Neisti


Neisti - 31.12.1936, Blaðsíða 2

Neisti - 31.12.1936, Blaðsíða 2
NEISTI voru þrír listar t kjöri.: einn frá Alþýöuflokknum, einn frá í- haldinu og einn frá kommúnistum. Alþýðuflokkurinn fékk fjóra fulltrúa kosna, íhaldsflokkurinn fjóra og kommúnistar einn, Eggert Þorbjarn- arson. Nú voru góð ráð dýr: allt' valt á atkvæði Eggerts í bæjar- stjórninni. Á fyrsta fundi hennar tók liann það viturlega ráð að stilla Gunnari Benediktssyni Saur- bæjarklerk sællar minningar upp við bæjarstjórakosninguna sem full- trúa kommúnistaflokksins, ^annig að bæjarstjóraefni Alþýðuflokksins, Jens Hólmgeirsson, og íhaldsflokks- ins, Jóri Auðunn Jónsson, fengu jöfn atkvæði, eða fjögur hvor. Það varð því að varpa hlutkesti. og það fór þannig, að Jón Auðunn varð bæjarstjóri. Við allar nefndarkosn- ingarnar sat Eggert Þorbjarnarson hjá, þannig að hlutkesti, þ. e. a. s. tilviljunin varð einnig að gera út um það hvort Alþýðufiokkurinn eða íhaldsflokkurinn fengi meirihluta í þeim. íhaldið fékk meirihluta i þeim flestum. í flokksblaði sínu „Vesturlandi" taldi íhaldið sig hafa völdin á ísa- firði, þrátt fyrir það að þeir áttu ekki nema 4 fulltrúa kjörna, eða jafnmarga og Alþýðuflokkurinn. Völdin gátu þeir ekki talið sér, nema telja kommúnistan sem sinn stuðnings eða bandamann, en það var óhætt, óbeint studdi Eggert íhaldið. Verkamenn voru ekki ánægðir með bæjarstjórnina, hún var óstarf- hæf, og var þessvegna kosið aftur 1935, og fól þá verkalýðurinn ekki kommúnistum umboð aftur. Alþýðuflokkurinn fékk glæsilegan meirihluta. ísfirðingar voru búnir að fá reynzluna af þjónslundkomm- únista við íhaldið og voru ekkert hrifnir. IV. Árið 1934, 24. júlí, fóru aftur f'ram alþingiskosningar hér á lanid. Kommúnistar stiltu aftur upp klofningslista í Reykjavík. Þaðvar i fyrsta sinn kosið um sexþingmenn fyrir kjördæmið, Listi íhaldsfiokks- ins fékk 7525 atkvæði, listi Alþýðu- flokksins 5039 og listi kommúnista 1014. Vissir um kosningu voru þrír efstu mennirnir á lista íhalds- ins, Magnús Jónsson, Jakob Möll- er og Pétur Halldórsson, og tveir efslu mennirnir á lista Alþýðuflokks- ins, Héðinn Valdimarsson og Sig- urjón Á. Ólafsson. Óvíst var hvor myndi verða sjötti þingmaður Vegna vörukönniinar og breytinga sem gerðar verða við verzlun mína nú um áramötin, verður sölubúðum mínum lokað frá 31. des. 1936 til 4. jan, 1937. Pétur Björnsson, 1 Hefi fyrirliggjandi Hárvötn og Ilmvötn B og hina ágætu BÖKUNARDROPA frá Á. V. R., Reykjavík. Bjarni Kjarlansson. Reykjavíkur: fjórði maðurinn á lista íhaldsins, Sigurður Kristjánsson „mosaskeggur",skrifstofustjóriíhalds- flokksins, eða þriðji maðurinn álista Alþýðuflokksins, Slefán Jóh. Stefáns- son. ritari Alþýðusambandsíslands. Úrslitin urðu þau, að Sigurður fékk 1881i atkvæði ogþingsætið; Stefán Jóhann fékk Í6792[3 atkvæði. Ef kommúnistar hefðu ekki stilt upp klofningslista sínum, heldur greitt Alþýðuflokknum atkvæði, hefðiliíti Alþýðuflokksins fengið 6053 atkvæði, oí Stefán Jóhann sem þriðji maður á honum 20172J3 atkvæðis og þar með þingsætið í staðinn fyrirSigurð. í þetta skifti komu kommúnistar inn á þiifgið auðsveipasta og um leið ófyrirleitnasta þjóni Kveldúlfs- klíkunnar, með því að stilla upp á móti Alþýðuflokknum. (Framhald). Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JÓN SIGURÐSSON. Verkalýðsmál Aðalfundur Sjóm.fél. „Víkingur" var haldinn s. 1. sunnudag. I stjórn voru kosnir: Form. Jön Jóhannsson, varaform. Jóhannes Reykjalín, ritari Jón Stefánsson, gjaldkeri Jón Sigurðsson, varagjaldkeri Asgrímur Sigurðsson. I kauptaxtanefnd voru kosnir auk formanns sem er sjálfkjörinn: Gunnlaugur Einarsson, Indriði Friðbjörnsson, Guðni Arnason, Halldór Porleifsson. Jafnaðarmannafélagið sýndi s.l. sunnudag í Bíó, noisku myndirnar „Eining er afl" og „Við byggjum landið". Húsið var alveg fullt og urðu

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.