Neisti


Neisti - 25.10.1936, Blaðsíða 4

Neisti - 25.10.1936, Blaðsíða 4
4 NEISTI Sjúkrasaml. Si vill enn á ný skora á samlagsmenn að greiða iðgjöld sín sem allra fyrst, bæði á þá, er skulda iðgjöld sín frá byrjun og hina, sem enn hafa ekki greitt fyrir september og októbermán- uði, Pá eru atvinnurekendur og allir þeir, sem fólk hafa í þjón- ustu sinni, skyldir til að greiða fyrir starfs- og þjónustufólk sitt. Öll iðgjöld. sem ógreidd eru um næstu mánaðamót, verða afhent til innheimtu eins og lög nr. 26, ], febr. 1936 mæla fyrir, en samlagsmenn ættu að athuga það, að innheimta með þeirri leið hefir bæði kostnað og réttindamissi í för með sér. Samlagið hefir samþykkt að þeir, sem greiða áfallin gjöld sín fyrir 1. növember, njóti fullra réttinda frá greiðsludegi. Meðlim- ir úr gamla sjúkrasamlaginu taki með sér kvittanir, er sýni greidd iðgjöld í því, ti! 30. sept. s.l. Siglufirði, 22. október 1936. Stjörn sjúkrasamíagsins. SHB NÝJA-BÍÓm sýnir sunnud. 25. okt. kl. 6: Ófullgerða hljómkviðan Hrífandi fö|{ur og gullfalleg mynd í 10 þáttum, samin um œfiferil tón- skáldsins mikla Franz Scbubert. Aðalhlutverkin leika: Martha Eggerth, Han9 Jaray, Louise Ulrich. Kl. 8i: Káta ekkjan. Heimsfraeg tal- og hljómmynd í 12 þáttum, tekin eftir sam- nefndum söngleik eftir Franz Lehar. Aðalhlutvarkin leika: MAURICE CHEVALIER og JEANETTE MAC DONALD. hróss, eftir því hver á í hlut. ,Skít- mokarinn í Einherja er með því markinu brenndur. Hann reynir að deila á Neista fyrir það vilja ekki láta skera niður allar verklegar framkvæmdir. Hann kallar það að „moka skít fyrir ekki neitt", ef bær- inn hefði látið framkvæma eitthvað af því, »em úrlausnar bíður, án þess að um staðgreiðsslu væri að ræða, Og það er Bjálfsagt miklu betra að geta ekki innheimt aukaútsvörin en gefa verkamönnum kost á að vinna þau af sér, að minn9ta kosti lítur meirihluti bæjar- stjórnarinnar þannig á málið. En hvað segir svo Skítmokarinn sjálfur í fyrnefndri grein ? Honum farast svo orð: ......þörfin fyrir vinnu í þessum bæ er mikil og verkefni mörg fyrir hendi, t. d. alveg sér- staklega knýjandi þörf á byggingu sundlaugar, á því að barnaskólinn fái góðan þrifalegan leikvöll, að hreinsað verði nokkuð og prýtt kríngum kirkjun?, að meira sé hert á lagningu Skarðsvegarins o.fl. o.fl. Vel væri það, ef hraustir vel vinn- andi menn, 6em Iftið hafa að gera, leggðu af fúsum og frjálsum vilja fram vinnu sf-'c ókeypis . . Herra Skítmókari! Hver er það sem hér er að hvetj-' menn til þess að „moka skít fyrir ekki neitt?” Fræðslukvöld. Kirkjunefnd safnaðarins hel'ur fyrir því að í kvöld (sunnud.) verði haldir. snmkoma í kirkjunni (fræðslu- kvöld) Par sem flutt vcrður erindi um Pál postula (Jóh. Jóhannesson cand. t’.vl.) og kirkjukórinn syng- ur, oa auk þess einsöngur (hr. Sig- urjón Sæmundsson). Er bór um að ræða kirkjulegt fræðslukvöld sem viða tíðkast í stærri söínuðum. Aðgan^ur verður seldur mjög vægu vecði og verður ágóðanum varið til kirkjulegrar starfsemi í söfnuðinum, lil þess að prýða kirkj- una o. fl. Hefur kirkjunefndin hugsað sér að halda nokkur samskonar fræðslu- kvöld í vetur, ef þessari nýbreytni verður vel tekið, og hefur nefndin miklar vonir um að svo verði. Ó. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JÓN SIGURÐSSON. Sigltrf j arðarprentsmiðj a.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.