Neisti


Neisti - 05.07.1941, Side 2

Neisti - 05.07.1941, Side 2
2 NEISTI en ný og frjáls Evrópa mun rísa aítur, með friðsömum og starfs- glöðum þjóðum. Kaupfél. Siglfirðinga efndi til skemmtiferðar fyrir fé- lagsmenn sína og gesti s. 1. sunnu- dag þann 22. júní, og tóku um 160 manns þátt í ferðalaginu, sem hófst með því að m/s-Njáll frá Hafnarfirði renndi upp að hafnar- bryggjunni og flutti fólkið til Héð- insfjarðar, þar sem það dvaldi allan daginn, og gæddi sér óspart á mjólk, brauði og súkkulaði, sem K. F. S. veitti þarna öllum endur- gjaldslaust. Skemmti fölk sér við allskonar leiki; t. d. fór fram reipdráttur á milli stjórnar K. F. S. og starfs- mannaliðsins og báru þeir síðar- nefndu sigur úr býturn. Svo og á milli háseta af m/s Njáli og nokkurra kaupfélagsmanna. Lengi stóðu leikar svo að ekki mátti á milli sjá, hvorum flokki veitti betur, en hásetarnir af Njáli unnu þó að lokum, eftir allsnörp átök á báða bóga. Ekki dróg það úr gleðskap fé- lagsmanna, er pokahlaupið hófzt, og mun það hafa verið einhver vinsælasta keppnin, sem þarna fór fram. Keppt var í þrern flokkum. í karlaflokki yfir 35 ára, varð fyrstur Jakob Einarsson og hlaut hann verðlaun fyrir. í kvennaflokki yfir 35 ára, vavð hlutskörpust Herdís Kjartansdóttir, og hlaut hún einnig verðlaun. Þá fór fram keppni ungra stúlkna, og sigraði ungfrú Guðný Jóhannsdótt- ir alla keppinauta sína, og hlaut verðlaun fyrir afrekið. Þessi keppni mun hafa verið meira til skemmtunar, en til þess að ná sérstaklega góðum árangri frá íþróttalegu sjónarmiði, og vita menn þó ekki nema árangurinn hafi bara verið góður, því met er hvergi skráð í þessu vinsæla hlaupi. Að lokum hélt svo Björn Ásgr.son í Héðinsfirði ræðu, og kynnti hann Staðinn og sögu hans að nokkru. Síðan stigu menn á skip, glaðir og léttir í lund eftir að hafa skemmt sér óviðjafnanlega allan daginn á þessum slóðum, í yndælu veðri og glaða sólskini, og meðal góðra vina. Tílkynning til útgerðarmanna og skipaeigenda. Þeir útgerðarmenn, sem hafa í hyggju að gera út skip á síldveið- ar til söltunar i sumar, eru beðnir að tilkynna Síldarútvegsnefnd tölu skipanna, tilgreina nöfn þeirra, einkennistölu og stærð, og gefa upp- lýsingar um hvers konar veiðarfæri (reknet, snurpunót) eigi að notast til veiðanna. Ef fleiri en eitt skip ætla að vera saman um eina herpi- nót, óskast það tekið fram sérstaklega. Tilkynningin óskast send Síldarútvegsnefnd, Siglufirði fyrir 7. júlí n.k. Það athugist, að skipum, sem ekki sækja um veiðileyfi fyrir þann tíma, sem að ofan er tiltekinn (7. júlí), eða ekki fullnægja þeirn reglum og skilyrðum, sem sett kunna að verða um meðferð síldar um borð í skipi, verður ekki veitt leyfi til söltunar. Siglufirði, 24. júni 1941 Síldarútvegsnefnd. Tilkynning til útgerðarmanna og síldarsaltenda. Þeir útgerðarmenn og sildarsaltendur, sem óska eftir löggildingu sem slldarútflytjendur fyrir árið 1941, skulu sækja um löggildingu til Síidarútvegsnefndar fyrir 7. júlí n. k. Umsókninni fylgi tilkynning um, hvort saltendur hafa ráðið sérstakan eftirlitsmann með síldverkuninni, hver hann sé og hvort hann hafi lokið síldverkunarprófi. Ennfremur vill Síldarútvegsnefnd vekja sérstaka athygli útflytjenda á því, að enginn má bjóða síld til sölu erlendis án leyfis nefndarinnar, og þurfa þeir, er ætla að gera fyrirframsamninga, að sækja um leyfi til hennar fyrir 7. júlí n. k. Útflutningsleyfi verða ekki veitt nema sölu- samningar séu lagðir fyrir nefndina. Allar umsóknir þessu viðvíkjandi sendist til Síldarútvegsnefndar, Siglufirði. Siglufirði, 24. júni 1941 Síldarútvegsnefnd.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.