Neisti


Neisti - 17.04.1941, Side 2

Neisti - 17.04.1941, Side 2
2 NEISTI Iagður saman sá timi, þá hefði Gunnlaugur staðið á söng- pallinum í rúmlega 24 ár og er þá ekki meðtalinn sá tími, sem Gunnlaugur hefur þurft til kirkju- söngvanna, því að i kirkjunni hefur hann sungið hvern messudag í yfir 40 ár æfi sinnar og við flestar jarðarfarir. Enginn á meiri vinsældum að fagna en Gunnlaugur Sigurðsson og þó að árín færist nú yfirhann, þá hefir elli kerling ennþá snið- gengið hann og vona eg að svo megi verða um langan tíma enn, því að Gunnlaugur hefur ekki tíma til að sinna henni, hann er og verður á orustuvellinum fyrir á- hugamál hins vinnandi lýðs, hann starfar til hinstu stundar að því að lyfta meðbræðrum sinum og æskusveitinni sinni Siglufirði upp mót sólu og sælu. En öll þau störf, sem Gunnlaug- ur hefur innt af hendi, hefði hann ekki komist yfir, ef hann ekki ætti jafn göðan lífsförunaut og konan hans er. Margrét Meyvantsdóttir er ekki stór á velli, en hún er drengur í lund og engin er sá ber að baki, sem hana á að vin, hún giftist Gunnlaugi 3. des. 1906. Þau hafa þvi verið gift í 35 ár og orðið 4 barna auðið, 3 eru á lífi. Sonur þeirra Anton drukknaði 22 ára að aldri.Þau þrjú sem lifa eru öll búsett hér, Sigurður er skrifari á bæjar- skrifstofunni, Jóhann er trésmiður og Kristín hefir verið verzlunar- mær. Það má margt um Gunnlaug skrifa og þegar saga verkalýðsins á Siglufirði verður skráð, þá verður hann í fremstu röðum; og það hafa andstæðingar alþýðusamtak- anna hér orðið að viðurkenna, að háttprúðari, grandvarari og sann- leikssegjandi maður er ekki meiri til en Gunnlaugur Sigurðsson. Sigl- firzkur verkalýður, Alþýðuflokkur- inn og allir þeir, sem Siglufirði unna þakka Gunnlaugi fyrir vel unnið starf. Þeir hinir mörgu vona eftir að mega njóta starfshæfni hans enn um lengri tíma. Þeir biðja honum og heimili hans allra heilla og blessunar. Eg sem rita línur þessar vil sér- staklega færa þér og konu þinni mínar beztu þakkir fyrir hið góða og óeigingjarna starf. Lifið heil! Skída- mótðd. Stjórnir Skíðafélags Siglufjarðar og Skíðafél. Siglfirðingur héldu sameiginlegan fund sunnudaginn 6. apríl s.l. og ræddu þá mögu- leika fyrir því að halda sameigin- legt héraðsmót. Var þar samþykkt að halda mótið og skyldi sameig- inlegur fundur i báðum skíðafélög- unum kjósa framkvæmdanefnd. Þessir hlutu kosningu: Ragnar Guðjónsson, form. Guðlaugur Gottskálksson Vigfús Friðjónsson Daníel Þórhallssson Gestur Fanndal. Nefndin kom saman 8. apríl og ákvað þá að halda mótið um páskana. Á annan i páskum fór fram keppni í svigi i öllum flokk- um í Hestsskarðsdal og úrslit urðu þessi. 1. fl. A. 1. Ketill Ólafsson 2.15.5 mín. 2. Jónas Ásgeirssön 2.19.7 — 3. Jón Þorsteinsson 2.24.3 — 4. Alfreð Jónsson 2.25.6 — 5. RögnvaldurÓlafsson 2.52.0 — 1. fl. C. 1. Ásgrímur Stefánsson 2.16.6 min. 2. Guðm. Guðmundsson 2.21.4 — 3. Haraldur Pálsson 2.23.0 — 2. fl. 1. Baldur Ólafsson 1.41.2 mín. 2. Sigtr. Stefánsson 1.55.4 — 3. Vilhj. Sigurðsson 1.57.1 — 3. fl. 1. Sverrir Pálsson 0.57.7 mín. 2. Gísli Þorsteinsson 1.00.8 — 3. Skarph.Guðmundsson 1.41.0 — Er þetta í fyrsta sinn síðan 1937, að skíðafélögin halda sameiginlegt mót hér í Siglufirði. Mótið heldur áfram um næstu helgi og ættu sem flestir er á- huga hafa fyrir skíðaíþróttinni, að horfa á beztu skíðamenn landsins etja kapp um meistaratign Siglu- fjarðar, sem veitt er fyrir beztan samanlagðan árangur í göngu, stökki, svigi og bruni. Jón kaldi. NÝJA-BÍO Fimmtud. 17. apríl. kl. 9: Fagnaðarlæti fjöidans. Robert Tavlor og Mauren O’Sullivan Tilkynnin Vegna mikillar eftirspurnar eftir garðstæðum verða allir þeir, sem fengið hafa á leigu garðstæði hjá Siglufjarðarkaupstað og ekkert hafa við landið gert, að hafa tilkynnt til Gunnlaugs Sigurðssonar fyrir 20. apríl, hvort þeir ætla að hafa garð- stæðin áfram. Annars verða þau leigð öðrum. Siglufirði, 7. aprí 1941. Garðrækatarnefndin. Grœnar baunir. Kjötbúð Siglufjarðar. Abyrgó* rmr*ur: Ó. H. GUÐMUNDSSON. Kristján Dýrfjörð. Siglufj arðarprentsmiðj a.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.