Neisti


Neisti - 26.07.1941, Qupperneq 1

Neisti - 26.07.1941, Qupperneq 1
 Úgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR Hringi-isminn Ásgeir Blöndal Magnússon, rit- stjóri Mjölnis, skrifar langa og ýtarlega!! grein í síðasta tbl. sitt, er hann nefnir »Neisti í leiftursókn fyrir lýðræðið-. Hér áður fyrr hefur mér oft komið til hugar, hvort ritstjóri Mjölnis væri í raun og veru einn úr hinni svokölluðu »órólegu deild« Kommúnistaflokksins, og við að lesa fyrnefnda grein hans í 14 tbl. Mjölnis, styrktist eg mjög í þessari skoðun minni. Annars er málflutningur sá, er þar um ræðir, greinilegt tákn þeirrar ringulreiðar og öngþveitis, sem nú er ríkjandi meðal Kommún- ista um gjörvallan heim, engum dettur þvi í hug að krefjast þess af 'vesælum ritstjóra viðkomandi blaðsnepils, að hann taki upp bar- áttuna gegn þeirri andstyggð, sem aðalsprautur kommúnista hafa lýst sig fylgjandi. Slíks er ekki hægt að krefjast nema af heilbrigðum manni, manni, sem hefur óbrjálað hugarfar. Allir geta nú séð hvernig ÁBM hefur orðið við, þegar minnst var á rússnesku kornhlöðurnar og enn æstari verður hann, þegar »Stalín biður guð að hjálpa sér» í barátt- unni við fjandmennina. Síðan sleppir hann sér, og í fátinu kann- ast hann við (loksins) að Stalín hafi rænt Eystrasaltslöndunum, hluta af Póllandi og Finnlandi og Bessarabíu. Ja sei, sei, minna mátti nú gagn gera. Þessi játning rit- ritstjórans þverbrýtur allar aðrar stefnur hans, og meira að segja leggur í eyði allar hans fyrri grein- ar, sem miðuðu að því, að telja fólki trú um að þessi lönd hefði sameinast Rússlandi af frjálsum vilja. Svo ríkur hann í »Skjaldborgina« og talar um »náðarfaðminn«, sem honum er svo meinílla við, og er ekki að furða því hann veit sem er, að Skjaldborg Alþýðuflokksins hefur nú unnið sigur í baráttunni, á móti þjóðfélagsmeinsemd komm- únismans, hann sér og það rétti- lega að Skjaldborgin eflist dag frá degi, eflist því meir, sem blöð kommúnista kom oftar út, eflist þvi meir, sem svik kommúnismans við verkalýðinn verða auðsærri. Þá minnist|þessi rökvísi!! blaða- drengur á styrjöld þá, sem nú geysar, en kemst að engri endan- legri niðurstöðu, og við því er heldur ekki að búast að hann hafi neinar sérgáfur fram yfir aðra sálu- félaga sina í þeim efnum, en þeir virðast sérfræðingar i því að læð- ast í kringum málefnið, vöðla síð- an slefsögum og rógburði inn í laglega umgerð, og slöngva síðan óþverranum framan i andstæðinga sína. Slíkt er bókamenntaframlag ÁBM. E'nn eitt dæmi, sem sýnir inn- vortis krankleika þessa dæmafáa sjúklings. í grein, sem birtist í næst síðasta blaði Neista, hefur ritvilla slæðst inn í á einum stað. Svo aumleg er'nú afstaða þessa manns í öllum málum, að hann reynir nú að dylja nekt sína með því leiða athygli lesanda sinna að ritvillum, og kjarna!! þeirra. Er þetta ef til vill í fullu sam- ræmi við kenningar trúbræðra hans, og í þráðbeinu framhaldi af 20 ára þróun hinnar kommunist- isku menningar hér á landi. Snoturt eintak — eða hitt þó heldur. Sem dæmi upp á hina umfangs- meir blaðamennsku ÁBM, nægir að benda á greinar í 16. tbl. 2. árg. Mjölnis »Samningarnir I Moskva«, þar sem hann af miklum fjálgleik ræðir þörfina á því að Bretland, Frakkland og Rússland taki upp baráttuna gegn nazism- anum, með samningum þá þegar. Nú liða nokkrir dagar. Hitler leggur agn fyrir rússneska ein- valdan, sem þegar bítur á. Nú birtir sami árgangur 20. tbl. grein- ina »Þýzk-Rússneski ekki-árásar- sáttmálinn«, þar kveður heldur við annan tón. Áhugamál kommúnism- ans og nazismans virðast harla lík — í 22. tbl. »Eystrasaltslöndin« koma áform rússneska lýðræðis- ríkisins!! skýrt fram, tilveruréttur Eystrasaltslandanna, sem sjálfstæðra þjóða, dregin mjög í efa, nokkru síðar eru þessi lönd lögð undir rússneska vernd!!! Á þessum tíma hefur Bretland og nazisminn barizt upp á líf og dauða, um yfirráðin á meginlandinu, og þá kemur þessi gullvæga grein ritstjórans í 23. tbl. »Evrópustyrjöld um hvað«. Það er von að hann spyrji. Á þessum tima sér hann enga þörf á því að Bret- land sé að bérjast við nazismann, miklu frekar gefur hann til kynna að kommúnistum beri siðferðileg skylda til þess að styðja Hitler gegn Bretlandi, því þar sé aðal óvinur einræðisríkjanna, og þar sé auðvaldið, sem beri fyrst og fremst að uppræta, og í 24. tbl. rekur greinin »stríðið« smiðshöggið á, þar sem talið er sjálfsagt að Sovjet-

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.