Neisti


Neisti - 02.03.1941, Blaðsíða 1

Neisti - 02.03.1941, Blaðsíða 1
Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Siglufjarðar. 9. árg. j Siglufirði, sunnudaginn 2. rnarz 1941. I 2. tbl. Landsmót skíðamanna 1941. Landsmót skíðamanna hefir verið ákveðið að halda dagana 14.—17. marz, að Kolvíðarhóli og verður Thule-mótið fræga sameinað lands- mótinu og verður keppt samtímis um Thulebikarinn i göngu og Litla Skíðafélagsbikarinn í svigi. Héðan af Siglufirði munu verða sendir tveir flokkar að vanda, til keppni um Thule-bikarinn, sem 4 sinnum hefir verið keppt um áður í Reykjavík og hafa siglfirzku skíðafélögin unnið hann í sín tvö skiptin hvort. Sá flokkur, eða það félag, sem vinnur Thule-bikarinn 3 mót í röð, eða þrisvar sinnum alls, hlýtur hann til fullrar eignar og umsjár. Hafa því bæði siglfirzku félögin, Skíðafélagið Siglfirðingur og Skíða- félag Siglufjarðar, góðar vonir um að vinna bikarinn að þessu sinni — og þar með tilfullrar eignar. Thulemótið hefur verið mjög kostnaðarsamur liður áreikningum félaganna, þar sem afar etfitt er og vitanlega kostnaðarsamt að ferðast með flokk keppenda og kosta för þeirra um hálfs mánaðar tíma í skiðaskálunum fyrir sunnan og hvað þá heldur þegar um tvo flokka er að ræða frá einum stað — eins og skíðabænum Siglufirði. Undanfarin ár og öll þau ár, sem keppt hefir verið á skíðum á Landsmótum og Thulemótum, hafa skíðafélögin siglfirzku barist um tignina, sem bezta skíðafélag lands- ins og ávallt hefir munað svo litlu að varla hefir mátt á milli sjá. í skíðastökki hefur það komið fyrir.oftar en efnU sinni, að Sigl- firðingar hafa átt 100 prc. þátttak- endur, nerna hvað síðustu ár, að Ólafsfirðingar hafa bætzt . við í hópinn, sem. keppendur í skíða- stökki. í svigi s.I. vetur unnu Siglfirð- ingar einnig svigbikar Litla skíða- félagsins í fyrsta sinn, en það var í annað sinn, sem keppt var um hann. (K. R. sveitin vann hann 1939). Hættulegustu keppinautar Sigl- firðinganna um Thule-bikarinn í ár verða eflaust ísfirðingarnir, sem fengu ágætistíma á 4 manna sveit sína á landsmótinu á Akureyri í fyrra. — Þeir eru snjallir göngu- menn og er óhætt að fullyrða, að hörð keppni verður á milli þessara þriggja félaga. Þessi einmunatíð, sem haldist hefur framan af í vetur, hefur orðið þess valdandi, að skíðamenn eru ekki eins vel æfðir og undanfarna vetur. Hinsvegar munu fæstir þeirra harma slíkt tíðarfar, því flestir þeirra hafa einmitt haft næga atvinnu allt fram á þennan dag, einungis vegna hinnar mildu vetrarveðráttu, og er það sjaldgæft að Siglfirðingar hafi atvinnu yfir þennan tíma. En »fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott«, því einmitt vegna hins hörmulega ástands, sem nú ríkir í heiminum, hafa margir , hverjir íslendingar fengið sæmileg- an pening, sér og sínum til fram- dráttar, en hversu lengi það varir eða hversu blessunarríkur sá feng- ur reynist, verða komandi tímar að ráða fram úr. Nú er snjór yfir öllu, þó með minnsía móti sé, og eru tilvonandi þátttakendur í Thule- og lands- mótinu á sífelldum verði um leikni sína og hæfileika. Á hverjum morgni sér maður þessa góðkunnu skíðamenn og eins hina, sem lítið eru þekktir ennþá, á brunandi ferð fram á fjörð, sterkir og liprir, hver hreyfing þeirra ber vott ujn eld- legan áhuga íþróttamannsins, sem hefir unnið sigur og vill gjarnan se'.ja tign sína eins dýru verði og hægt er á mælikvarða snillinganna. Enginn getur hlotið tign þeirra af tilviljun einni, sá sem ætlar sér að keppa við skíðasnillinginn verð- ur fyrst að berjast — berjast við sína innri óvini, berjast við letiog ómennsku, hrista af sér þeim slæð- um drunga og sérhlífni, sem skap- ast við borð dáðlausra spjátrunga. Þá fyrst er hann hefur bergt af þeim lífsins bikar, sem hin frjálsa og óháða náttúra hefir réit að honum og drukkið þann bikar til botns. Þá fyrst virðir tilveran hann svo mikils að viðurkenna hann sem fullgildan þátttakanda í móti þar sem keppt er um ó- dauðlegan, orðstir, ekki glingur né annað fánýtt feigðarrusl, — fest upp á bönd eða prjóna glitrandi í barmi sigurvegarans, heldur orðstír, semerhöggvinníbautastein tímans, þar sem geislar endurminninganna ljóma upp hverja sál. Nöfn þeirra, sem þegar hefir verið ákveðið að senda á Thule- og landsmót, fara hér á eftir:

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.