Neisti


Neisti - 03.11.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 03.11.1936, Blaðsíða 1
Utgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar, IV. árg. Siglufirði, Priðjudaginn 3. nóv. 1936 39. tbl. Alvarleét málefni. Pegar bindindishreyfingin stóð í mestum blóma hér á landi, var það trú þeirra, sem bjartsýnastir voru, að hægt væri, með valdboði, að útrýtna allri neyzlu áfengra drykkja. I kjölfar þessara skoðana sigldu bannlögin. — Pað verður ekki með rökum á móti því mælt, að þjóðin var ekki nægilega þrosk- uð til þess að bnnnlögin gætu kom- ið að tilætluðum notum, þó er ó- hætt að fullyrða, að allt þar til Spán- arvínaundanþágan kom til skjal- anna, gerðu bannlögin ' talsvert gagn. En eftir undanþáguna er það í raun og veru sjálfsblekking að halda því fram, að áfengisbann hafi verið á íslandi, enda þótt stór- um versnaði þegar hin innlenda framleiðsla - LANDINN — kom á markaðinn. Pví hefir verið haldið fram, að þrátt fyrir það, hve ástand- ið var hörmulegt, hafi það þó versnað stórkostlega við hið form- lega afnám bannlaganna. Um þetta vil eg ekkert fullyrða. Þær tölur •em fyrir liggja segja það ótvírætt, að meira hafi verið drukkið eftir afnámið. en þess ber að gæta, að óleyfilegur innflutningur, svo og Landa og lyfjabiiðasala, hefir minnkað stórkostlega, en það var nær eingöngu óskráð sala. En þetta skiftir ekki svo miklu máli. Hitt er aðalatriðið, að ástandið ersíztbetra en áður, og var þó ekki á bætandi. Petta má ekki lengi rvo búið standa. Ofdrykkjuhneigð þjóðarinnar er komin á svo hátt stig, að það ætti aðverahverjumhugsandi manniærið áhyggjuefoi. Að mínu áliti verður að gera tvennt í einu: auka bind- indisstarfsemina og takmarka sölu hinna áfengu drykkja. Skal hér rætt um þetta nokkru nánar. Pað leikur ekki á tveim tungum, að bindindissstarfsemin í höndum hæfra manna, er einhver allra skæðasti óvinur Bakkusar, svo skseður að Bakkus hefir í óteljandi tilfellum beðið fnllkomin ósigur. En betur má ef duga skal. Pað heyrist oft sagt, þégar vínhneigður maður skipar sér undir merki Góðtempl- arareglunnar. „Hversvegna er þessi maður að ganga í stúku". En hverj- um er meiri þörf á því að komast í þann góða félagsskap, en einmitt þeim sem vínhneigðir eru? Pað er að vísu sorglegt þegar menn rjúfa heit sín, hvort sem það er utan eða innan reglunnar, en þess ber þó að gæta, að öll erum við breysk, og mun sá vandfundin, sem með hreinni samvisku getur kastað fyrsta steininum. Séu hinir veiklyndu félagar meðhöndlaðir á réttan hátt, verður endirinn oftast sá, að þeir finna og skilja hvað þeim er fyrir bestu, og komast á réttan kjöl. Að vísu útheimtir þetta mikið viljaþrek, því að freisting- arnar láta ekki á sér standa, .en einlægur ásetningur, styrktur af góðum félagsskap, lyftir olt Grettis- tökum. Pá skal minnast á takmörkun á sölu áfengra. drykkja. Er hægt að takmarka hina frjálsu sölu þaðmik- ið, að veruleg bót fáist á því vand- ræðaástandi sern nú ríkir? Pessu hlýt eg að svara játandi. Mín skoðun er sú. að þetta verði best gert með áfengisbókum, þannig, að hver sem vill geti fengið sína á- fengisbók, og jafnframt sé ákveðið hve mikið hver einstaklingur getur fengið á hverjum mánuði. Pessu verður að vera þannig fyrirkomið, að engin megi taka út ááfengisbók annars manns, og að það sem eftir kann að vera af þessum skamti í lok hvers mánaðar falli niður, en yfirfærist ekki á næsta mánuð. Væri skamturi.nn hóflegur myndi þetta til stórbóta. Á þennan hátt væri að mestu leyti tekið fyrir starfsemi leynisala, sem nú þjóta upp eins og gorkúlur á mykjuhaug. Með því fyrirkomulagi sem nú ríkir miðast áfengiskaup þeirra eingöngu við fjárhaginn. Með því að hafa bækur myndu þeir sem áfengis vilja neyta nota sinn rétt, en aðrir láta hann niður falla. Pað myndi því verða frekar þröngt í búi hjá leynisölunum. Að vísu myndi þetta fyrirkomulag rýra tekjur ríkiasjóðs að miklum mun. En megi ríkissjóður ekki við því að missa aí þessum tekjum hefir þjóðin þó miklu síður efni á því að neyta áfengis eins og núergert. Templarar hafa verið óþarflega vægir i kröfum sínum til þings og stjórnar. Peir hafa látið sér nægja að kastað væri í regluna nokkrum þúi- undum kr. til útbreiðslustarfsemi, að launaður væri sérstakur áfengisráðu- nautur og skipaðar áfengisvarnar- nefndir. Petta er langt frá því að vera nægilegt til þess að draga úr áfengisneyzlunni, enda er á'engis- verzlunin eftir sem áður rekin sem stórgróðafyrirtæki. Pessu mætti líkja það, að gefa óþekkum krakka sæt- indi til þess að fá hann tilað þegja. Góðtemplarareglan á mikið atarf fyrir hendi. Jafnhliða því að ná sém flestum inn í regluna, þarf að finna einhverjar skynsamlegar leið- ir til að draga úr áfengisneyzlunni. Pað skiftir ekki máli, hvort það verður með því að taka upp áfeng-

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.