Neisti


Neisti - 25.10.1936, Blaðsíða 3

Neisti - 25.10.1936, Blaðsíða 3
NEISTI 3 verður settur laugardaginn 31. október n. k. kl. 5 s. d. í barna- skólahúsinu. — Allir iðnnemar skili námssamningutn sínum til formanns skólanefndar, Einars Jóhannssonar, eigi síðar en þriðjudaginn 27. okt. — Séu einhverjir, sem ekki eru skóla- skyldir, en óska eftir að taka þátt í einstökum námsgreinum, gefi þeir sig fram fyrir sama tíma. SKÓLÁNEFNDIN. U P P B 0 D verður haldið föstudaginn 30. oktober kl. 1 siðdegis í Café Brúarfoss á eftirlátnum munum Gustav sál. Blomkvist, svo sem handkoffort, ritvél, tóbakskurðar- vél, skrifborð, uppbúið rúm, fatnaður o. fl. Greiðsla við hamarshögg. Skrifstofu Siglufjarðar 24. okt. 1936. BÆJARFÓGE TINN. vissu, hye mikið vantar. Hitt erg auðvitað alveg fjarstæða, að hækka| útsvörin vegna þess hve erfitt er i að innheimta. jf*að er ekki svo vel | að hægt sé að kalla þetta neyðar- j úrrœði, þetta er hámaík þess úr- ] ræðaleysis, sem einkennir störf þessara nýju samherja, og mun hafa þveröfug áhrif við það, sem til var ætlast — torvelda innheimt- una. Blöð meirihlutans, Einherji og Siglfirðingur, hafa þráfaldlega skor- að á Neista, að benda á einhverja aðra leið út úr vandræðunum. Pví er fyrst til að svara, að meirihlut- inn þarf hvorki að hrósa sér af því né afsaka það, að hann hafi fundið færa leið með fyrgreindum ráðstöfunum. Síður en svo. Petta er hið mesta vandræðafálm. Pað er ekki óglæsileg 1 eið út úr fjár- hagsörðugleikum bæjarins, að krefj- ast þess af manni, sem getur ekki greitt 100 krónur að hann greiði 120! Örðugleikunum verður fljótt rutt úr vegi með slíkum Salómons- ráðum! Enginn hugsandi maður lætur blekkjast af slíkum^falsrökum, Pað er miklu drengilegra að viður- kenna vanmátt sinn, heldur en viðhafa slíkan málaflutning. Pað verður heldur ekki um það deilt með rökum, að bæjarstjórnin er ekki upp á sitt einsdæmi fær um að rétta við fjárhaginn, því að án nýrra tekjustofna verður hvorki haldið í horfinu eða rétt v ð. Petta veit öll bæjarstjórnin, og hún veit það líka, að þótt hægt væri að fá fleiri og stærri lán, er það aðeins gálgafrestur, meðan lánið er gert að eyðslueyrir í stað þess að verja þeim til nýrra, arðberandi fyrir- tækja, enda erfitt um lántökur, þeg- ar útlit er fyrir að ókleift sé að standa í skilum. Fyrir tæpum tveim •árum gerði bæjarstjórnin alvarlega tilraun til þess að fá þing og stjórn til að líta með sanngirni á þá miklu fjárhags- örðugleika, sem fiamundan voru. Petta mistókst algjörlega. Stjórnar* flokkarnir daufheyrðust við öllum rökum. Peim gat ekki skilist það, að mesti útflutningsbær landsins væri í fjárþröng. En það er ekki óvarlegt að gera ráð fyrir því, að afstaða þeirra sé nú eitthvað breytt til batuaðar, enda óvíst að nokkur Siglfirðingur muni nú telja það skyldu sína, að spila fyrir málstað bæjarins. Siglufjörður á heimting á því. að hann sé ekki reittur svo inn að skinninu, til hagsbóta fyrir ríkissjóð, að hann ruggi á barmi gjaldþrots ins. Pessa kröfu ættu allir Siglfirð- ingar að geta sameinast um án til- lits til stjórnmálaskoðana. Fulltrúakosning á 13. þing Alþýðu- sambands Islands hefir nú staðið yfir hér og hafa öll þau félög, sem rétt hafa til að senda fulltrúa á þingið kosið þá, nema „Losunar og lestunarfélagið", sem sennilega sendir engan fulltrúa, Rosnir hafa verið: Frá Verkamannafélaginu Próttur: Jón Jóhannsson og Guðberg Krist- insson, til vara: Arnþór Jóhanns- son og Kristján Sigurðsson. Frá Verkakvennafélagi Siglufjarð- ar: Anna Jóhannsdótiir, til vara: Jónína Jónsdóttir. Frá Sjómannafélagigu Víkingur: Axel Jóhannsson, til vara: Arnþór Jóhannsson. Frá Jafnaðarmannafélagi Siglu- fjarðar: Jóhann F. Guðmundsson og lil vara: Kristján Dýrfjörð. Pingið verður sett í Rvík 29 þ.m. Heggur sá er hlifa skyldi. í 26. tbl. Einherja gerir ritstjór- inn sig all breiðan yfir því, að Por- móður Eyjólfsson eyði miklu fé í símakostnað og lögfræðilega aðstoð, þegar hann ferðist í erindum bæj- arins. Neisti getur ekki unað því, að „félagi“ Pormóður sé borinn þessum sökum og krefst þess að ritstjöri Einherja birti strax í næsta blaði kvittaða reikninga frá síman- um og þeim lögfræðingum, sem þessa aðstoð hafa veitt. Verði rit* stjórinn ekki við þessari sjálfsögðu kröfu, lýsir Neisti hann ósanninda- mann að þessum fjáreyðsludylgjum. Skítmokarinn 1 27. tbl. Einherja er þess getið í stórri fyrirsögn að mjög ómerki- legri grein, að Neisti vilji láta verka- menn „moka skít fyrir ekki neitt.” Petta er sagt Neísta til skammar, Pað einkennir stundum sálsjúka vesalinga, að telja sama verknað- inn einum til lasts en öðrum til

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.