Neisti


Neisti - 05.06.1941, Blaðsíða 1

Neisti - 05.06.1941, Blaðsíða 1
Úgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR 9. 'árg. I Siglufirði, fimmtudaginn 5. 1 ClA 1 Það verður að setja á stofn sambrœðslu og samsöltun. Smábátaeigendur verða að sameinast og knýja fram hækkun á lifrinni. Siglingar skipanna með ísfisk til Englands hafa nú legið niðri um tveggja mánaða skeið. Þar sem aðal atvinnugrein landsmanna hefir verið háð siglingunum, hefir þessi tími, sem siglingarnar hafa legið niðri, valdið örðugleikum miklum hjá öllum þorra þeirra manna, sem að einhverju Ieyti hafa starfað við sjóinn, og þá sérstaklega hjá sjó- mönnunum sjálfum. Eins og flestir muna, varíslenzk- um skipum bannað að sigla* skömmu eftir hinar svívirðilegu árásir þýzkra kafbáta á hin varn- arlausu íslenzku fiskiskip. Þeirra hroðalegu atburða munu flestir ís- lendingar minnast með klökkva, og um leið fá óvirðingu á þeim þjóðum, sem af eigingirni og yfir- ráðafýsn myrða þannig varnarlausa verkamenn, sem allt sitt líf berjast við tryllt náttúruöfl, við lélegkjör, vosbúð og þreytu, til þess að geta séð sér og sinum fyrir nauðsynleg- um lífsforða. Nú í tvo mánuði hefir svo að segja ekki verið reynt að róa á siglfirzku bátunum, hefir beitu- skortur og of lágt verð fyrir fisk- inn í salt, verið þar aðallega til fyrirstöðu. Þó mun aðalástæðan til landlegunnar vera sú, að sjómenn hafa ekki fengizt til að róa upp á þau kjör að salta sjálfir, eða selja fiskinn fyrir 15—18 aura kg. til fiskkaupmanna. Einstaka bátur hef- ir þó róið nú annað slagið, og hefir afli verið sæmilegur, þó alls ekki framúrskarandi í neitt skiptið. Aftur á móti hafa Ólafsfirðingar sótt sjó viðstöðulaust siðan í haust og hafa þeir oft og mörgum sinn- um hlaðið bátana. Nokkrir trillu- bátar hafa aflað þetta frá 80 skp. og upp í 130 skp. nú í tvo mán- uði og er það einhver sá allra bezti afli, sem þar hefir verið á s.l. áratug. Hitt er óvíst, hvort hlutur batnar að sama skapi, en eitt er vist, að aldrei verður greitt minna en 30 aurar pr. kg. upp úr sjó, — væri þá illa farið, að sigl- firzku smábátarnir skyldu aldrei hafa hætt á að salta fiskinn sinn sjálfir, kann þó getuleysi að hafa átt einhvern þátt í þeim fyrirhyggju- skorti. Eins og nú horfir, liggur ekkert annað fyrir þeim er sjó stunda en að salta, ef þeir þá vilja á meðan ekki er hægt að selja í fisktöku- skip, nema endrum og eins, þar sem siglingar eru nú stopular, — en vonandi rætist úr því hið allra fyrsta. Það bezta og hentugasta, sem smábátaeigendur gerðu, væri að setja á fót samsöltun og sam- bræðslu. Með sambræðslu mundi fást. sannvirði fyrir Iifrina, en eins og allir vita, hafa tveir stórútgerð- armenn stórhagnast á lífrarkaupum hér á Siglufirði s.I. ár. Hefir lifrar- verðið verið svo svívirðilega lágt, að furðu sætir, að útgerðarmenn skuli ekki fyrir löngu síðan vera búnir að koma á stofn sameigin- legri lifrarbræðslu. Um alllangt skeið var lifrinni haldið í 65 aur- um líterinn, en nú upp á síðkastið «hefir hún hækkað þó nokkuð, eða upp í 95 aura, sem þó er ekki nema tæpur helmingur þess verðs, sem fæst fyrir hana annarstaðar á landinu, t. d. Vestmannaeyjum, þar greiða þeir 2 krónur fyrir lít- erinn og er útlit fyrir að hún hækki þar enn. Útgerðarmenn og aðrir smábáta- eigendur ættu að gefa því gaum, hvort ekki væri nein tök á því að koma upp sambræðslu. Því hugsum okkum þá geysilegu þýð- ingu fyrir smáútgerðina, ef hægt væri að fá 2 krónur fyrir líterinn af lifrinni. Með sæmilegum afla væri leikandi hægt að Iáta lifrina greiða allan útgerðarkostnaðinn, og mundi það ekki bæta svo lítið hlutallra, sem að útgerðinni vinna, og gera þeim, sem vildu salta, margfalt hægara fyrir. Við þurfum ekki lengra en til Ólafsfjarðar, til þess að sjá þann árangur, sem samvinnan hefir skapað, hvorutveggja, bæði með sameiginlegri söltun og sam- bræðslu. Nú á sama tíma, sem við fáum greidda eina 95 aura fyrir lifrarlííerinn, fá Ólafsfirðingar út- borgað strax 1,30 kr. og svo vit- anlega stóruppbót síðar. Aðeins þetta eina dæmi sýnir greinilega, að það verður eitthvað að gera til þess að koma smáútgerðinni á hreinni grundvöll. Því að sú út- gerð eða sá atvinnurekstur, sem rekinn er af öllum þeim, er að framleiðslunni starfa, og hagnaðin- um skipt jafnt niður á milli þeirra, verður alltaf heilladrýgstur og sanngjarn, en það verður aðeins gert með sameiginlegum átökum verkamanna og sjómanna. Eitt af því glæpsamlegasta, sem

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.