Bílddælingur - 20.08.1950, Blaðsíða 4

Bílddælingur - 20.08.1950, Blaðsíða 4
BiSJARFRETTIR - frh. 7.4-8______________Bílddælingur - ág. 1950- . ÍÞRÖTTAMÖT Ungmenna- og íþróttasamb. V-Barðastr .sýslu var^haldi𠦦. að Sveinseyri í Tálknaf. dagana 12. og 13• þ.m. 4 'fél. tóku þátt í mótihu og vann íþróttafél. Bílddælinga með 55 stigum, íþróttaf. Drengur, Tálknaf. hlaut 54 stig, íþróttafél. Hörður, Patreksf. 39 og U^M.F. Barðstrendinga 14 stig. Stigahæztur einst. varð Páll Á- gústsson (Í.B.). Varð hann fyrstur í 100 m hlaupi á 12,3 sek.^lang- stö'kki' 5,70 m, kringlukasti 31,90 m og þEÍstökki 12,17. m. Þá átti l.B. l.'mann í hástökki, Baldur Ásgeirsson, er stökk l,64,m og í 800 m hlaupi sama mann 2,18 mín, og í 80 m hlaupi kvenna varð G-uð- rún Gísladóttir fyrst' á 12,0 sek. Loks vann Í.B. 4x100 m boðhlaup. "Drengur" fékk 1. mann'í kúluvarpi karla og kvenna, langstökki og hástökki kvenna, 100 m sundi karla og 60 msundi kvenna* "Hörður" fékk- 1. mann í spjótkasti og sigraði í handknattleik karla og kvenna. Alls voru keppendur 58. Sigþór Lárusson íþr.kehnari úr Rvík stjórn- aði'mótinu, sem var fjölsótt o^ for hið bezta fram. Vegna rúmleysis er ekki unnt að skýra nánar fra mótinu.;: ¦ v:,. KVIKMYND óskars Gíslasonar "Síðasti bærinn í, dalnum" ,• var sýnd hér við ágæta aðsókn 21. og 22. júlí s.l. Leikflokkurinn "6 í bíl" sýndi he'r 24. j.úlí sjónleikinri "Brúin til mánans", við ágæta dóma. í JlÍLÍ.voru gefin saman í hjónaband af sr. Jóni TCr. ísfeld, þau fr. Filippía Bjarnadóttir í.Trostansfirði og G-estur Gíslasonn frá Uppsölum'í Selárdal. Nýlega voru gefin 'saman hjá borgardómara í Rvík fr. Helga Kagnúsdóttir, Sogaveg,162 Rvík o'g Hjálmtýr A. Hrómundsson, Bíldudal.:'— í Júlí opi.nberúðu trúlofun sína fr. Sofffa Sveinbjarnar- dóttir (Egilssonar).. og Baldur Isgeirsson (Jónassonar), Litlu-eyri. ATVINNA hefur brugðizt með öllu í júlí og það sem af er ágúst, var einnig rýr í jiíní. Er fyrr í fréttunum skýrt frá atvinnuleysisskrán- ingu er fr.am fór í býrgun þessa mán. og niðurstöðum hennar. Vinna hefur að mestu legi-ð niðri- í Niðursuðuverksmiðjunni, þar til nú á dögunum, að vinna 'var .hafin þar, er mun standa Bokkurn tíma. Þá hef- ur vinna legið niðri að m^stu í Frystihúsinu frá^því í. júnilok, en vegavinna.var nokkur yfir jú.límánuð viö viðhald á vegum hér í hreppi en hl-ehefur orðið frá mánaðamötum. Er von um að. vinna hefjizt aftur . bráðlega Við lagningu. Noldcrir menn hafa haft vinnu í' veginum.. ^Þegar 'steinbítsveiði fór að fregast síöari hl. júní, fóru sumir bátarnir á „skak um tíma, en voru oheppnir með veður, en hinir bát- arnir lb'gðu afla sínn að mestu upp annarsstaöar. Var ástæðan m.a. sú, að Frystihúsið-gat ekki greitt bátunum aflann eins og búizt hafði verið við og lofað, en til þess lágu ýmsar ástæður: Övenju- lítil rekstrarlán út á fiskafurðir frystihúsa yfirleitt, iniðað við fiskverðið, treg afsetning og greiðsla fyrir afurðir, sem út voru fluttar, óvenjuslæm nýting á steinbítnum í júní, o.fl., en hagur hússins afarbágborinn undir. í júlí þótti svo óvænlega horfa með reksturinn, að föstum starfsmönnura hússins var sagt upp frá 1. nóv. n.k., og í ágústbyrjum varð loks úr, að sendir voru af hreppsnefnd- ar hálfu 2 menn til Rvílcur, oddvitinn Sæm. G-. Ölafsson og Jón J. llaron, til að freista þess, að greiða úr reksturserviðleikunum, a. m.k. til bráðabirgða. Fóru þeir héðan þ. 7. þ.m. og eru ókomnir aft- ur, er þetta er ritað (18/8), og óvíst um erindislok. Þá er og óvíst, hvenær hafin verður endurbygging hafskipabryggj- unnar, en vonir munu standa til að unnt verði að koma landganginum upp á þessu ári. + + + + + + + ++++ + +++ + + + + + + + + + + +++ + + + + + + + +++ + + ++ + + + + + + + + ++ + + + + + + + + -!- + + + + +

x

Bílddælingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bílddælingur
https://timarit.is/publication/850

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.