Neisti


Neisti - 18.11.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 18.11.1936, Blaðsíða 2
2 NEISTI lands og Alþýðuflokkurinn að hafa forustuna, enda hefir það þegar tek- ið hana, því að slíkan málefna- grundvöll teljum vér' 4 ára áætlun Alþýðuflokksins, sem vér lýsum oss fylgjandi í öllum atriðum, og máM efnasamning þann, er núverandi stjórnarflokkar gerðu með sér um löggjafarstarf og stjórnarframkvæmd- ir síðast liðin 2 ár. Viljum vér einnig lýsa ánægju vorri yfir fram- kværrsd þess samnings, svo langt sem hún nær og eins og hún hefir komið fram í löggjafarstarfi Alþing- is yfirleitt og stefnu ríkisstjórnarinn ar í atvinnumálum. II. KAFLI. En þar sem sá samningur um bráðabirgðaverkefni ríkisstjórnarinn- ar er nú útrunninn, en eftir eru 2 ár af yfirstandandi kjörtímabili, sem 4 ára áætlun Alþýðuflokksins var miðuð við, leggur 13. þingAlþýðu- bands íslands fram eftirfarandi STARSKRÁ, sem það krefst að lögð verði til grundvallar löggjafar- starfi alþingis og stefnu ríkisstjórn- arinnar i atvinnumálum á næstu 2 árum. 1. Öll stjórn atvinnumálanna hafi það markmið, sem tekið er fram í 1. gr. 4 ára áætlunar Alþýðuflokks- ins og í samningum sljórnarflokk- anna: að reisa við atvinnuvegi þjóðarinnar, gera landbúnaðinn arð- berandi og auka atvinnuna í land- inu, þar til atvinnuleysinu er með •öllu útrýmt. Tekið sé jafnl tillittil verkalýðs-, iðnaðar- og handverks- manna bæja og kauptúna og vinnu- stétta sveitanna og þeim veitt hjálp jafnhliða og samtímis, svo að jafn- vægi haldist svo sem unt er, milli atvinnutekna og kaupgetu þessara stétta og sömuleiðis milli bæja og sveita. 2. Peim tilraunum, sem hafnar eru til að byggja upp nýjar atvinnu- greinar og nýjan atvinnurekstur, sé haldið áfram og þær auknar að miklum mun, rannsóknir á mögu- leikum til nýrra fiskveiða og nýjar aðferðir við hagnýtingu aflans séu auknar og styrktar ríflega, nýjum frystihúsum sé komið upp sem víð- ast um landið með opinberum styrk og nýjar verksmiðjur reistar svo víða sem fært þykir 3. Ráðstafanir séu gerðar með lögum til þess að tryggja fyllri notkun þeirra atvinnutækja, skipa og véla, sem til eru í landinu. Út* gerð ríkis og bæjarfélaga sé hrundið í framkvæmd með lögum og útveg- aðir á næstu 2 árum a. m. 3—5 nýtízku togarar með öllum nýtízku tækjum til að vinna úr aflanum og hagnýla hann til fulls. 4. Opinber rannsókn verði látin fara fram nú þegar á fjárreiðum og rekstri stórútgerðarfyrirtækjanna og þau þeirra, sem ekki reynast að eiga fyrir skuldum, en hafa verið rekin fyrir lánsfé á ábyrgð banL anna, tafarlaust tekin til gjaldþrota- meðferðar og sett undir sameigin- lega stjórn, er ríkisstjórnin skipar, en verkalýðssamtökin eiga fulltrúa í, og sé það tryggt, að rekstur þeirra atvinnutækja, sem talist hafa eign slíkra fyrirtækja, naldi áfram án nokkurrar tafar og stöðvunar vegna uppgjörs þeirra og stjórnarbreyting- arinnar. 