Neisti


Neisti - 26.07.1941, Blaðsíða 2

Neisti - 26.07.1941, Blaðsíða 2
2 NEISTI ríkin taki beinan þátt í styrjöldinni gegn Breturn. Rússar gera árás á Finnland og taka stórar sneiðar af þvi og bæta hernaðarlega aðstöðu sína. 3. tbl. 3. árg. ræðir hernaðarlegan styrk!! Sovjetrikjanna, og réttlætir allá landvinninga!! og öll rán. Þannig heldur hann áfram að berablak af of- beldisverkum Stalins, unz nú síðast í 12. tbl. 4. árg. springur blaðran •Hitler ræðst á Sovjet-ríkin«, og hana nú, nú er ritstjórinn ÁBM búinn að fara hringinn, loksins er hann kominn úr ferðalaginu. En hvernig er annars umhorfs inni- fyrir? Tvö síðustu blöð Mjölnis bera þess glöggan vott, að ekki er þar allt með feldu. Eg hefi nefnt hér heiti á grein- um, nr., tbl. og árg., og vegna þess að rúm blaðsins leyfir ekki að birtir séu kaflar úr greinum þessum eins og æskilegast væri þó, til þess að Iesendur sæu sem bezt hinn ræfilslega málflutning ÁBM, getur hver og einn flett upp í þessu málgagni Kommúnistanna og mun sá komast að raun um, að þar endurspeglast hinn nýskapaði Hringl-ismi, sem á upptök sin og forsögu í skugga kommúnismans. Víst mun um það, að frá bók- menntalegu sjónarmiði eru þessar greinar hans lítils virði, en þær eru glögg heimildarrit, sem sanna hve. blaðamennska ÁBM er á- byrgðarlaus. Tilvalið dæmi um barnslega ein- feldrii ÁBM er einmitt síðasta grein hans í 15. tbl. Mjölnis »Bandamenn fasismans«. Þar röltir hann fram fyrir auglit Siglfirðinga og bendir og segir: Þarna eru »bandamenn fasismans«, rétt þegar hann er búinn að sleppa orðinu um ágæti bandalagsins við nazista, »Þýzk-rússneska vináttu- sáttmálan«, sem eru þau örgustu svik allra svika kommúnistaklík- unnar rússnesku. Engum, sem les greinina kemur til hugar að mað- urinn sé með réttu ráði, svo barns- lpga heimskuleg eru þessi siðustu óp hans um ágæti kommúnismans. Sannleikurinn er sá, að Hitler hafði ekkert lengur með Rússland að gera, var búinn að nota Stalin og kumpána hans í þágu nazism- ans, var búinn að gera lýðræðis- köllun kommúnismans hlægilega um allan heim. Svo þegar Stalin fær ekki lengur að þjóna Hitler í þágu nazismans og hirða molana, sem falla af borðum þýzka hersins, hrópar Stalin á lýðræði — á hjálp lýðræðisrikjanna, hann, sem 1939 þóttist vilja samninga við þau, en sveik á síðustu stundu og verður nú rússneska þjóðin að gjalda svika hans, með blóði sona sinna. Svo kemur þetta ritstjóra-krýli Mjölnis »askvaðandi« með allt á hælunum og veinar »Sjáið banda- menn fasismans«. Hann bara þarf ekki að hrópa svona hátt, það sjá allir og muna kommúnistana, hina einlægu bandamenn fasismans, — auðvirðilegustu svikara 20. aldar- innar. — Sem betur fer virðast dagar kommúnismans þegar taldir, úr því þeir hafa ekkí séð sér annað fært en að leita til skiptis á náðir naz- ista og lýðræðisríkjanna, og er sannarlega kominn timi til þess að slíkar skrumkenningai' verði þurrk- aðar út, — svo mikla bölvun hafa dýrkendur kommúnismans leittyfir mannkynið. Við vitam einnig, að eftir út- rýmingu. kommúnismans og naz- ismans