Neisti


Neisti - 12.11.1936, Síða 1

Neisti - 12.11.1936, Síða 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, fimmtudaginn 12. nóv. 1936 40. tbl. , Verkamaöurinn ‘ í Einherja. Stutt í 29. tbl. Einherja birtist stutt grein með fyrirsögninni: „Fjármál bæjarins og Jaí’naðarmenn“. Grein þessi á að vera skrifuð af verka- manni. Par segir meðal annars: „Við Framsóknarmenn treystum svo á hug og vilja Siglfirðinga tíl þess að rétta við hag bæjar síns að þeir muni neita sér um eitthvað sem þeim er ekki mjög nauðsynlegt, og greiða útsvör sín heldur en að láta bæinn verða gjaldþrota". Peir eru þess fullvissir Framsókn- arverkamennirnir, að það sé ekki af getuleysi að fátækir fjölskyldu- menn greiða ekki útsvörin. Onei, það er nú öðru nær. Peir eiga bara að spara við sig meira en þeir hafa áður gert. En getur þessi Einherja-verkamaður ekki upplýst hvað það er þetta „eitthvað" sem hinir fátæku fjölskyldumenn eiga við sig að spara ? Sannleikurinn er sá, að atvinnu- tíminn hér er svo stuttur, að það sem fjölskyldumenn innvinna sér, hrekkur naumast fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum, hvað þá meira. Pessi bjargráðahugmynd Ein- herjamannsins er því ekki eins djúpt hugsuð og hann sjálfur hyggur. Og hvað gerir sjálfur höfuðpaur Fram- sóknarmanna, þegar þau gjöld inn- heimtasí ekki, sem hann á að sjá um, eins og t. d. brunabótagjöld ? Hann kemur með skuldalistann til fjárhagsnefndar og segir: Vill bær- inn ekki greiða fyrir þessa menn, mér er ókleift að innheimta hjá þeim nema með því að láta bjóða svar. upp búseignir þeirra, en það vil eg helst ekki þurfa að gera. Nokkr- um dögum síðar talar svo verka- maðurinn í Einherja til félaga sinna á þessa leið: Fjölskyldumenn I Sparið við ykkur eitthvað sem ekki er mjög nauð- synlegt og greiðið útsvörin. Fjár- hirslur bæjarins verða ekki lengi að fyllast, eftir að slík ráð eru almenn- ingi kunnorðinl! Neisti hélt því fram, að fátækir fjölskyldumenn ættu að fá að vinna af sér útsvörin. Pað er auðvitað hverjum manni ljóst, að á þann hátt bætist ekki úr fjárhagsvand- ræðum bæjarins, en það verður heldur ekki séð, að ástandið batni þótt útsvörin standi ógreidd. ’ Pað væri einkennilegur atvinnurekandi, sem hefði nær því óþrjótandi nauð- synleg verkefni, en neitaði þeim mönnum um vinnu, sem skulduðu honum, vitandi það, að það væri eina sjáanlega leiðin til þess að innheimta skuldirnar. Eir verka- maðurinn í Einherja krefst þess að bærinn hegði sér þannig. Fyrir 2—3 árum sá meirihluti bæjarfulltrúanna fram á það að ný- ir tekjustofnar væru nauðsynlegir, ef forða ætti bænum frá fyrirsjáan- legum fjárhagsvandræðum. Pá vildi Pormóður Eyjólfsson ekki heyra minnst á nein fjárhagsvandræði, og fór ekkert leynt með þá skoðun sína, — Pessi afstaða Pormóðs mun ekki hafa bætt málstað Siglu- fjarðar á Alþingi. Sú yfirlýsing verkamannsins í Einherja, aðFramsóknarmennmunu vinna að því fyrstir manna að nýjir tekjustofnar fáist, ætti því að vera öllum Siglfirðingum kærkom- in, og því fremur, ef það skyldi rétt vera, að „verkamaður" og Por- möður séu ein og sama persóna. „Verkamaðurinn" staðhæfir, að í grein um fjármál bæjarins í 38. tbl. Neista hafi verið „flóð af fúkyrðum“. Petla er alrangt og er hérmeð skor- að á greinarhöfund að sanna sitt mál með tilvitnunum. Pá gerir maðurinn sér einnig tíðræst um heimsku þeirra manna, sem í Neista rita, nefnir „andlega stöppu”, „þunn- an og hugsjónasnauðar, moðgraut“, „harðbalaleg og eyðileg heilabú" og fl. Neisti telur ekki ástæðu til að gera samanburð á gáfnafari Alþýðu- ogFramsóknarflokksmanna, en hann vill í allri vinsemd benda „verka- manninum“ á það, að ávallt hefir það þótt ein hin mesta rökþrota- yfirlýsing, að bera þeim heimsku á brýn, sem við er deilt. Neisti mun því ekkí keppa við Einherja á þessu sviði. Pessi Einherja-verkamaður endar grein sína með nokkrum spámann- legum ályktunúm um fylgistap Al- þýðuflokksins og má lesa á milli línanna ákveðna von hans um að það rætist. Petta tilheyrir framtíð- inni og skal því engu um það spáð hér. En eins og viðhorfið er nú í þjóðmálunum, er samvinna Al- þýðu- og Framsóknarflokksins ör* uggasta leiðin til þess að viðlialda lýðræði og menningu í landinu. Tap þessara fiokka er sigur svart- asta íhalds og Nazisma — sigur villimennskunnar yfir menningunni. Pað er því ekki ósennilegt, að þeir sárafáu Framsóknarmenn, sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að eyðileggja Alþýðuflokkinn, verði af sínum eigin flokksmönn- um metnir og léttvægir fundnir.

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.