5. Komi það í ljós við rann- sóknina, að óreiða hafi átt sér stað í stjórn fyrirtækjanna eða refsiverð meðferð á fé, sem þau hafa haft með höndum, þannig t. d., að fé, sem fyrirtækjunum hefir verið lán- að til reksturs þeirra, hafi verið dregið út úr rekstrinum eða eign- um þeirra skotið undan, er forráða- mönnum þeirra var kunnugt um, að þau ættu ekki fyrir skuldum, skulu hinir seku látnir sæta fuilri ábyrgð að lögum og sakamál tafar- laust höfðað gegn þeim. 6. Stofnað sé sérstakt verzlunar- og utanríkismálaráðuneyti, er hafi það verkefni, sem tekið er fram i 3. gr. samninga núverandi stjórnar- flokka: „að undirbúa alla verzlun- arsamninga við erlend ríki, stjórna markaðsleitum, ráðstafa inn- og út- flutningi og hafa að öðru leyti yfir- umsjón með öllu. er viðkemur ut- anríkisverzluninni". Ráðuneytið skal þegar gera öfl- ugar ráðstafanir til þess, að verðlag á lífsnauðsynjum i landinu geti lækkað með þvj að hafa hemil á verzlunargóða stórkaupmanna og heildsala. Ráðuneytið skal ennfrem- ur gera ráðstafanir til þess, að okur á nauðsynjum atvinnuveganna, svo sem olíu, kolum, salti og veiðarfær- um geti ekki áit sér stað, og þær vörur fáist ávalt í landinu fyrir sannvirði. Ráðuneytið skal auka og efla það starf, sem þegar er hafið, til eflingar og hagnýtingar nýrra markaða fyrir íslenzkar afurðir. Skipaðir verði tafarlaust verzlunar- fulltrúar í Mið Evrópn og Ameríku til þess að greiða fyrir viðskiftum við þau lönd. Stjórn saltfisksölu- málanna sé falin mönnum, er ráðuneytið skipar og fari fram und- ir eftirliti þess, en tekið sé tillit til fiskframleiðenda um skipun þeirra mála. 7. Hafið sé skipulagsbundið og víðtækt starf undir forustu og eftir- liti þess opinbera, til þess að koma fram stórfelldri aukningu í iðnaði og landbúnaði með nýtísku aðferð- um og eftir áætlun er ríkisstjórnin leggi fyrir næsta þing (1937) að fengnum tillögum Skipulagsnefndar atvinnumála, sem þegar eru undir- búnar. 8. Iðnaði num séð fyrir fjármagni með stofnun sérstakrar lánítofnun- unar (iðnlánasjóðs, iðribanka), er hafi sama hlutverk með höndum og samsvarandi íánstofnanir fyrir aðra atvinnuvegi. Ríkissjóður leggi fram meirihluta stofnfjár þessarar lánsstofnunar, en stuðlað sé að því, að einkafjármagn, og þá fyrst og fremst það, sem bundið er í verzl- unni, leiti til nýrra iðnfyrírtækja gegnum iðnlánasjóðinn og á annan hátt. Séu hin nýju iðnfyrirtæki yfir- leitt á einkareksturs- og samkeppn- is- eða samvinnugrundvelli, en eft- irlit haft með stofnsetningu þeirra. Þau iðnfyrirtæki, sem eru svo stór, að ekki er rétt að ætlast til að þau séu rekin sem einkafyrirtæki, skulu stofnuð og starfrækt af því opin- bera með sérstökum fjárhag. Eftir- liti sé komið á með verðlagi á inn- lendum iðnvarningi, en tekið með öllu fyrir innflutning á slíkum vör- um. um leið og sýnt er, að fram- leiða má þær í landinu sjálfu. 9. Samskonar og tilsvarandi at- vinnu- og framleiðsluaukningu skal leitast við að koma fram í land- búnaðinum með því að styðja að skipulegri jarðrækt I stórum stíl, byggðri á fullkominni ræktun, korn- rækt og garðrækt, fyrst og fremst í nágrenni bæja og 'kauptúna, enn fremur alifuglarækt og loðdýrarækt, en fjaríægari sveitir sitji fyrir um mjólkur- og kjötframleiðslu. Bændur sem taka vilja upp slíka nýbreytni í búskap, séu studdir til þess með ódýrum lánum til jarðræktar, bygg- inga og búreksturs. Landi sé þeim

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.