næst friðsamleg lausn á þeim vandamálum jjjóðanna, sem nú kosta blóðsúthellingar. — Við vitum að kommúnisminn er þránd- ur í götu menningarinnar, þess vegna bíðum við eftir viðunandi úrslitum — úrslitum, sem gefa vonir um gróandi þjóðlíf — úr- slitum, sem marka upphaf hins nýja heims. Venjulega hafa skrif ÁBM verið gegnsýrð af ofstæki og upplogn- um tilvitnunum, en þó munuþessi síðustu taka forystuna í því efni. Sú pólitik, sem hann hefir reynt að eltast við nú undanfarið, á ef- laust mikinn þátt í því hversu hugsun hans er reikul og hverf- andi. Því það ákal þurfa þrek til að geta allsgáður fikað sig áfram eftir þeirn pólitisku krákustigum, sem kommúnisminn, »model 41« byggist á. En því láni er ekki að fagna með Ásgeir skinnið, því allir vita nú hversu hringlismi Stalins hefur valdið miklu tjóni í hugarheimi hans. En þegar þessari styrjöld lýkur og rússneski múgmorðinginn verð- ur aðeins óþægiíeg endurminning í huga fólksins, er það einlæg von mín og vissa, að Ásgeir Blöndal Magnússon nái fullum og varan- legum bata. Yýirlýsing. Að gefnu tilefni, út af grein, sem birtist í síðasta tbl. Neista og nefnist »Stalin biður guð að hjálpa sér. Kommúnisminn í andaslitrun- um«, vill fulltrúaráð Alþýðuflokks- ins í Siglufirði taka fram: 1. Grein þessi birtist án vitundar og vilja fulltrúaráðsins. 2. Það er alkunna að Alþýðuflokk- urinn hefir frá upphafi fylgt riiálstað lýðræðisríkjanna í bar- áttu þeirra gegn villimennsku nazismans. ÖIl ummæli, sem mætti skoða sem samúð með nazismanum, er því fjarstætt skoðurium og stefnuskrá Al- þýðuflokksins. Þessi afstaða Alþýðuflokksins breytist í engu við það, að vinirn- ir Stalin og Hitler berast á bana- spjótum. Það er söguleg stað- reynd, að næst Hitler ber Stalin mesta ábyrgð á því að núverandi styrjöld brauzt út, rneð vináttu- samningi sínum við Hitler 1939, en þar fyrir hefri Alþýðuflokkurinn enga ástæðu til þess að óska eftir ósigri Rússa við Þjóðverja, nema síður sé. Rússar hafa hér fengið að reyna hvers virði vinátta Hitlers var fyrir þá, og þá jafnframt goldið svika sinna við fyrri stefnuskrá um baráttu gegn nazisma. En alþýða allra landa geldur nú afhroð vegna svika og undirróðursstarfsemi kommúnista í verkalýðsfélögum víðsvegar um heim. Alþýðuflokkurinn lætur sér þess vegna í léttu rúmi liggja þó að kommúnistar reyni að gera sér mat úr áðurnefndri grein og telja hana túlka skoðanir Alþýðuflokks- ins. Mega þeir sennilega djarft um tala, sem starfað hafa hér á landi s. I. ár, sem starfsmenn 5. her- deildar Hitlers, og talið hann sinn eina sanna vin, en varið orku sinni, blöðum og tíma til þess að telja alþýðu manna trú urn að Banda- menn, sem haldið hafa uppi bar- áttunni gegn nazismanum, séu höf- uðfjendur lýðræðis og frelsis og eini þröskuldur í vegi fyrir fram- kvæmd sósíalismans í heiminum. Þessir föðurlandslausu menn munu nú að sjálfsögðu skipta um linu, og vinna það eitt er þeir telja Rússum að gagni mega verða. Al- þýðuflokkurinn hefir ekki farið dult

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.