Neisti


Neisti - 20.03.1941, Blaðsíða 2

Neisti - 20.03.1941, Blaðsíða 2
NEISTI utan um Alþýðusamband íslands, sem verður til þess að skapa hina varanlegu og þjóðlegu einingu innan stéttarinnar, þar sem allar ákvarðanir og kröfur eru rannsak* aðar af hyggnum og framsýnum mönnum, en ekki hrofað upp og slett fram í meiningarleysi, af sterti- mennsku einni og galgopahætti. Eitthvert það stærsta og lang þýðingarmesta mál, sem rætt hefur verið innan bæjarstjórnarinnar og sem náði loks fram að ganga, var frystihúsmálið. Allir bæjarbúar fylltust einskærum og óskiptum fögnuði yfir því, að loksins var að bóla á fyrirtæki, sem mundi skapa atvinnu yfir veturinn (dauða tímann). Fjöldi verkamanna tók þannig undir málið, að þeir skrifuðu sig fyrir hluti í hinu fyrirhugaða ís- húsi. Flestir þó með þeim hætti, að þeir fengju að greiða sinn hlut með fiski þegar frystihúsið tæki til starfa. Bærinn er allstór hlut- hafi en hefur þó ekki meirihluta í félaginu. Tímarnir liðu og stofnfundur var haldinn og félagið hlaut nafn. Hlutafé var á annað hundrað þús- und krónur. Fimm manna stjorn var kosinn og er það víst allt sam- an einvalalið. Allt virtist nú ætla að ganga að óskum. Enn liðu tímar. — Nú fór fískur- inn síhækkandi og allir, sem vetl- ingi gátu valdið (og eins hinir) fóru nú á stúfana og vildu kaupa fiskiskip, annaðhvort trillu eða þilbát, með þeim árangri, að lík- lega er trillu- og smábátafloti Siglfirðinga kominn upp í 100 að tölu, — en hvort allir bátarnir eru að sama skapi örugggir til sjó- V söknar, skal eg ekki dæma um, en eitt er víst að vel eru þeir fær- ir til fiskiróðra í sæmilegu veðri. Hefur bygging ishúsanna eflaust verið driffjöðrin í því að svo marg- ir bæjarbúar réðust í smábátaút- gerð, svo og hækkandi verð á ís- vörðum fiski. Nú eru Iiðnir rúmir 3 mánuðir, síðan hraðfrystihúsið Hrímnir var tilbúið að hefja frystingu á fiski, en nú í dag þann 20. marz 1941, hefur enginn þyrsklingur verið tek- inn þar til flökunar. Hvað veldur? Gæftaleysi? Aflabrestur ? Eða kaupa skip, sem flytja ísaðan fisk til Eng- lands allan aflan? — eða skortir vinnukraft? Ónei. Endrum og eins koma útlend fiskitökuskip hingað og kaupa þá fiskinn, sem sóttur er þann og þann daginn. íslenzk skip koma svo að segja aldrei norður fyrir land, þau fá nægilegan fisk fyrir sunnan og á miklu skemmri tíma. Það er nærri sanni, að gæftaleysi hafi hamlað sjósókninni nú um mánaðartima, en hins vegar hefur verið einmuna- tíð, það sem af er vetrinum, og muna elztu menn ekki aðra eins veðurblíðu um hávetur. Þegar bát- arnir hafa svo farið i róður hefur aflinn yfirleitt verið sæmilegur og híutur hvers manns töluvert betri, heldur en á undanförnum árum, þrátt fyrir dýrtíðina. Þó atvinnuleysis gæti nú mjög lítið og verkamenn séu annað slagið að bjástra víð hitt ogþetta, er langt frá því að skortur sé á vinnukrafti og allra sízt til annara eins verka og frystihús hefur upp á að bjóða. Það, sem veldur því að frysti- húsið Hrímnir og eins Hraðfrysti- húsið h/f, hafa ekki starfað að undanförnu, er það að ekki hefir náðst samkomulag um að reka húsin á meðan kaupgjald verka- kvenna væri svo hátt. Forráða- menn húsanna hafa Iátið það í veðri vaka, að hallalaust gætu ekki frystihúsin starfað á meðan kaupgjald kvenfólksins væri svo hátt. Verkakvennafélagið »Brynja«, sem er eitt öflugasta kvenverka- lýðsfélag á þessu Iandi, hefur sam- ið kauptaxta fyrir meðlimi sína og fengið hann viðurkenndan og sam- þykktan af Atvinnurekendafélagi Siglufjarðar og heldur verka- kvennafélagið því fram, að kaup- krafan sé sanngjörn á allan hátt og í fullu samræmi við hækkun þá, sem verkamenn innan »Þróttar« hafa fengið á kauptaxta sinn. Eins og allir vita koma um 120 stúlkur til með að vinna í frysti- húsunum og er það þess vegna vanvirða ein og glæpur ef ekki næst samkomulag um eins lítið atriði og verkakvennafélaginu og forráðamönnum frystihúsanna, greinir á um. Bæjarbúum öllum er það lífs- spursmál, að vinnan hefjist og ein- mitt þegar líður fram á vorvertíð- ina og gæftir verða dag eftir dag, er mest hættan á því að bátarnir verði að hætta að róa, vegna þess að enginn tekur við aflanum. Þess vegna er það krafa allra hugsandi mánna innan bæjarfé- lagsins að reýnt verði þegar í stað að komast að samkomulagi um kaupgjald þeirra verkakvenna, sem koma til með að vinna í frystihúsunum. Ef frystihúsin störfuðu bæði, og nægur fiskur væri fyrir hendi, mundu þau greiða 225.000.00 kr. aðeins fyrir fisk á mánuði, miðað við 25 aura kg., auk þess myndu þau greiða vinnulaun til kvenfölks er næmi 59.000.00 kr. á mánuði miðað við 1.10 á klst. og fulla dýrtíðaruppbót, og um 31.000.00 kr. til karlmanna á mánuði. Þannig mundi renna til bæjarbúa, fyrir fisk og vinnu, rúmar 300.000.00 kr. á einum mánuði. Allir hljóta að sjá, að hér er um mikla pen- inga að ræða, og stór búbót að geta fengið þannig inn í bæinn, fyrir vinnulaun og fisk, sem svarar 300.000.00 kr. á mánuði. Nú loksins þegar draumur hinn- ar siglfirzku verkalýðsstéttar er að rætast, og upp eru risin atvinnu- fyrirtæki, sem opnar henni nýjar lífslyndir, dynja erfiðleikar smá- sálarinnar með öllum þunga sínum yfir málefnin og samkomulag næst ekkert um smæstu atriðin. Á þeim strandar, og nú eru það smámunir einir, sem haldið er í, og hvergi kvikað frá, þótt heill og heiður bæjarfélagsins sé i veði. Hefð- bundinn hrokinn á aðra hliðina og stálköld þrjózkan á hina. Nú þegar verkalýðsfélögin eru orðin það sterk að þau geta brotið á bak aftur alla þrjózku frá hálfu atvinnurekandans, og sagt þetta ber okkur, ríður ekki lítið á því að framsýnir menn og hyggnlr standi við stjórnvölinn, svo ekki þurfi að horfa til vandræða fyrir þá sök. Einmitt nú álít eg að þetta fyrir- myndar verkakvennafélag eigi inn- an sinna vébanda menn, sem séu þess albúnir að taka upp samn- inga við forráðamenn frystihús- anna og ganga þannig frá samn- ingsborðinu, að bæði húsin taki upp vinnu, og það þegar í stað. Auglýsið í „N E I S T A".

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.