Goos- bryggjurnar þurfti að fá lán. Por- móði var falið að útvega 30 þúsund króna lán í Kaupmannahöfn. Lánið var fáanlegt, þó aðeins með því skilyrði, að Landsbanki íslands á- byrgðist skilvísa greiðslu. Við, sem heima sitjum þekkjum lítið af þeim miklu erfiðleikum, sem erlendum lántökum eru samfara. Jafnvel mjög óákveðin loforð um lán kosta ærið fé. Pað er því óhætt að fullyrða, að við höfum verið sólarmegin i þessum viðskiftum, þar sem við fengum loforð fyrir 30 þúsund kr. láni, ef Pjóðbankinn okkar vildi á- byrgjast það, og þurftum ekki að greiða fyrir þetta loforð nema talsvert á sjötta hundrað krónur. Peir sem kunnugir eru erlendum lifnaðarháttum telja þetta vel slopp- ið, fyrst bærinn fór á annað borð að halda veizlu út i kongsins Kaup- mannahöfn, en án veizlunnar er mjög vafasamt aðfengist hefði nokk- urt loforð um lán. Eftir að Pormóður var heim kominn þurfti hann að bregða sér til Reykjavíkur, til þess að tala við Magnús Sigurðsson bankastjóra um ábyrgðina — við hina bankastjór- ana hafði hann áður talað. — Auð- vitað nægði ekki að síma né fela öðrum bæjarfulltrúa, sem staddur var í Reykjavík að tala við banka- stjórann. Pormóður varð að fara sjálfur. En Magnús var íllur viður- eignar, hverníg sem að honum var farið, og sagði nei og aftur n e i. Petta var „hraðferð,,, en þær eru

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.