Neisti


Neisti - 05.07.1941, Page 1

Neisti - 05.07.1941, Page 1
Úgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR Siglufirði, laugardaginn 5. júlí 1941. B 7. tbl. 9. árg. Stalín biður guð að hjálpa sér! Kommúnisminn í andarslitrunum. Þeir atburðir gerðust nú fyrir' nokkrum dögum, er vöktu alheims athygli og urðu til þess, að þeir, sem hingað til hafa viljað ósigur Þýzkalands, öðluðust nýtt þrek og nýjar sigurvonir. Með öðrum orðum, Rússland var komið í stríðið, og á móti Þjóðverjum. Hvað olli þessari skyndibreyt- ingu á afstöðu Bolsévikka til Naz- ista? Vinirnir Jósep Stalín og Adolf Hitler voru þá farnir að berjast upp á líf og dauða. Vinirnir, sem með sameiginleg- um áformum og breytni höfðu steypt Evrópu út í blóðuga styrj- öld, með vináttusamningnum al- ræmda, draga nú sverðin úr slíðr- um og leggja til orrustu, hver gegn öðrum. Hitler fyrir hönd þjóðar sinnar biðlar til Sovjet-Rússlands um hlutleysi, á meðan hann sé að sameina hið þýzka riki. Stalín bregður vel við. Skilur fullkomlega þessar sjálfsögðu kröfur kollega síns, og leggur blessun sína yfir þær gerðir hans, sem miða að því, að koma nýskipun á í Evrópu. Lofa nazismanum að berjast og fá yfirráð, en auðvitað hirða svo jafnframt bróðurpartinn af sigurvinningunum. Stalín og hans nánustu fylgi- fiskar eiga því allan heiðurinn! af því, að hafa steypt milljónum verkamanna út í ægilega styrjöld. Stefnt milljónum mannslífa út í opinn dauðan. Er þetta ávöxtur hinnar rúss- nesku byltingar — ávöxtur hins kommúnistiska þjóðskipulags? Á tæpum 2 árum hefur þýzki herinn gjörsigrað 12 ríki. í skjöli þessa vináttusamnings hefur þýzki herinn á tæpum tveimur árum, gjörsigrað 12 sjálfstæðar þjóðir. Allan þennan tíma hefur brezka heimsveldið haldið uppi látlaus- um truflunum á hernaðarlínum Þjóðverja, en hvergi þó valdið neinu því tjóni, sem hefur raskað framsókn né mátt þessa óvíga hers. Á þessum tíma tók Stalín, Hit- ler sér til fyrirmyndar, og réðist með offorsi miklu á Norðurlönd, varð fyrri til en Hitler og Iagði mikinn hluta Finnlands í rústir, en tók til afnota hernaðarlega þýð- ingarmikla staði við Kyrjálabotn og víðar í Finnlandi. Því næst lagöi hann leið sína til Eystrasaltslandanna, og innlim- aði þau öll þrjú í sovjet-ríki sitt. Nú virtist hann vera orðinn mettur um sinn, en strax þegar logar upp úr á Balkan hefst hann handa á ný, og flytur nú mikið af herliði til hinna sameiginlegu landamæra í vestri viðbúinn að góma hluta þess ránfengs, sem honum bar samkvæmt vináttusamningnum. Ef Hitler mundi sýna sig í þvi að »plata«, skyldi rauði milljóna- herinn reka erindi Sovjet-Rússlands. Hið ótrúlega skeður, að þýzki herinn gjörsigrar Bandamenn á á Balkan og leggur öll þau ríki undir þýzka yfirstjórn. Stalin stendur hinu megin við landamærin að baki rauða hersins, og vinkar til Hitlers, og vill nú fá sín hluíleysislaun, og gýtur um leið hornauga til rauða hersins og staðfestir þar með kröfur sínar. Hitler, sem hefir nú ekkí meiri not af vináttusamningunum, þar sem Þýskaland er nú búið að sigra mið- og meirihluta Evrópu, með hjálp Rússa, skellir skollaeyr- unum við kröfum þeirra, og býr sig undir miklar og ægilegar or- ustur. Þýzka hernum er styllt upp á ný og áður en nokkurn varir, dembir þýzki herinn sér með öilum þunga yfir hinn nöldrandi lýð, rússneska einvaldans. Eins og fréttir bera með sér eru það engar smáskærur — þarna berjast margar milljónir upp á líf og dauða. Þúsundir og aftur þúsundir flugvéla og skrið- dreka heyja þarna látlausar orrust- ur dag og nótt — þúsundir manns- lífa týnast á hverri mínútu, og nýjar og stærri elfur af blóði fossa yfir vígvöllinn. Rússneski herinn, fjölmennasti her í heimi, sem svo margir hafa dásamað, lætur nú undan síga á allri víglínunni, frá íshafi til Svarta- hafs. Áður en varir munu hinir sigur- sælu hermenn Adólfs Hitlers sölsa undir sig hin auðugu lönd suð- vesturs Rússlands, og leggja hinn varnarlausa rauða her að velli. Örvænting hefur gripið fólkið, og ótrúlegir atburðir finna stað. Kirkjurnar, sem gerðar voru að kornhlöðum eftir hina blóðugu rússnesku byltingu, hafa verið tekn- ar til guðsþjónustu á ný, og biðja nú, Stalin og hans nánustu til guðs um hjálp til þess að sigra fjandmenn sína. Þrátt fyrir bænarsöng virðast örlög Rússlands þegar ákveðin, og vegna svika Jóseps Stalín við verkamannasamtök allra landa, mun Kommúnisminn verða þurk- aður út úr veröldinni innan skamms,

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.