Neisti


Neisti - 10.12.1936, Blaðsíða 1

Neisti - 10.12.1936, Blaðsíða 1
Útgcfandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, fimmtudaginn 10. des. 1936 42. tbl. „ Búnaðarfélagsfundurinn 66 Pó ýmsum muni það ef til vill ókunnugt þá starfar hér á Siglufirði félagsskapur,' sem ber nafnið „Bún- aðarfélag Siglufjarðar". Starfar það §vo sem nafnið bendir til að aukn- um landbúnaði og hagsmunamál- um(!) bændastéttarinnar. Bœnda- flokksmaðurinn Árni Ásbjarnanon i samfylkingu við helstu forystu- menn Sjálfstæðisflokksins hér i bænum gekkst fyrir því að fundur yrði haldinn í félaginu til þess að ræða nýju jarðræktarlögin, Varaug- Iýsing fundarins og undirbúningur með slíkum fádæmum að slíks munu varla dæmt nema þár sem einræði og fasismi ríkir. T. d. var fundur- inn afar ílla auglýstur, sumir bænd- ur, og þá séritaklega þeir sem að- allega lifa af landbúnaði (Héðins- firðingar og Dalamenn) ekkert látn- ir vita um fundinn. Aftur á móti sendi lyfsalinn bát sinn út á Siglu- nes 3 dögum fyrir fundinn með Jón Jóhannesson er sendur var þangað til þesi að rangfæra nýju jarðræktarlögin við Neimenn. — Mega Siglnesingar vera hreyknir af að fá slíkan sendiboða, þó að hinsvegar megi segja að hæft hafi málstaðnum. Pegar Jón svo var búinn að sannfæra Siglnesinga lét lyfsalinn bát sinn sækja þá sem sannkristnir voru og lætur sennilega flytja þá heim í dag. Meðal þeirra sem inn gengu á fundinum voru 4 stórbændur. sem hingað til hafa staðið utan við félagsskapinn en himvegar eru alþekktir fyrir relvilja sinn til smábænda og verkamanna, Hefir að minnsta kosti einn þeirra á undanförnum árum sýnt velvilja linn til verkafólksins í óverjandi drætti á kaupgreiðslu. Pessir stór- bændur voru: Ásgeir Bjarnason, síldarkaupm. Aage Schiöth, lyfiali Hafliði Halldórwon, verzlunarstj. Guðmundur Jóakimsion, tré- ¦míðameistari. Á fundinum bar bæjarfógeti Guðmundur Hannesson fram til- lögu um það að fresta atkvæða- greiðslunni, þar sem fundurinn hefði verið ílla au^lýstur, svo sem að framan er getið, en það máttu ekki Iýðræðishetjurnar, Schiöth & Co. heyra nefnt. enda hefði það verið á móti þeirra lýðræði að láta bændurna í Dölum og Héðinsfirði greiða atkvæði um þau mál sem þá varða. Var tillaga bæjarfógeta felld með 17:14. Margir af hinum frjálilyndari fundarmönnum fóru af fundi áöur en atkvæðagreiðsla fór fram og var tillaga þeirra Schiöth & Co. samþykkt með 19 atkv. gegn 9. Pó að mál þetta sé aðsumuleyti hlægilegt þegar litið er á það offors og kapp sem Sjálfitæðismennirnir leggja á að fá þessar tillögur aínar samþykktar, og «em að gengur svo langt að þeir svífait þesi ekki að brjóta gildandi lýðrœðisvenjur og fundarboðsfyrirvara, þá erþóönnur hlið máliins næsta alvarleg. Hún er sú að nokkrir ofstopafullir póli- tískir menn, sem aldrei hafa nálægt landbúnaði komið, sem engar skepn- ur eiga og ekkert eiga undir því komið hvort landbúnaður gengur vel eða Illa, að þessir menn skuli flykkjast inn I félagsskap bænda og greiða þar atkvæði um þau málefni, sem þeir ekkert skyn bera á, og engra hagsmuna eiga að gæta. Gagn- vart allkum mönnum þarf alþýða þessa bæjar og þeisa lands að vera vel á verði. Pessir menn hafa sýnt það að þeir avifast einkis en læðast með úlfshug undir sauðargæru til eyðileggingar þeim málum sem hinni vinnandi alþýðu til sveitarog sjáfar má að gagni verða. 8. dei. '36 X. ATHS. Eftir að grein þessi var skrifuð, hafa þeir komið í bæinn bændurn- ir Sigurður frá Dalabæ og Meyvant frá Máná og höfðu þeir fengið boð í gær um að fundurinn yrði kl. 1 í dag (þriðjudag). Hafa þeir því af forráðamönnum fundarins beinlínis verið „plataðir" til þeisaðkoma ekki á fundinn. Sjúkratrygg- i n g a r n a r. Eins og öllum er kunnugt, þá voru á slðasta alþingi sett lög um alþýðutryggingar, lög þessi gengu í gildi 1. apríl þ. á. og eru það að- allega Sjúkratryggingarnar sem eg vil fara um nokkrum orðum. Nú hafa sjúkratryggingarnar itarf- að hjá okkur í október og novem- ber. Greiðsluskyldir menn í Siglu- fjarðarumdæmi munu vera því sem næst 1650 þar af eru aðeins 7 sem ekki njóta hlunninda laganna þar sem tekjur þeirra eru hærri 'en lög- in ákveða (4500skattfrjálst). Af þessu J650 körlum og konum hafa nú

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.