Neisti


Neisti - 13.06.1941, Side 1

Neisti - 13.06.1941, Side 1
Úgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR 9. árg. I Siglufirði, föstudaginn 13. júní 1941. i 6. tbl. K AFLI úr ræðu Jóns Jöhannssonar á Sjómanna- daginn, sunnud. 8. júní s.l. . . . -Fagurt er hafið og frítt er það breiðir, fannhvíta blæju á vík- ingagröf*. Þessar hendingar Iærði eg þegar eg var barn. Eg haíði þá naumast sjóinn séð. Þá hugs- aði eg mér að verða sjómaður og sjá hvað væri hinu megin við fjöllin, helzt að komast til annara landa og sækja svo mikið af gulli, að eg gæti byggt hús, sem væri stærra en allir bæirnir í Svarfaðar- dal. Alla stund siðan hefur lokk- andi æfintýraljómi hafsins átt ítök í hug mínum, svo mig hefir jafnan langað aftur, þótt eg hafi lent í fýluför af og til og svo hygg eg að mörgum fleirum hafi farið en mér og muni enn fara. Þeir sorglegu atburðir, sem eg hefi hér drepið á, eru því miður ekkert eins .dæmi. íslenzk sjó- mannastétt hefir goldið stór afhroð öðru hvoru, allt frá landnámstíð.. Það hefur þó aldrei drepið kjark hennar og dug. Sjómannslífið hefur líkaogaðrar og fegri hliðar og þó að ægir krefji stórra fórna, er þó enginn stórgjöfulli en hann við þá, sem hafa dáð og djörfung til þess að hætta sér í kast við hann. Sjó- mannastéttin hefur líka þrátt fyrir allt, stöðugt sótt fram og unnið nýja sigra. Fiskveiðaflotinn hefir stækkað, framleiðslan vaxið, sigl- ingarnar aukizt og með þessari sigursælu baráttu sinni hefur sjómannastéttin lagt grundvöllinn að velmegun og menningu þjóð- arinnar allrar. Það er trú mín, að enn muni hafið draga til sín hug tápmikilla sona þessa lands og enn mun út- þráin og æfintýralöngunin, sem býr í brjósti flestra ungra manna, verða þeim hvöt til þess að kanna ókunna stigu. Sjómannastéttin mun halda áfram baráttu sinni, hvort sem hún er háð sem kapphlaup um sildína á friðsælum fjörðum að sumarlagi, eða barátta upp á lif eða dauða við vilt náttúruöfl og ennþá viltara hernaðarbrjálæði stórþjóðanna. Þeir gera aðeins þær kröfur, að þess öryggis sé gætt, sem kostur er og að þeir verði ekki lagðir í hættur að nauðsynjalausu. Þess er að vænta, að valdhafarnir og þjóðin öll telji ekki eftir sér að gera allt, sem í þeirra valdi stend- ur, til öryggís lífi þeirra og fram- tíðar ástvina þeirra, ef illa fer. Aldrei hefir íslenzka þjóðin stað- ið á jafn hættulegum tímamótum og nú. Aldrei hefir reynt eins mikið á sjómannastéttina og nú. Framar öllu öðru hvílir nú framtíð þjóðarinnar á manndómi hennar og karlmennsku. •Árdegið kallar, áfram líggja sporin, enn er ei vorri framtíð stakkur skorin«. Minnug þessarra orða H. H. mun sjómannastéttin berjast og sigra. Megi sú heill fylgja íslenzku þjóðinni, að eiga ávalt dugmikla, framsýna og framtakssama sjó- mannastétt og megi heill og ham- ingja ávalt fylgja íslenzkum sjó- mönnum hvert sem þeir fara. Grein, sem hét »Nú árið er liðið . . .« og var um sambúð Breta og íslendinga á s. I. ári og átti að birtast í blaðinu s.l. fimmtudag, var bönnuð. Þar segir m. a.: »... Þjóðviljinn var bannaður, rit- stjórar hans og starfsmaður teknir fastir og fluttir til Englands. Þótt blað þetta hafi verið andvígt oss i pólitík, mótmælum vér allir sem einn því, að blaðið verði bannað, fyrir þær einustu sakir, að það lét í ljósi skoðun sína á styrjöldinni og gat sér til um úrslit hennar og þýðingu . . . . . . Hver vill ekki taka undir hina djörfu skoðun skáldkonungs vors, þegar hann segir: »Ef þjóðin gleymdi sjálfri sér, og svip þeim týndi er hún ber, er betra að vanta brauð«. Þótt þjóðinni verði ógnað og henni varnað máls, þá ber hún samt þögul og hljóð kjörorðin í hjarta sínu: ísland frjálst! — og það sem fyrst. Þetta kjörorð er »helgum rúnum ritað, röska sveit á skjöldin þinn«. Kauþid merkin 17. júní. K. S.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.