Neisti


Neisti - 05.06.1941, Blaðsíða 3

Neisti - 05.06.1941, Blaðsíða 3
NEISTI Kommúnistar halda uppteknum hætjti, — rógur þeirra um með- limi kaupfélagsins heldur áfram. Kaupfélag Siglfirðinga er sústofn- nn hér, sem fátækir verkamenn hafa komið sér upp í þeim til- gangi að fá nauðsynjavörur, sem ódýrastar og beztar. Á þeim tíma þegar félagsskapur þessi var stofnaður, var aðeins einn verkamannaflokkur hér, sem stóð að stofnuninni og grundvallaði Kaupfélag Siglfirðinga, — Jafnað- armannaflokkurinn. Seinna, þegar angar kommún- ismans átu sig inn í íslenzkt þjóð- Iíf, eins og marflær inn í tré, sýkt- ust verkamannasamtökin svo að til vandræða horfði. Kaupfélag Siglfirðinga, sem átti fá ár að baki, fór ekki varhluta af því ormaáti. Því þegar kommún- istar sáu að félagsskapur Alþýðu- flokksmanna gat orðið öflugur og sterkur fyrir siglfirzku verkamenn- ina, hófu þeir skemmdarstarf sitt og reyndu nú að sundra félags- skapnum og veikja samtökin, með stofnun hins alræmda Kaupfélags Verkamanna, hvers endalok eru allfræg orðin. — Glöggt dæmium skipulagshyggindi kommúnista. í 9. tbl. Mjölnis, víkur A. A. nokkrum orðum að aðalfundi Kaup- félagsins. Þótt A. A. þessi vilji dyljast vegna hinna staðlausu ósanninda, sem grein hans fjallar um, er þef- urinn af ritmennsku hæfileikum gullsmiðsiiís þó nokkuð sterkur, svo maður gæti freistast til þess að álíta, að hin kerfisbundni rógur í greininni, væri frá brjóstviti þessa manns. Það fyrsta, sem A. A. vill benda lesendum sínum á, er það að sam- vinna hafi verið milli Framsóknar- og Alþýðuflokksins við stjórnar- kosninguna í Kaupfélagi Siglfirð- inga. Það þarf ekki að taka það fram að slíkt eru ósannindi, sprottin af illvilja einum og gremju í garð pólitfskra andstæðinga. Baldvin Þ. Kristjánsson er ein- lægur samvinnumaður, og er hvorki í Framsóknar- né Alþýðuflokknum, en var kosinn í stjórn Kaupfélags- Augiýsing. Ráðuneytið vekur athygli á því, að reglugerðarbreyting um mat- vælaskömmtun, sem gerð var í dag, hefir það í för með sér, að hér eftir þarf að skila skömmtunarseðlum fyrir tvíbökum á sama hátt og skömmtunarbrauðum. Jafnframt er brauðgerðarhúsum hér með bannað fyrst um sinn, þar til öðru vísi verður ákveðið, að framleiða úr skömmtunarvörum eða hafa á boðstólum, aðrar brauðtegundir eða kökur hverju nafni sem nefnist. Ennfremur er kexverksmiðjum bannað að framleiða úr skömmtunar- vörum annað en tvibökur. Heildverzlanir, smásöluverzlanir, brauðgerðarhús og kexverksmiðjur, sem eiga birgðir af tvíbökum að kvöldi 3. þ. m. skulu senda oddvita eða bæjarstjóra skýrslu um slíkar birgðir eigi síðar en 5. þ. m. Auglýsing þessi er gefin út samkvæmt heimild í lögum nr. 37, 12. júní 1939 og lögum nr. 59,' 7. mai 1940, og varðar brot á ákvæðum hennar sektum allt að 10000 krónum. Viðskiptamálaráðuneytið, 3. maí 1941. Eysteinn Jónsson. Torfi Jóhannsson. Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 159, 18. sept. 1940. 1. gr. Á eftir orðunum »rúgbrauð og hveitibrauð« í 1. gr. reglugerðar nr. 159, 18. sept. 1940, komi »tvíbökur«. 2. gr. Á eftir 2. mgr. 8. gr. sömu laga komi ný málsgrein svohljóðandi: -Tvíbökur skal selja gegn afhendingu kornvöruseðla þannig, að fyrir 500 gr. af tvíbökum komi 500 gramma kornvöruseðill*. 3. gr. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. . Viðskiptamálaráðuneytið, 3. maí 1941. Eysteinn 3ónsson. Torfi Jóhannsson. ins nú síðast með yfirgnæfandi meirihluta. Þetta sárnaði komm- únistum, sem með miskunnarlausri frekju kröfðust þess af sálufélögum sínum, að þeir kysu Jörgensen og Pál Ásgr. i stjórnina. Öllum er ljóst að það voru að- eins trúbræður Aðalbjörns, sern reyndu að hafa áhrif á stjórnar- kosninguna, í gegnum flokksótót sitt. — Svo þegar »agitasjónin« brást, skvettu þeir úr gremjudollr um sálarinnar yfir allt og alja. Eitt af mörgu skemmtilega vit-

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.