Neisti


Neisti - 20.03.1941, Qupperneq 4

Neisti - 20.03.1941, Qupperneq 4
4 NEISTI Bókasafnið Góðir bœjarbúar. Ef þið eigið bækur eða blöð, er þið haldið eigi saman, þá gefið það bókasafninu. Hversu lítils virði, sem bókin sýnist vera, getur hún orðið safninu mikils virði og öðr- um til áncegju. Má hér til nefna einstök blöð, smábœklinga, hefti úr tímaritum, einstaka árganga blaða og gfir liöfuð allt prentað mál. Látið bœkur og blöð ekki flœkjast i hirðuleysi heima hjá ykkur. Gef- ið safninu það. Það er bezta hug- ulsemin, er þið getið sýnt þessari menntastofnun ykkar. Bókasafnsnefndin. Atvinna Stúlka og drengur, helzt á aldrinum 14—17 ára, geta fengið góða atvinnu um lengri eða skemmri tíma, við afgreiðslustörf. Umsóknir merktar »Atvinna* send- ist blaðinu í pósthólf 1, fyrir 25. þ. m. Línumark m/b »Stína« Sl 75 er svart—gult—svart. Þorleifur Hólm. Tilkynnin frá ríkisstjórninni. Brezka herstjórnin hefir tilkynnt, að auk gæzluskipsins við Reykja- vík séu nú gæzluskip á eftirfarandi stöðum: Á Eyjafirði: fyrir sunnan Hrísey. Á Seyðisfirði: h.u.b. 1 sjómílu fyrir utan Vestdalseyri. Á Reyðarfirði: h.u.b. 1 sjómílu suðaustur af Hólmanesi. Á Hrútufirði: í námunda við Hrútey. Öll skip, sem ætia að sigla inn á einhvern þessara fjarða, verða áður að fá til þess leyfi gæzluskipsins á hverjum stað. Bannað er að sigla inn á þessa firði á tímabilinu frá einni stundu eftir sólarlag til einnar stundar fyrir sólarupprás. Reykjavík, 14. febr. 1941. Tilkynnin Athygli skal vakin á því, að samkvæmt. ákvörðun félagsmálaráðu- neytisins, sbr. auglýsingu dags. 27. desember 1940, hækka slysatrygg- ingariðgjöld samkvæmt reglum nr. 221, frá 21. febrúar 1939, um áhættuflokkun og ákvörðun iðgjalda fyrir slysatryggingar, um 50 prc. frá 1. jan. 1941, þar til öðruvísi kynni að verða ákveðið. Tryggingastofnun ríkisins. Nauðungaruppboð fer fram laugardaginn 29. þ. m. kl. 1 síðd. í Tung. 8, Siglufirði, á ýmsum nýjum húsgögnum dánarbús Helga Oddssonar, sem drukknaði á m/s »Hjörtur Pétursson« 27. f. m., og á öðrum innanstokksmunum dánarbúsins. Áreiðanlegir kaupendur, sem uppboðshaldari þekkir, fá 3ja mánaða gjaldfrest. Bæjarfógetinn í Siglufjarðarkaupstað 10. marz 1941. G. Hannesson. Alþýðusamband íslands 25 ára. Alþýðusamband íslands hélt 25 ára afmælisfagnað sinn þann 12. marz. Hátíðahöldin fóru fram í Iðnó, og var útvarpað. Framkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins, Jón Sigurðsson, setti samkomuna. Sigurjón Á. Ólafsson flutti ávarp. Stefán Jóhann Stefáns- son flutti ræðu. Ennfremur: Uppl. Brynjólfur Jóhannesscn. Blandaður kór: Harpa. Sigurður Einarsson: Upplestur. Að loknu útvarpi fóru fram frjáls ræðuhöld og fjölda- söngur. Húsið var fullskipað nýj- um og gömlum baráttumönnum. Guðm. Hannesson, bæjarfógeti varð 60 ára þann 17. marz s.I. Blaðið óskar honum til hamingju með þennan merkisdag og árnar honum allra heilla í framtiðinni. B/v Reykjaborg. Þegar s.s. Vörður kom frá Eng- landi siðast, hafði hann meðferðis björgunarfleka úr b.v. Reykjaborg sem hann hafði fundið á leiðinni. Á flekanum var eitt ullarteppi, og var flekinn allur sundurskotinn. Reykjaborg hefur undanfarið siglt með ísfisk til Englands. Áhöfnin var 14 manns, auk þess var einn farþegi með skipinu, skrifstofustjóri Fiskimálanefndar. Fundur, sem atvinnumálaráðherra hélt í gærkveldi með fulltrúum útgerðar- manna og sjómanna, samþykkti að leggja niður siglingar íslenzkra skipa ■ milli Englands og íslands fyrst um sinn.

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.