Neisti


Neisti - 17.04.1941, Blaðsíða 1

Neisti - 17.04.1941, Blaðsíða 1
9. árg. Siglufirði, fimmtudaginn 17. apríl 1941. Úgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR Gunnlaugur Sigurðsson bæjarfulltrúi, 60 ára. 9. þessa mánaðar varð Gunn- laugur Sigurðsson, bæjarfulltrúi, 60 ára. Hann er fæddur 9. april 1881 í Skarðdal. Hann er sonur þeirra heiðurshjónanna Sigurðar Gunnlaugssonar og Kristínar An- tonsdóttur frá Arnarnesi. Bjuggu þau í Skarðdal frá 1876 til 1898 að Sigurður deyr og ekkjan flytzt niður í bæinn. Um foreldra Gunnlaugs fara pró- fessor Bjarna Þorsteinssyni svo orð í aldarminning Siglufjarðar: »Bú- skapur þeirra fór ávallt vel úr hendi og með hinni mestu reglusemi. Gestrisni var þar mjög mikil og bar þar margan að garði, því að bærinn stendur rétt við hinn fjöl- farna veg yfir Siglufjarðarskarð. Sigurður var lengi meðhjálpari við Hvanneyrarkirkju, ávalt prúður í framgöngu og hinn grandvarasti í öllu«. Þeir sem að kynnst hafa Gunn- laugi, vita að við hann eiga líka framanrituð orð engu síður en um foreldra hans. Grandvarleikinn og prúðmennskan eru hyrningarstein- ar lífs hans, hann má hvergi vamm sitt vita og öllum vill hann gott gjöra, en einkum þó lítilmagnan- um. Það er því ekki að undra, að hann skildi verða fyrir valinu til trúnaðarstarfa, þegar verkalýðurinn valdi menn af sinni stétt. Hann var líka með þeim fyrstu, sem hóf merkið hér. Hann var stofnandi Verkamannaféjags Siglufjarðar og stjórnarformaður þess í 4 ár (1924—28) og sat í stjórn þess í 9 ár. Hann er og hefur verið ein- lægur Alþýðuflokksmaður ogþegar kommúnistar sundruðu verklýðs- samtökunum hér og verkamanna- félagið »Þróttur« var stofnað, var hann á meðal þeirra er hann stofn- uðu og var hann sjálfkjörinn fyrsti formaður »Þróttar« sökum hæfi- leika sinna og í stjórn »Þróttar« var hann í 3 ár. Hann hefur því verið í fremstu víglínu verkalýðsins í Siglufirði í 12 ár. En það er á fleiri stöðum en í verkalýðsfélögum, sem að Gunn- laugur hefir orðið að standa í fremstu víglínunni fyrir samherj- ana, því hann hefur verið i bæj- arstjórn Siglufjarðar samfleitt í 12 ár sem aðalmaður (1926—38) og sem fyrsti varamaður frá 1938. At- vikin hafa hagað því svo, að hann mun á þessu yfirstandandi kjör- timabili hafa orðið að mæta á fleiri bæjarstjórnarfundum en aðalfull- trúinn. Það er því ekki of sögum sagt, að síðustu 15 árin og enn í dag, þótt sextugur sé, hafi hann verið og sé framherji siglfirzka verkalýðsins og Alþýðuflokksins. Gunnlaugur sá strax að það var ekki nægilegt, þótt verkalýðurinn fengi bætt laun sín, ef það væri aftur tekið i óeðlilegu vöruverði af kaupsýslumönnum. Hann kvatti því, ásamt öðrum, verkamennina til að koma sér upp sinni eigin vörumiðlunarstöð, með því að stofna kaupfélag. Hann er því stofn- andi Kaupfélags Siglfirðinga og var í stjórn þess um margra ára skeið. Þau eru mörg trúnaðarstörfin, sem Gunnlaugur hefir gengt í þessu bæjarfélagi. Hann átti sæti í niðurjöfnunarnefnd, var formaður Vinnumiðlunárskrifstofunnar, var í skattanefnd og er í fasteignamats- Ounníaugur Sigurðsson sextugur. Heill þér uinur, hress og glaður hugumstór og skgr. Sualur þó aö sitji á heröum sextíu ára gnýr. Margoft þú í mála þófi merkið okkar hcitt borið hefur. Hugsjón þroskaö horft í sólar átt. Saga þín og Siglufjarðar saman falla um margt. Þú hefur unnið okkgr fyrir erfitt bceði og þarft. Launin þó að lítil uerði lauf sú uissa ber þar er gagn og gœfa landsins sem góður maður er. Vinir þínir uilja þakka uel hin gengnu spor. Margir drengir meta kunna mannúð, uilja og þor. Framtíð kallar, menn og meyjar mikið uinna þarf. Lengi þul í þínum garði þroskist gleði og starf. G. nefnd, að ógleymdum öllum þeim nefndum, sem bæjarstjórninni fyigja- Gunnlaugur er gleðimaður og söngelskur. Hann var stofnandi Karlakórsins »Vísir« og er í hon- um enn. Kórinn heimsótti hann á afmælinu hans og þar sagði formaður kórsins, að í þau 15 ár, sem kórinn hefði starfað, þá hefði Gunnlaug aldrei vantað á æfingar né samsöngva kórsins og væri

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.