Neisti


Neisti - 08.10.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 08.10.1936, Blaðsíða 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. v IV. árg. Siglufirði, fimmtudaginn 8. okt. 1936 37. tbl. Sjúkratryggingarnar. Frá 1. þ. m. er byrjað að greiða sjúkrahjálp og lyf samkvæmt hinum nýju tryggingarlögum. Ennþá hefir ekki verið samin reglugjörð fyrir Siglufjarðarbæ, en mun verða gjört um næstu helgi. Tryggingarlögin eru mikill laga- bálkur og hafa þaufvertöprentuð í Alþýðublaðinu og útdráttur úr þeim er að koma í „Siglfirðing". Allir karlar og konur 16 ára eða eldri eru gjaldskyldir til Sjúkra- trygginganna, og verður hv'er nýr gjaldþegn að hafa 6 mánaða bið- tíma, (það er að greiða í þennan tíma án þess að öðlast tryggingar- réttindi). Fyrsti biðtíminn var frá 1. apríl í vor, þar til nú þann 1. þ. m. Iðgjaldið sem ákveðið hefir verið er kr. 3,00 — þrjár krónur — á mánuð á hvern gjald- þegn. Pannig hefir hver maður greitt kr. 21.00 — tuttugu og eina krónu — þegar hann öðlast réttindi og fær hann þá sína meðlimabók og er fært í hana nöfn þeirra sem eru á framfæri hans og eru yngri enn 16 cira. Bók þessa ber að sýna læknunum i hvert sinn sem þeirra er vitjað, því hún sýnir á hverjum tíma hvort maðurinn og skyldulið hans hafa full réttindi, en þau eru því aðeins fyrir hendi að gjald- þegninn hafi greitt gjöld sín og ekki haft hærri árstekjur en kr. 45000 ettir að persónufrádráttur hefir átt sér stað samkvæmt skattalögum. Samanlagðar tekjur hjóna meiga ekki vera hærri en hér er sagt til þess að þau njóti hlunnindanna. Greiði maður ekki gjöld sín, fellur trygging hans og þeirra sem á fram- færi hans eru, niður, þartil gjöldin eru greidd, enn hann öðlast þau aftur samdægurs og greiðsian fer fram en það má aldrei dragast lengur en 14 daga, því greiðist iðgjaldið síðar öðlast hann ekki rétt- indi aftur fyr en að nýj- um biðtíma loknum. Pað er lífsnauðsyn hvors manns að gjöra sitt ítrasta til að greiða. Nú mun margur spyrja: Hvað fáum við í aðra hönd fyrir gjöld okkar? Pessu svara lögin þannig: (29. gr.) I samþykktum sjúkra- samlaga skal tekið fram, hverra réttinda samlagsmenn njóta. Ætíð skal þó sjúkrasamlag veita þá hjálp vegna veikinda sem hér er talin: 1. Læknishjálp hjá tryggingarlækni þ. e. lækni, sem samlagið hefir samið við, eða tryggingarstofn- unin, að fullu á sjúkrahúsi og að f hlutum utan sjúkrahúss. Læknishjálp fari fram á við- talsstofu læknis, sé sjúklingur- inn ferðafær og hægt sé að koma því við. 2. Lyf og umbúðir, samkvæmt fyrirsögn tryggingarlæknis, aðt fullu í sjúkrahúsi og að f hlut- um utan sjúkrahúss. 3. Okeypis vist eftir ráði trygg- ingarlæknis á sjúkrahúsi, sem samlagið heíir samið við, eða tryggingarstjórn fyrir hönd þess, 4. I sjúkrasamlögum kaupstaða er ennfremur skylt að greiða dag- peninga til þeirra, sem óvinnu- færir eru sökum veikinda. Dag- peningar greiðast þó ekki fyrr en ein vika er liðin frá því að hinn tryggði var óvinnufær, samkvæmt framansögðu, og aJdrei frá fyrri tíma en viku eftir að hann hætti að taka laun, eða hætt er að reikna honum laun, samkvæmt því er segir í 39. gr. hér á eftir. Dagpeningar eru tvennskonar, persdnudagpeningar og fjöiskyldu- dagpeningar, og skal upphæð þeirra ekki vera lægri í Reykjavík en hér segir. en annarsstaðar eftir ívi sem ákveðið er í samfsykktum. a. Persónudagpeningar nema kr, 2,00 og greiðast eingöngu þeg- ar hinn tryggði liggur utan sjúkrahúss. b. Eigi hinn tryggði fyrir konu eða börnum að sjá, nýtur hann, auk persónudagpen'ng- anna, fjölskyldudagpeninga. F'ara þeir eftir tölu þeirra, sem eru á framfæri hans þannig: Fyrir 1 á framfæri kr. 2,00 - 2 - - - 3,00 - 3 - - _ 3,75 - 4 - — - 4.50 Fyrir fleiri en 4 bætast við 50 aurar fyrir hvern, sem umfram er, en þó mega dagpeningar aldrei fara fram úr kr. 7,00 og aldroi framúr f hlutum af venjulegu dag- kaupi verkamanna á staðnum. Fjölskyldudagpeningar greiðast jafnt, hvort sem hinn tryggði liggur á sjúkrahúsi eða utan sjúkrahúss.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.