Neisti


Neisti - 13.06.1941, Blaðsíða 4

Neisti - 13.06.1941, Blaðsíða 4
4 NEISTI Verkamaður - svívirtur! í 9. tbl. Siglfirðir^gs gefur að líta greinarstúf eftir Sigurð Björg- ólfsson, ritstjóra og ábyrgðarmann, sem hann typpir með yfirskriftinni »Verkamaður svivirtur«. Svo er mál með vexti, að nokkr- ir spjátrungar úr Sjálfstæðisflokkn- um hafa stofnað félag sjálfstæðra verkamanna, og höfuðpaurinn, sem notaður hefir verið við málgagn flokksómyndarínnar, er Ólafur nokkur Ólafsson. Þetta dindilmenni, sem heild- salarnir í Reykjavik, hafa skrubbað upp og tjalda nú, sem sýnishorni af -sjálfstæðum verkamanni«, hefir auðsjáanlega ekki getað stillt sig og lætur nú til sin taka á ritvell- inum og byrjar að yrkja þessi þá undurfögru! ljóð, og sendir þau síðan sem bragðbætir með hinum kjarnalausa heilaspuna í óbundnu máli. Eftir að hinn sálarfrómi ritstjóri Siglfirðings, hefur rutt úr sér ó- sköpunum öllum af hóli um þetta óviðjafnanlega skáld »sjálfstæðra verkamanna», og ávítt harðlega Finn Jónsson fyrir að vera opin- berlega að gera gys að þessu and- ans »útflúri« lýðfrelsarans, tekur hann sjálfur steinbítstaki á aum- ingja skáldinu og dýfir því misk- unnarlaust ofan i hræring síns dömfróma hugarfars, og kemst að þeirri niðurstöðu, að skáldskapur ÓI. J. Ólafssonar, ritstjóra »Lýðfrels- isins« og forystumanns »sjálfstæðra verkamanna« sé alls ekki lakari en greinastúfar Odds vitlausa af Skaganum. Þótt full vissa sé fengin fyrir því, að þessí Ól. Ólafsson er ekki annað en lélega gefin unglingur, sem þjónar Sjálfstæðisflokknum af stertimennsku einni saman, er eg alls ekki sammála Sig. Björgólfs- syni um það, að hann sé ekki skárri frá andlegu sjónarmiði en Oddur vitlausi af Skaganum. Gagnrýni Finns Jónssonar á þessum dæmafáa skáldskap »sjálf- stæðisverkamannsins« verður því harla mild í samanburði við þær svívirðingar, sem Sig. Björgólfs- son dembir á hann, með því að líkja andlegri framleiðslu Ólafs og Odds vitlausa af skaganum saman. Tilkynning frá ríkisstjórninni. Með skírskotun til tilkynningar frá ríkisstjórninni, dags. 7. marz þ. á., um nauðsyn þess að íslenzk skip, stærri en 10 smálestir brúttó og minni en 750 smálestir, fengju ferðaskírteini hjá brezku flotastjórninni í Reykjavík, Ak- ureyri, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum, tilkynnist hérmeð, að ferðaskírteinin þurfa að fá áritun brezku flotastjórn- arinnar eins fljótt og kostur er á, eftir 1. júní. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 26. maí 1941. Auglýsing. Reglugerð frá 3. maí 1941 og auglýsing s. d., viðvikjandi breytingu á skömmtunarreglugerðinni, og ennfremur auglýsing frá 17. maí um sama efni falla úr gildi frá og með 29. þ. m. að telja. Er því leyfilegt frá og með deginum á morgun, 29. þ. m., að baka kex, kökur, kringlur, tvíbökur og skonrok og selja án skömmtunarseðla, þó aðeins úr þeim skömmtunarvörum, sem skömmtunarskrifstofa ríkisins kann að ákveða að nota megi í því skyni. Viðskiptamálaráðuneytið, 28. maí 1941. B A N N gegn dragnótaveiði í Siglufirði. ÖIl veiði með dragnót er bönnuð á Siglufjarðarhöfn, en Siglu- fjarðarhöfn tekur yfir Siglufjörð innan línu, sem hugsast dregin úr Siglunestá í Djúpavog norðan Landsenda. Þeir, sem brjóta þetta bann, verða látnir sæta sektum. Bæjarstjórn Siglufjarðar. Finnst mér sitja sízt á Sigurði Ábyrg6arn»»#ur: að vera að svívirða þannig »sjálf- Ó. H. GUÐMUNDSSON. stæðis-verkamenn«. . ——— Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.