Neisti


Neisti - 21.08.1941, Side 1

Neisti - 21.08.1941, Side 1
Úgefandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG SIGLUFJARÐAR 9. árg. 1 Siglufirði, fimmtudaginn 21. ágúst T11 Geira. »Eg held eg þekkti hundsvipinn, þö hausinn væri ekki á þér«. Þessu vísubroti skaut upp í huga mínum, er eg hafði lesið grein þina í 16. tbl. Mjölnis, og séð nafnið þitt standa undir henni. Þá tekur þú fram í byrjun, að þú hafir ekki skilið grein mína, sem þú að öðrum þræði þykist vera að svara, en það er nú reyndar óþarfi að taka slíkt frarn, því grein þín ber þess augljós merki, að þú sért að svara ein- hverju, sem þú ekki skilur. En þar sem eg hefi nú um nokkurt skeið átt þess kost, að fylgjast með hin- um misjöfnu ritsmíðum þínum, varð eg ekkert hissa yfir síð- ustu grein þinni, því hún sanr.ar beinlínis fyrri tilgátur mínar um uppruna Hringlismans. Ennfremur álít eg að þessi síðasta grein taki af allan efa um það, að þú sért ekki heill heilsu i hinurn pólitíska veruleika og dirfist eg að ætla, að þessi »innri misfella- þín stafi af háskalegum stefnusviftingum í hinu broslega vindáttakerfi komm- únismans. Eins og þú vonandi kemur til með að skilja, ætti að vera Ieikur einn að lækna slíka »innri mis- fellu«, þar sem hún enn er á byrj- unarskeiði og eftir öllum líkum að dæma, og þrátt fyrir allt og allt, ekki svo bagalega »eðlisgróin«. í síðasta tbl. Neista, til árétt- ingar máli mínu, skírskotaði eg til vissra greina, sem birzt höfðu í Mjölni undanfarið og sýna hinn hlykkjótta »rauða þráð« kommún- ismans, túlkaðan frá þeirra eigin brjósti. Ekki efast eg um að lágar hvat- ir hafa stjórnað gerðum þínum, þegar þú ritar þetta: »Ekkert af því, sem þú skýrir frá, hefur nokkru sinni staðið á síðum Mjöln- is, að fyrirsögnum undantéknum«. Eg ætla nú með örfáum dæm- um að sanna að þú ferð þarna með vísvitandi rangt mál. — Ekki fyrir það að þú eigir skilið að mál- flutningur sé svo nákvæmlega rök- studdur, heldur vegna hins, að.það fólk, sem ekki þekkir þig, gæti ef til vill glæpst á að halda að þetta hefði verið skrifað af manni, sem hefði yfir nokkrum manndóm að ráða. (Mjölnir 2. árg. 16. tbl. 5. síða): »Samningarnir íMoskva«. ». . . Er hœttan af árásum fasistaríkjarina ekki ncegilega augljós« og ». . . En alþgflan í Bretlandi og Frakklandi og allir friðarvinir krefjast þess, að sarnningarnir vifl Sovjetríkin verfli gerflir . . .« Virðist það ekki vera augljóst með þessum orðum, að það eina rétta sé að Bretland, Frakkland og Rússland geri með sér bandalag. í 20. tbl., á 1. síðu: »Þýzk-rúss- neski ekki-árásarsáttmálinn«. Hér kveður við annan tón. Þar er ráð- ist að öllum þeim mönnum og blöðum, sem höfðu skrifað og flutt greinar um þennan svívirðilegasta glæp mannkynssögunnar. Þar kem- ur einnig ÁBM inn á viðkvæmt mál, gagnvart einum »félaga« sín- um, þegar hann bendir á hversu Htilfjörlegt það megi kallast, þótt hakakrossfáninn og rauði fáninn blakti hlið við hlið í Moskva. «. . . Þá hefir þafl hingafl til tíðkast 1941. 1 9. tbl. vifl 'samningagerðir eða opinherar heimsóknir, að fánar viðkomandi ríkja vœru dregnir að hún og ekki þótt hnegksli — að minnsta kosti hafa íslenzku borgararnir haft unun af að sjá hakakrossinn við öll möguleg og ómöguleg tœkifœri♦. Man ÁBM þegar þessi »félagi« hans gat ekki séð Hakakrossfánann við hún án þess að tryllast og gera aðsúg að varnarlausum konum, til þess að geta skorið fánann niður.. (Kannske það hafi bara verið af hinum drengilegu hvötum sigl- firzka »höfuðpaursins«). Það var nú annar andi uppi á teningunum þá, heldur en í Mjölni 5. sept. 1939, Geiri minn. Þá heldur þú því fram að þar sem »samninga- umleitanir við Breta og Frakka voru þannig komnar út um þúfur, gerðu Sovétríkin ekki-árásarsamn- ing við Þgzkaland», og þá var allt í lagi, — aðeins samning við ein- hvern, þá var ekki auðvaldsklíka og þrjótar sem réðu i Þýzkalandi éins og í Bretlandi og Frakklandi. Ónei! Það var hin friðarfúsa þjóð, sem »vonandi mundi sgna brezku og frakknesku auðvaldsklikunum í tvo heimana . . .« »Þessi ekki- árásarsáttmáli hefir þegar haft gegsiáhrif. Þríhgrningur fasista- ríkjanna — Þgzkalands — Ítalíu — Japan — er þegar að gliðna í sundur«. Vel og digurbarkalega talað, eða hitt þó heldur. Allir vita nú um árangur vináttusamningsins, öxul- ríkin aldrei sterkari en einmitt nú. Það var bara öfugt. Það var Rúss- land, sem gliðnaði í sundur en ekki öxulríkin. 23. tbl., 2. síða: »Evrópustyrjöld — um hvað?« í þessari grein er Bretum kennt um ófarirnar í Pól- landi. Þar segir: »Svo á alþgðan að trúa þvi, að það séu herrar, /

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.