Neisti


Neisti - 05.06.1941, Blaðsíða 4

Neisti - 05.06.1941, Blaðsíða 4
NEISTI lausu í Kaupfélagsgrein Mjölnis, er grobb kommúnista um, að það hafi verið þeir, fyrst og fremst, sem hófust handa til að »bjarga fé- laginu«, eins og þeir svo fagur- lega komast að orði — aðallega frá skuldasöfnun viðskiptamanna. Herra A. A. gleymir bara að nefna ótvírætt og þekkt dæmi um sér- stakan hæfileika kommúnista til björgunarstarfa í þessum efnum, en það er hin myndarlega!! stjórn þeirra á Kaupfélagi Verkamanna. Það félag fæddist nú hálf-andvana og tórði milli heims og helju í nokkur ár, þar til kommúnistum með miklum dugnaði tókst að koma hræinu inn í Kaupfélag Siglfirðinga, sem síðan sýpur seyðið af öllum þeim kommúnistiska ófögnuði, sem þar flaut með. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að áður en kommúnistar hófu sellustarfsemi sína í KFS, var mikið búið að ræða um útrým- ingu skuldasöfnunarinnar og sam- þykkja ákveðnar reglur þar um. En það er nú einu sinni svona með kommagreyin, að þeir vilja álíta sig sem einhverskonar björg- unarlið í öllum greínum, þótt reynslan sýni jafnan, að þeir eru hinir sínagandi ormar, sem sundur- éta stoðir alls, sem göfugt er og gott. Engínn hefur heyrt getið um það fyrr en núna síðast í Mjölni, að O. Jörgensen hafi gengt -sér- stökum trúnaðarstörfum fyrir fé- lagið. Nema hvað einu sinni hefir hann víst verið kosin endurskoð- andi, og að því er eg bezt veit varð varamaður hans að gegna þeim starfa, því O. J. hvað ekki hafa haft tíma til slíkra verka í það skiptið. Einu sinni eða tvisvar munu kommúnistar hafa kosið hann á sambandsþing, — ekki hefur neitt fréttzt af afrekum hans á þeirri samkundu. Svo eftir öllum líkum að dæma, hefir O. J. látið sig samvinnumálin litlu skipta, og sennilega engan á- áhuga haft fyrir þeirri starfsemi, fyrr en Mjölnir dubbar hann upp í ímyndaðar trúnaðarstöður. Allir, sem þekkja Pál Ásgríms- son, vita að hann er bezta skinn, sem vegna einurðarleysis og van- þekkingar hefur verið notaðureins og gólfmotta í þágu kommúnista- klíkunnar hér í Siglufirði. Á kaup- félagsfundi núna síðast varð hann að víkja úr stjórninni fyrir 0. J. Sundlaug Siglufjarðar er tekin til starfa. Sundlaugin er opin frá kl. 10 árd. til kl. 10 síðd. alla virka daga, en frá kl. 1—4 síðd. á sunnudögum. Nýju hitunartæki hefir verið komið fyrir við laug- ina, svo að vatnið er heitt og notalegt, jafnvel þótt kalt sé í veðri. Búningsherbergi eru einnig mjög vel hituð. Það er stranglega bannað að fara í laugina á öðr- um tímurn en þeim, sem auglýst er. Verði út af brugðið verða menn látnir sæta sektum. SUNDLAUG SIGLUFDARÐAR. Eftir dygga þjónustu við Aðalbjörn, sem aðeins notaði upprétta hendi Páls við samþykktir á kaupfélags-r stjórnarfundum, var honum vísað burt úr stjórninni. Hygg eg þó að samvínnuhreyfingin hafi ekki beðið tilfinnanlegt tjón við það að Páli var veitt orlof frá störfum. En það sýnir hug kommúnista til þessa þjónustumanns síns, að eftir dygga þjónustu er hann svik- inn af sínum flokksmönnum og annar kosinn í hans stað (O. J.) A. A. minnist ekki einu orði á Pál greyið, því auðvitað mundu allir fara að skellihlæja ef Páll væri nefndur á nafn í sambandi við samvinnumálin. Allir sem þekkja Baldvin Þ. Kristjánsson vita að hann er gagn- menntaðasti samvinnumaðurinn hér og ágætur kaupfélagsmaður, svo rógburður kommúnista í hans gerð mun hrökkva skammt. Fyrir nokkrum árum fékk* hann námsstyrk gegnum S. í. S. til fram- haldsnáms við Jakobsberg Folkhög- skola i Svíþjóð, en það er nokk- urskonar samvinnuháskóli, og lauk Baldvin þar námi við ágætan orð- stír. Hann hefur skrifað greinar um samvinnumál í »Samvinnuna« og flutt erindi um samvinnu- stefnuna. Vonandi gefst kaupfélagsmönn- um kostur á að hlusta á B. Þ. Kr. þótt síðar verði og njóta starfs- hæfileika hans og menntunar, sem lengst. Oxford buxur teknar upp í dag. 'hup/e/agíð Vefnaðarvörudeild. INÝJA-BÍO Sýnir fitnmtud. 5. ;úníkl.9 Hneyksli. Aðalhlutverkin leika: BIRGIT TENGROTH og BULLEN BERGLUND. K, S. klúbbur n. k- laugardagskvöld á Hótel Sigiunes. ÁbyrgÖ8Tm»4ur: Ó. H. GUÐMUNDSSON.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.