Neisti


Neisti - 18.11.1936, Blaðsíða 3

Neisti - 18.11.1936, Blaðsíða 3
NEISTI 3 dthlutað fullunnu og sé undirbún- ingsvinnsla þess framkvæmd af verkamönnum frá nærlggjandi bæj- um. 10. Ýtarleg rannsókn verði látin faia fram að tilhlutun hins opin- bera á hitasvæðum víðsvegar um landið, og þá sérstaklega á mögu- leikum fyrir hitaveitu til Reykja- víkur og Hafnarfjarðar. Sé það leitt í ljós, hvar skilyrði eru bezt til virkjunar í nágrenni þeirra bæja, áætiun gerð um íramkvæmd verks- ins og kostnað og því hrundið í framkvæmd svo fljótt sem auðið er. Um leið og 13. þing Alþýðu- sambands íslands samþykkir ofan- ritaða starfssrká í trausti þess, að fulikomin framkvæmd hennar á næstu tveim árum feli í sér ómet- anlegar hagsbætur fyrir vinnandi stéttir landsins og sé hin styrkasta vörn gegn yfirvofandi hættu af íhaldi og fasisma, skorar það á al!a frjálslynda menn í landinu, í hvaða stétt og flokki sem þeir standa, að sameinast um hana og gera fram- kvæmd hennar að ómótstæðilegri kröfu allra lýðræðis' og frelsisvina í þessu landi, en hafnar eindregið og í eitt skifti fyrir öll öllum „sam- fylkingar"- og samningatilboðum Kornmúnistaflokks íslands, þar sem það álítur, að framgangi þessarar- starfsskrár, sem stefnir að verndun og eflingu lýðræðisins í landinu, geti ekki verið stuðningur að því, heldur óbætanlegur hnekkir, að gerður sé samningur við flokk, sem ekki verður treyst til að vinna á grundvelli lýðræðisins að umbótum á hag íslenzkrar alþýðu, þar sem það er ómótmælanleg staðreynd, að hinn svokallaði Kommúnista- flokkur íslands er ekki sjálfur ráð- andi gerða sinna og stefnu, en er stjórnað af miðstöð í erlendu ein- ræðisríki og fyrir liggja upplýsingar um, að markmið hans sé ekki lýð- ræðislegar umbætur, heldur einræði eins flokks. Alþýðuflokkurinn fullnægir einn fyllilega öllum kröfum sem gera má um sósíalistiskan flokk, sem starfar á lýðræðisgrundvelli, að þjóðfélagsumbótum, og á Kommún- istaflokkur íslands því engan til- verurétt nema fyrir þá, sem aðhyll- cst markmið hans, einræðið. Fyrir því felur 13. þing Alþýðu- sambands íslands sambandsstjórn sinni og þingmönnum Alþýðuflokks- ins forustuna um framkvæmd of- anritaðrar starfsskrár, leggur fyrir þá að hefja þegar að sambands- þingi loknu öflugt starf fyrir fram- gangi hennar, en ef sýnt verður innan þriggja mánaða frá slitum sambandsþings, að hún fáist ekki í öllum aðaiatriðum lögð til grund- vallar löggjafarstarfi og stefnu nú- verandi ríkissjórnar á næstu árum, að slíta samvinnu um ríkisstjórnina °g Ieggja þessa starfsskrá fram sem lágmarkskröfur Alþýðuflokksins fyr- ir kjósendur landsins. 13. þing Alþýðusambans íslands skorar að siðustu á alla meðlimi sambandsins, flokksmenn og alla 13. þing Alþýðusambands ísiands lýsir ánægju sinni yfir framkvæmdum ríkisstjórnarinnar og meirihluta Al- þingis í sjávarútvegsmálum. Ennfremur iýsir þingið ánægju sinni yfir þeim ráðstöfunum, er gerðar hafa verið með stofnun fiskimáianefnd- ar og síldarútvegsnefndar til þess að auka sölumöguleika sjávarafurða með nýrri og breyttri hagnýtingu sjávarailans, svo sem karfavinnslu, herðingu og hraðfrystingu fiskjar, rækjuniðursuðu o. fl. Telur þingið mikið hafa áunnist á skömmum tíma, en þar eð bæði hefir farið saman aflabrestur þorskveiða og aukin sölu- vandræði saltfiskjar, er augljóstað enn þarf mjög að efla alvinnumöguleika verkalýðs og sjómanna með nýjum atvinnurekstri og fjöiþættari en nú gerist og með því að auka og efla þann atvinnurekstur, sem enn lelst hafa líkur til aukningar. Fyrir því skorar þingið áríkisstjórn og Alþingi: I. Að eíla síldarverksmiðjur ríkis- ins svo sem hér segir: a. Með því að kaupa sildarverk- stniðjuna Ægi í Kros3anesi ef hún fæst með viðunandi verði og kjörum, en fáist hún ekki, vetði byggð eða leyft að byggja verksmiðju með sömu sfköstum. alþýðu í landinu að hafa vakandi auga með framgangi þessarar starf- skrár, treysta samtök sfn um land allt og vera viðbúnir hvenær sem er, að ganga til kosninga, og styðja Alþýðusambandið og Alþýðuflokk- inn á hvern þann hátt sem nauð- syn krefur. Starfskráin var samþykt með öll- um greiddum atkvæðum gegn 1 og greiddusamfylkingarmennirnirhenni hiklaust meðatkvæði, Verður og þess að vænta, að allir frjálslyndir menn í landinu sameinist um að koma þessum málum í framkvæmd. b. Með því að láta framkvæma nauðsynlegar umbætur á þeim síldar- verksmiðjum ríkisins, sem fyrir eru, einkum nýju verksmiðjunni á Siglu- firði, og auka afköst Raufarhafnar- verksmiðjunnar um helming. c. Með því að láta gera tilraunir um geymslu síldar í þróm og stækka þrær verksmiðjanna á Siglufirði það mikið, að þær taki 50 — 60 þúsund málum meira en nú er. Viðbót þessi sé komin fyrir næsta veiðitíma, d. Með því að láta bæta löndunar- tæki verksmiðjanna svo að þau verði fljótvirkari og létti jafnframt vinnu sjómanna við löndunina. II. Að reisa eina eða tvær nýjar karfaverksmiðjur á þeim stöðum, sem líklegastir þykja, þannig að sameina megi hvorttveggja, karfs- og síldár- vinnslu, með góðum árangri. III. Að efla rækjuveiðar og rækju- iðnað, reykingu og niðursuðu síidar og annan niðursuðuiðnað eftir því sem framast er unt. VI. Að veita aukinn styrk til hrað- frystihúsa ®g í því sambandi láta fara fram athugun á, að hve miklu leyti mætti nota þau írystihús, sem þegar eru fyrir í landinu og rikið hefir veitt styrk tíl að reisa. Tillögur um sjáfarútvegsmdl samþykktar á Alþýðusambandsþmginu.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.