Neisti


Neisti - 17.04.1941, Blaðsíða 4

Neisti - 17.04.1941, Blaðsíða 4
 NEISTI Hérmeð viljum við votta öllum, fjœr og nœr, okkar innilegasta þakklœti, er sýndu hlnttekningu við andlát og jarðarför Ólafar Septinu Ásgrímsdóttur. Eiginmaður og börn. Nýjar gerðir af kvenskóm fengum við i gær. Gunnlaugur Sigurðsson bæjarfulltrúi, varð 60 ára mið- vikudaginn 9. þ. m. Á afmælinu heimsóttihannfjöldi af vinum hans og flokksbræðrum. Þá bárust honum fjöldi skeyta víðs- vegar að, þar á meðal frá félags- málaráðherra, Alþýðusamba'ndi ís- land's, bæjarstjórn Siglufjarðar og bæjarfógeta. Karlakórinn »Vísir« kom og hyllti hann með söng. Við þetta tækifæri fluttu ræður bæjar- fulltrúarnir Þormóður Eyólfsson, söngstjóri kórsins og Egill Stefáns- son form. kórsins. Þá fluttu og ræður Kristján Dýrfjörð og bæjar- Tilkynning frá ríkisstjórninni. Brezku hernaðaryfirvöldin hafa talið nauðsynlegt að loka mestum hluta Eiðisvíkur fyrir allri umferð, með því að þar verður framvegis rannsóknarstöð fyrir skip. Takmörk hins lokaða svæðis í Eiðisvík eru þessi: Að norðan lína, sem hugsast dregin milli nyrztu odda Við- eyjar og Geldinganess og er lína þessi merkt með duflum, auð- kenndum með hvítum og rauðum% rákum. Að sunnan lína, sem hugsast dregin frá norðurenda hafskipa- bryggjunnar í Viðey í réttvísandi austur og er lína þessi merkt með duflum, auðkenndum með hvítum og rauðum rákum. Samkvæmt þessu er öllum farartækjum bönnuð umferð á framangreindu svæði. Brezku hernaðaryfirvöldin hafa tilkynnt, að sérhvert farartæki, sem fer án leyfis flotayfirvaldanna í Reykjavík inn á hið bannaða svæði, verði skotið í-kaf. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 4. apríl 1941. Tilkynning frá ríkisstjórninni. Vegna atburða síðustu daga, hefir verið ákveðið að mat- vælaskammturinn, sem endast átti til loka júnimánaðar, skuli endast einum mánuði lengur, eða til loka júlímánaðar. Ef menn hafa í marzmánuði eytt fullum mánaðarskammti, svarar þessi breyting til þess, að mánaðarskammtur verði næstu 4 mánuði rúmlega 300 gr. óbrennt kaffi, rúmlega 1500 gr. sykur og um 5000 gr. kornvörur. Er þetta svipað- ur skammtur og ætlaður var fólki í fyrra sumar. ' Breytingar verða gerðar á úthlutun skömmtunarvara til iðnreksturs og veitingastarfsemi í samræmi við þetta. Viðskiptamálaráðuneytið, 28. marz 1941. fógeti Guðm. Hannesson, sem þakkaði Gunntaugi sérstaklegafyrir vel unnið starf í þágu bæjarins þau 12 ár, er þeir áttu sætisaman í bæjarstjórn. Alþýðuflokksmenn færðu Gunnlaugi skrautritað þakkar- ávarp, undirritað af um 50 flokks- mönuum hans, einnig færðu nokkr- ir af flokksbræðrum hans honum bókagjöf. Línumark t/b Gottskalk Sl 47 er svart—grænt—rautt. Guðl. Gottskálksson.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.