Neisti


Neisti - 26.07.1941, Blaðsíða 3

Neisti - 26.07.1941, Blaðsíða 3
NEISTI 3 með þær skoðanir sínar að hann íylgi lýðræðisþjóðunum í baráttu þeirra fyrir frelsi og friði og mun gera slíkt framvegis af fremsta megni, án nokkurs tillits til skrifa kommúnista og línuskipta þeirra. í fulltrúaráði Alþýðuflokksfélags Siglufjarðar. Síglufirði, 18. júlí 1941. Erl. Þorsteinsson Páll Jónsson Kr. Sigurðsson Gunnl. Sigurðsson Gunnl. Hjálmarsson Gísli Sigurðsson Guðm. Sigurðsson Vilhjálmur Hjartarson Kr. Dgrfjörð Ólafur H. Guðmundsson Þorleifur Sigurðsson Johann Landmark Stefán Guðmundsson Einar Eyjólfsson Einar Ásgrímssou. Tilkynning frá ríkisstjórmnni. Brezka herstjórnin hefir tilkynnt, að allar sigling- ar um Hvalfjörð skuli bannaðar fyrir innan línu, sem hugsast dregin milli Innra-Hólms (64°18’16”N. 21° 55’52”W.) og Kjalarness (64°13’52”N. 21e54’47”W.). Ef óskað er eftir að sigla skipum inn fyrir ofan- greinda línu verður að leita aðstoðar brezku flota- yfirvaldanna í Reykjavík um leiðsögn. Jafnframt afturkallast tilkynning ríkisstjórnarinnar,' dags. 23. desember 1940, birt í 71. tölublaði Lög- birtingablaðsins 1940, og tilkynning, dags. 6. febrúar 1941, birt í 9, tölublaði Lögbirtingarblaðsins 1941, að því er varðar tálmanir á siglingaleið um Hvalfjörð. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 15. júlí 1941 Vegna yfirlýsingar nokkurra full- trúa Alþýðuflokksins hér í blaðinu viðvíkjandi grein minni, sem birtist í síðasta tbl. Neista, vil eg taka fram, að eg er þeim þar alls ekki sammála. Greinina tel eg ekki á nokkurn hátt styðja nazismann, né heldur kemur þar fram samúð með Hitler í styrjöldinni, heldur greinir hún frá sönnum viðburðum, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Hins- vegar lætur hún fyllilega í ljós andúð mína á kommúnismanum og svikastarfsemi Stalins gagn- vart verkamannasamtökum allra landa. Greinin túlkar ennfremur fyllilega þær skoðanir mínar, að fyrst og fremst beri öllum þjóðum 'heimsins að sjá svo um, að komm- isminn nái aldrei að festa rætur í skipulagi þjóðanna. Vesturveldin hafa hingað til talið það heilaga skyldu sína að vernda menningar- verðmæti sín.og þar meðteljaþau skyldu sína að stemma stigu fyrir fyrir útbreiðslu kommúnismans. Þó rás viðburðanna hafi orðið þess valdandi, að Bretland hafi nú fengið hernaðarbandalag við Rússa, er yfirlýst að afstaða þeirra gagn- vart kommúnismanum er óbreytt, því að þeir vilji ekki ljá lið sitt þeirri svikapólitík, sem Stalin hefur rekið frá öndverðu. Siglufirði, 25. júlí 1941 V. Friðjónsson. Nokkrar síldarstúlkur geta enn fengið síldarpláss hjá mér í sumar Friðrik Guðjónsson. Nokkrar stúlkur óskast í síldarvinnu í sumar. Upplýsingar gefur Björn Snæbjörnsson, Tangastöðinni. H/f Reykjanes. Hver ert þú hinn frómi, sem leggur mér þessi orð í munn, í 14. tbl. Mjölnis: «Þess vœri óskandi, að þjóð- verjarnir gætu nú þurrkað út andsk. kommúnismann«. Vigfús Friðjónsson. Ábyrgðarmaður: Ó. H. GUÐMUNDSSON. Siglufj arðarprentsmiðja.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.