Neisti


Neisti - 31.12.1936, Page 1

Neisti - 31.12.1936, Page 1
Útgefandi: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar. IV. árg. Siglufirði, fimmtudaginn 31. des. 1936 44. tbl. Hvað meinar Alþýðuflokkurinn ? I „Brautinni" blaði kommanna hér á Siglufirði birtist 20. þ.m. grein með þessari yfirskrift. Greir. þessi er fullkomlega þess virði, að hún sé tekin dálítið til at- hugunar, því hún lýsir mætavel hvað á bak við öll hin einlægu!! „samfylkingartilboð" þessara pilta býr. Pað er sjálfsagt öllum í fersku minnihvernigbardagaaðferðirkomm- únista voru gagnvart Alþýðuflokkn- um fram til síðasta vors. Málgagn þeirra, Verklýðsblaðið sáluga, var yfirfullt af skömmum á Alþýðuflokkinn og Alþýðusamband- ið og þá sérstaklega á þá menn sem til þess voru kjörnir af fólkinu, að hafa forystuna. Peir voru stimpl- aðir sem verklýðssvikarar, socíal- fasistar, verklýðsböðlar og fleiri því- líkum r.öfnum sem of langt yrði upp að telja, Nákvæmlega var sama hvaða samþykktir voru gerðar af þeim flokkum sem með stjörn landsins hafa farið nú síðastliðin tvö ár, hvort sem þær voru gerðar i atvinnu- málum eða öðru; allt var fordæmt af kommúnistum. Pað var eðlilegt og sjálfsagt að ádeilurkæmu á flokk- ana fyrir framkvæmdar umbætur ‘tí atvinnumálum sem til atvinnuaukn- ingar var fyrir verkaíólkið, frá blöð- um afturhalds og fasista, en það var lítt skiljanlegt að slíkt skyldi koma frá kommúnistum, þeim rnörin- um sem telja sigtil verkalýðsf lokks. í umræddri grein segir: Við höfum verið sakaðir um að vera i beintii samvinnu við ihald og fasisma.* Hvað væri eðlilegra en svoleiðis ásökun kæmi? Allar árásir á þá vínstri flokka sem ; með stjórn landsins fara, eru ekki til hagsbóta fyrir vinnandi stéttirnar, — heldur eru þær öl á könnu íhaldsins, og er því hægt með fullum sanni að segja, að árásir kommúnista á Alþýðuflokkinn eru beinn stuðning- ur við íhaldsöflin í landinu. Geta kommúnistar neitað að hafa stutt íhaldið beint og óbeint? Nokkur dæmi af mörgum ættu að nægja til þess að sanna að þeir hafa gnrst skósveinar ihaldsins, vit- andi og óvitandi: 1. Árið 1933, 16. júlí, fórufram kosningar til Alþingis. Hafnarfjörð- ur var þá séistakt kjördæmi og var Kjartan Ólafsson í kjöri af hálfu Alþýðuflokksins en Bjarni Snæ- björnsson læknir af hálfu íhaldsins. Kommúnistar stilltu upp Birni Bjarnasyni á móti Alþýðuflokknum, Urslit kosninganna urðu þau að Kjartan fékk 769 atkv. Bjarni 791 og kommúnistin Björn 33 atkv. Ef kommúnistar hefðu ekki stilt upp, en í þess stað kosið með Alþýðuflokkn- um, hefði frambjóðandi verkalýðs- ins í Hafnarfirði fengið 802 atkv. og unnið þingsætið. Fyrir óbeinan Allar leturbreytingar mínar. stuðning kommúnista jékk ihaldið kjördœmið i fað skifti. II. Við kosningarnar í Reykja- vík sama ár og sama dagkomfyrir hliðstætt atvik. Kjósa átti fjóra þingmenn fyrir Reykjavík. Listi íhaldsins fékk 5693 atkv., listi Alþýðuflokkksins 3244, og listi kommúnista fékk 737 atkv. Vissir tim kosningu voru tveir efstu mennirnir á lista íhaldsins: Magnús Jónsson og Jakob Möller, og efsti maðurinn á lista Alþýðu- flokksins, Héðinn Valdimarsson. Spurningin var um það hvor ætti að verða fjórði þingmaður Reykja- víkur, þriðji maðurinn á lista íhalds- ins, Pétur Halldórsson núverandi borgarstjóri, eða annar mrðurinn á lista Alþýðuflokksins Sigurjón Á. Ólafsson, formaður Sjómannafélags- ins. Urslitin urðu þau að Péiur fékk 1864113 atkvæði og þingsætið, en Sigurjón 1622atkvæði Eíkomm- únistar hefðu ekki stillt upp klotn- ingslista sínum, heldur greitt Alþýðu- flokknum atkvæði, hefði listi Al- þýðuflokksins fengið 3981 atkvæði og Sigurjdn sem annar trtáður á listanum helmingin af því, eða 1890| atkvæði — og þar með fjórða þingsætið í Reykjavík. Með uppstiHingu sinni hjálpuðu kommúnistar I- haldinu um eitt þingsæti í Reykjavík og komuraun- verulega hinum argvítuga afturhaldssegg, Pétri Hall- dórssyni núverandi borgar- stjóra, inn á þing. Að margra áliti dálaglegur stuðningur við íhaldið. III. P. 20. janúar 1934 fóru fram bæjarstjórnarkosningar á ísafirði og

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.