Neisti


Neisti - 01.10.1936, Blaðsíða 4

Neisti - 01.10.1936, Blaðsíða 4
4 NEISTI kominni framtíðar-sundlaug. Nefnd þessi hefur safnað nokkru fé og hefur einnig látið rannsaka heita vatnið í Skútudal að nokkru. Bæjarstjórn veitti árið 1935 1000 krónur til sundlaugarinnar, sem ekki eru þó víst greiddar ennþá. Árið 1936 eru svo veittar 2000 kr. til sundlaugarinnar, en um daginn sá meiri hluti bæjarstjórnar ástæðu til að kippa að sér hendinni með þetta fjárframlag — til að svíkja genð loforð. Ekki nóg með það. — Samtímis þvi, að bæjarstjórn bregzt skyldum sínum við þetta göfuga málefui, skrifar G. Hannes- son oddviti bæjarstjórnar og bæjar- stjóri heillanga grein í „Einherja" um sundlaugarmálið. Par heldur hann því fram, að væntanleg sundlaug, sem hann vill hafa í Hvanneyrarkrók, kosti óyfir- byggð tæpar 30,000 krónur. (Framhald). Sjálfum sér likir um flest. Nazistiskir þjóðernissinnar í Rvík hafa nýlega orðið uppvísir að því að hafa rænt eða stolið minnisbók Eysteins Jónssonar fjármálaráð- herra og birt úr henni ýmislegt í blaði sínu „ísland", með það fyrir augum að skaða ríkisstjórnina og hnekkja áliti landsins út á við. Petta þjóðernisverk (!!) þeirra mun þó að þessu sinni ekki hafa náð tilætluðum árangri. en aðeins orðið tii að vekja fyrirlitningu allra hugsandi manna á þeim. / næsta blaði kemur grein um niðurskurð fjár- hagsáætlunarinnar, íhaldið í bæjar- stjórninni og „Einherja“. Greinin er skrifuð af verkamanni. Hér átti i blaðinu að minnast á hneykslisframkomu Níelsar Dungals rektors Háskóla ísla.ids við háskólasetninguna 19. sept s.l„ — en rúm leyfir ekki og vísast því til Alþýðublaðsins frá 21. og 22. sept. um það. Kaupum gærur gegn staðgreiðslu. HÆSTA VERÐ. Nýja Kjötbúðin. Stóra blaðið móðursjúka. I síðasta tbl. Neista var minnst ör- lítið á 60 þúsund króna !án það, sem bærinn kvað hafa tekið fyrir forgöngu Framsóknarmanna. Vonaðist blaðið til þess að þetta lán yrði bænum ekki eins dýrt eins og barnaskólalánið sem tekið var hér fyrir nokkrum árum, einnig fyrir forgöngu Framsóknar- manna. Þetta telur Einherji að séu hinar verstu svívirðingar og heimtar spilin á borðið. Það mun ekki vera neitt leyndarmál, að sum af veðdeild- arbréfum barnaskólalánsins voru seld með afföllum sem voru allt að 32 prc. Pað var að vísu samþykkt f fjárhags- nefndinni með 2 greiddum atkvæðum og síðar í bæjarstjórn. Ea bæjarstjórn fékk aldrei að vita nafn kaupandans, þótt um það væri spurt. Getur Ein- herji upplýst það, Hver hefir verið svo lánsamur, að geta ávaxtað pen- inga sína svona vel? Pað er eftir- tektarvert, að þegar niinnst er á þetta nýja „framsóknarlán", og sagt, að það sé eitthvað skárra en annað eldra lán, þá rýkur Einherji upp og telur það svívirðingu. Neisti getur verið Einherja sammála um það, að hið nýja lán sé alveg nægilega dýrt og að bærinn hefði aldrei átt að taka dýrara lán, því að 10 prc, afföll og 6 prc. vextir verð- ur að teljast meira en nóg, en þó hefði það verið amekklegra af Ein- herja að láta einhverjum öðrum það eftir að kalla barnaskólalánið „svívirð- ingu“. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JÓN SIGURÐSSON. Sigluf j arðarprentsmiðj a. Kartöfl u r ódýrastar í smásölu og heilum pokum í Verzlun Péturs Björnssonar. ÚR VAL nýkomid af: Stílabókum frá 10 au. Blíöntum — 10 — Pennastöngum — 15 — Pennum 3 stk. — 10 — Strokleðrum Hrafnableki Sjálfblekungum Skrifblokkir og umslög. Pessar vörureru hvergi ódýrari. GESTUR FANNDAL. NYJA-BIO! sýnir fimmtud. J. okt. kl. í slagsmálum. Afar spennandi mynd með REX BELL í aðalhlutverkinu. Kl. 10| Konungurinn aí Mont Blanc. Afbragðsgóð tai- og hljómmynd í 10 þáttum byggð á söguleg um atburðum. ÓSKILAFÉ verður selt á uppboði erhaldið verður kl. 1 föstud. 2. okt. upp við húsið Hlíð. Greiðsla við hamarshögg. Sig'.ufirði 1. okt. 1936. Bæjarfógetinn.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.