Neisti


Neisti - 17.01.1941, Blaðsíða 1

Neisti - 17.01.1941, Blaðsíða 1
Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Siglufjarðar. 9. árg. 1 Siglufirði, föstudaginn 17. jan. 1941. 1 1. tbl. r Aramóí. Það er venja á slíkum tímamót- um sem þessum. að staldra ögn við og líta til baka og athuga það sem gerst hefir á hinu liðna ári. Þar sem þetta er fyrsta blað »Neista« sem út kemur á árinu 1941, þykir einnig hlýða að drepa á helztu atriði hins liðna árs, en vitanlega verður þar aðeins stiklað á stærstu atriðum. Árið 1940 hefir óefað ritað ártal sitt með blóðugum stöfum á spjöld sögunnar. Á þessu ári lauk fyrsta ári hins ægiíega blóðbaðs, sem nú geysar í álfunni og sem raunveru- lega hófst með vináttusamningi Stalins og Hitlers 16. ágúst 1939. Var vinátta þeirra þar með inn- sigluð blóði, eins og Stalin komst að orði í nýjárskveðju til Ribben- trops. Á þessU ári hefir fjöldi smá- þjóða mist frelsi sitt og sjálfstæði og verið marðar undir hæl einræð- isins, samkvæmt .^eirri kenningu einræðisherranna, að engin smá- þjóð hefði sjálfstæðan tilverurétt. Hitler hefir lagt undir sig eftirfar- andi lönd og svift þjóðir þær er þar búa frelsi sínu og sjálsforræði. Holland, Belgíu, Luxemberg, Dan- mörku, Noreg og hluta af Frakk- landi. En í hinum hluta Frakklands, þessu gamla vigi lýðræðis og frelsis, hefir einræði og fasismi náð yfirhöndinni. Stalin hefir lagt undir sig Eystrasaltslöndin þrjú, Estland, Lettland og Lithauen, auk þess sem hann fékk hlutaaf Finn- landi eftir hið grimmúðugu árásar- stríð á hina hraustu frændþjóð vora. Aðferðin, sem notuð var við Eystrasaltslöndin, var aftur á móti sú, að þröngva þeim til samn- ínga og fá helztu hernaðarlegar bækistöðvar þeirra fyrir aðsetur j$ rússneska hersins. Var síðah látin f" fram fara atkvæðagreiðsla undir brugðnum byssustingjum og opn- um fallbyssukjöftum rússneska hersins, meðal íbúa landanna. ís- lenzka sagan þekkir eina svipaða atkvæðagreiðslu, hún fór fram í Kópavogi. Það verður því eigi annað sagt, en að dimmt hafi verið yfir hinu liðna ári fyrir þeim, sem unna frelsi og lýðræði. Þó ber eigi að örvænta. Þeim öflum, sem stefna að því takmarki að gera þjóðirnar frjálsar að nýju á grundvelli lyð- ræðis og réttlætis, vex stöðugt ás- megin. í sögu lands vors mun þessa árs verða minnst sérstaklega vegna þess atburðar er gerðist 10. maí 1940, er land vort var hernumið, og hér sett á land setulið, svo fjöl- mennt, að nærri mun láta, að jafn- margt sé og landsmenn allir. Þó að vitanlegd skapist margskonar vandkvæði, sem samhug allra landsmanna þarf til þess að leysa, í sambúðinni við hið fjölmenna setulið, ber þó eigi að örvænta af þeim sökum. Má það einnig vera oss gleðiefni, að þjóðin, sem her- nam oss, Bretar, lýstu því yfir þegar við hernámið, að þeir mundu fara héðan að ófriðnum loknum. Hafa þær yfirlýsingar verið endur- nýjaðar síðan og engin ástæða til annars en að ætla að þær verði fyllilega haldnar. Á þessu ári var haldið 16. þing Alþýðusambands íslands og var þar gengið frá skipulagi á Al- þýðusambandinu, sem gerir það hreint samband verkalýðsfélaga, algerlega óháð pólitískum flokkum. Afkoma almennings í landinu mun yfirleitt hafa verið allsæmileg. Að vísu lagðist þungi dýrtíðarinnar mjög á verkamenn í landi og aðra launþega, með því að þessir aðilar fengu ekki nema að hluta bætta dýrtíðina, en það loforð, sem gefið hafði verið á Alþingi um að halda niðri verðlagi inn- lendra afurða, var rofið. En með viturlegum ráðum, sem bent hefir verið á af Alþýðuflokknum, hefði algerlega mátt halda dýrtíðinni í skefjum. Framleiðendur allir, bæði. í sveit og við sjó, hafa fengið slíkar tekjur, að einsdæmi mun vera. Ofan á þetta bætist skatt- frelsi togaranna, sem enginn nema harðsvíruðustu íhaldsmenn verja. Sjómenn og hlutarmenn^hafa yfir- leitt haft sæmilega atvinnu. Hér á Siglufirði leit mjög illa út í byrjun atvinnutímans. Allt var i óvissu með rekstur verksmiðjanna og síldarsöltun. Fyrir atbeinaríkis- stjórnarinnar hófst bræðsla í ríkis- verksmiðjunum, með því að rikis- sjóður ábyrgðist halla, sem af því kynni að verða að kaupa hrásíld- ina fyrir 12 krónur málið. Er allt útlit fyrir. að ekki þurfi ríkissjóður þó að bera neinar byrðar vegna þessa. Um söltun síldar var allt í óvissu langt fram eftir sumri, annað en það, sem unnt var að verka fyrir Ameríkumarkað. Fyrir tilmæli sildarsaltenda og Síldarút- vegsnefndar ábyrgðist ríkissjóður að síðustu söltun allt að 75 þús. tn. síldar með 42 kr. á tunnu, eða ríflega 3 miljónir kr„ svo þessi atvinnuvegur eigi stöðvaðist með öllu. Sem betur fer hefir nu tekist að selja framleiðsluna nú næstu daga. Hefir síldarsöltun þessi veitt alldrjúga atvinnu við ápökkun o. fl. og þá eigi síður hitt, að farið hefir fram hér í allstórum stíl flökun síldar á Ameríkumark- að. Þessi atvinna mundi þó hafa reynst allrír, ef eigi hefði verið

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.