Bílddælingur - 20.08.1950, Blaðsíða 2

Bílddælingur - 20.08.1950, Blaðsíða 2
Ingivaldur Nikulásson: Ö R B I R G Ð. Ö, þú Örbirgð, hin illa norn! Ein ert þú móðir allra lasta. Illvirkjum flestum og örgum bjófum bú hefur kennt £ þínum skóla. Vesöld, volæði, og Vítis ógnir allar vakna við ásýnd þína. Állt ömurlegt augum mætir- á þínum xsköldu eyðimörkum.- Lít eg í anda í lágu koti barnamann bjargarlausan, hungrúð börn,. helsjúka móður af basli, bágindum, böli og hörmum. Heyrir hann börn eftir brauði gráta, ægir honum kvalaóp konu sinnar. Fæst ei læknir sem lina vilji eymdir hennar fyrir ekki neitt. Brýzt sem örvita hinn bjargarlausi inn, þar sem einhver auðkýfingur geymir rangfengið gull og silfur, - og stelur þar sárfáixm silfurdölum. Sé ég síðar hinn sama mann örendan hanga á háum gálga, en grátin börn ganga þaðan að móður líki £ myrlcu hreysi. 46 Bílddælingur - ág. 1950 Sé ég fáklædda förukonu einmana á ferð í óbyggðum. Fagrar eru rósir á rjóðurn vön^um, hrynur gullhar xun herðar niður. Heima á ríkum rausnargar ði . - hefur hún við bóndason. bundið ástir, en faðir hans fólsku trylldur barði hana og á húsgang rak. Styðst hún að steini og starir frarn. Langt er byggð að baki horfin. Þrotnir eru kraftar, hún krýpur niður og elur barn, en enginn hjúkrar. ■Hvar láser hæli hin hælislausa finna með nöktum nýklakningi? - Vaknar enginn vonarneisti. Hinn veika lífsþráð hún lætur slokkna. Andvarpar þungt hin yfir^efna: "Lát mig,éi,guð,þeirrar gjalda syndar! Veit ég þú breiðir mót börnum faðm, og ástæður mínar einn þú sérð." Sé ég síðar hina sömu konu lagða á harðan höggstokk niður, og höfuð hárfagurt eftir hörðum lögum með böðulsexi frá bolnum klippt. Sé ég dýsjað hið dauða lík á beru holti sem hundur væri. PZroppar hrafn hvössu nefi höfuð afmyndað á hárri stöng. Heyri é^ einnig harða doma þeirra, er aldrei Orbirgð þeklctu, og fyrirlitning fyrirmanna er máski sekari sjálfir voru. Sé ég á ströndu eftir stórbrims-nóttu lemstruð lík á land rekin; þeim hefur Órbirgð frá ástvinum söickt í mar af manndrápsfleytu. Heyri ég kveinstafi kvenna og barna er athvarfslaus eftir þreyja. Sé ég þau öll á uppboðsþingi löglega seld lægstbj óðendum. Sé ég hamast ■í hörðum böndum vitfirringa með voða £ augum; þann hefur Örbirgð, hinn illi fjandi, mjöð meinblandinn mörgum gefið. Miklu hefðu orkað hinir mörgu kraftar er út hafa dáið í allsleysi; mörg hefur elskenda ástrílc hjörtu Örbirgð sár sundur slitið. Ö, þú Örbirgð sem öllu spillir, mectur meinvættur fyrir mold ofan! ó, að þú upprætt raeð öllu værir! Þá mundi heimur hýr og fagur.

x

Bílddælingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bílddælingur
https://timarit.is/publication/850

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.