Neisti


Neisti - 21.08.1941, Blaðsíða 2

Neisti - 21.08.1941, Blaðsíða 2
2 NEISTI sem eiga slíka fortíð og nútíð, sem mí verji framtíð sinni til þess að berja niður fasismann og skapa frjálsa Evrópu. Nei, sannleikurinn er sá — að þessi stgrjöld er ráns- stríð yfirstéttanha í þessum löndr um . . . Annarsvegar er hin land- gráðuga og hungraða þýzka stór- veldastefna — liinsvegar liið metta auðvald Vesturveldanna, sem orðið er hrœtt um ránsfeng sinn og völd. Nú er þó heldur annað hljóð í strokknum. Nú eru Bretar ekki að »þykjast* berja niður fasismann þegar Rússlandi er hagur í þvi. Nú er stríð bandamanna ekki »ránsstrið yfirstéttanna* þegar Rússland er með og hefur hags- muna að gæta. Nú er það ekki hið »metta auðvald Vesturveld- anna«, sem orðið er hrætt um »ránsfeng sinn og völd*, þegar Rússland þarf að gæta sín fyrir hinni »landgráðugu og hungruðu þýzku störveldastefnu*. Ónei, hið mannskæða stríð Vesturveldanna er ekki lengi að fá á sig annan blæ og þýðingu — nú er allt sjálfsagt, nú er stríð Vesturveld- anna gegn Þýzkalandi réttmætt, þegar kommúnisminn er í dauða- teygjunum. — En ætli sprengjur þær, sem brezku flugvélarnar varpa nú yfir þýzkar borgir séu ekki af svipaðri þyngd og gerð og þær voru áður en Rússland fór í stríðið, ætli morðtól Vesturveldanna séu ekki svipuð nú eins og þau voru þegar stríðið hófst. Kannske þú, Geiri litli, hafir einhverja skýringu á reiðum höndum í slíku efni? -Það eina frelsis- og friðarstarf, sem unnið hefir verið í þessari styrjöld, hefir verið framkvœmt af Sovjetríkjunum . . . Þau buðu Vesturveldunum upp á þrívelda- bandalag, sem tryggt hefði friðinn«. Allir kánnast nú við þessi al- ræmdu friðarstörf Stalins (sbr. Finnlandsstyrjöldin, ránið á hluta af Póllandi og undirokun Eystra- saltsríkjanna). Svo buðu þau Vesturveldunum upp á þriveldabandalag, sem •tryggt* hefði friðinn, en þegar það tókst ekki að gera bandalag við þau og tryggja friðinn, ja, þá var bara að gera bandalag við Þýzkaland, til þess að tryggja ó- friðinn, eitthvað þurfti að tryggja, — eitthvað þurfti að gera — ef ekki var hægt að gera neitt gott af sér, — þá var bara gera eitt- hvað svívirðilegt, það fannst ÁBM að minnsta kosti — og það gerði Stalin líka. ». . . Allt þetta hefur skapað öryggi við Eystrasalt og á Balkan og hindrað það, að þessi lönd yrðu vígvöllur fyrir styrjöld stórveldanna . . .« Allir vita að vináttusáttmálinn tryggði það að styrjöldin barst yfir Balkanlöndin og þau urðu vigvöllur stórveld- anna, aðeins vegna samninga Stal- ins og Hitlers. Nú kemur 24. tbl. með forsíðu- greinina »Stríðið*. Greinin öll er nið um Vesturveldin og baráttu þeirra ». . . og nú sagði enska og franska afturhaldið Þýzkalandi stríð á hendur í þeim tilgangi að vernda sjálfstœði og rétt smáþjóða!! Hvílik hrœsni og lýgi ...« Þýzka- land berst fyrir nýlendum, auði og völdum, en málstaður Englands og Frakklands er sá sami . . .« «... England undirokar og kúg- ar nýlendur með um 480 miljón- um ibúa og nýlendur Frakklands hafa um 70 miljónir ibúa. Þetta stríð er ekki strið fyrir frelsi og sjálfstœði smáríkja eða stríð gegn fasisma og ofbeldi, heldur imperial- istisk styrjöld auðvaldsríkjanna um auðlindir og völd. Þeir, sem aldrei geta grcett á þessari styrjöld eru v'erkamennirnir og alþýðan ...« Menn athugi, að »ekkert af þessu hefir nokkurntíma staðið á síðum »Mjölnis«!!! Berið saman.þessi skrif og skrif kommúnista nú. Nú er það ekki enska og franska afturhaldið, sem er í styrjöld við Þýzkaland, þegar Rússland er með, — nú er það ekki »hræsni og lýgi« að Vestur- veldin séu að vernda sjálfstæði og rétt smáþjóðanna, — nú er ekki málstaður Þýzkalands, Englands og Frakklands sá sami, þegar Stalin þarf á hjálp Vesturveldanna að halda. Þessa »hræsni og lýgi« styðja kommúnistar nú af fremsta rnegni. Er Rússland að berjast fyrir ný- lendum, auði og völdum? Er Rússland að hjálpa Englandi með að kúga 480 miljónir? Ef til vill. Er Rússland í imperíalistisku stríði um auðlyndir og völd? Ekki er Rússland í stríði gegn fasisma og ofbeldi, því það gera Vesturveldin ekki og Rússland fylgir Englandi að málum! »Og þeir sem aldrei græða á þessari styrjöld eru verkamennirnir og alþýðan«. Hversvegna er þá Rússland kommúnismans i stríði? Jæja, Geiri minn — kannast þú nokkuð við greinarnar þínar. Heldurðu að þú sért ekki bráðum kominn þínar 360 gráðúr. Hringinn í heimspólitíkinni. Og ef vel er að gáð, ertu kannske kominn hátt á annan hring. Grein þín »Hitler ræðst á Sovét- ríkin«, hjálpar þér ef til vill til þess að hugsa síðustu »gráðurnar*. »Með árás Þýzkalands á Sovétríkin hefir núverandi styrjöld fengið að mestu nýtt eðli og innihald«, hún er ekki lengur »heimsveldastyrjöld« milli Þýzkalands og Bretaveldis. Nú er hún *stríð gegn kúgun og afturhaldi«. Hvaða nýtt »eðli« og »innihald* fékk styrjöldin við að Rússland gerðist stríðsaðiljí? Verði styrjöld nokkurntíma talin menning, þá er það styrjöld sú, sem nú er háð gegn bolsévismanum. Þá gortar þú yfir því, að »sem betur fer verða ekki úrslit styrjald- arinnar ákveðin á síðum Neista« og »ný og frjáls Evrópa með ham- ingjusömum þjóðum rís úr rústun- um«, þú gleymir bara orðunum »undir forystu Stalins*. En sem betur fer virðast nú önnur úrslit sjáanleg. Nú er Smolensk fallin, Kievv fallin, Nikolajevv er fallin og Odessa umkringd. Hvar er milljóna- herinn, mesti her í heimi? Hvar er hinn fórnfúsi, Sovét-elskandi lýður? í hverju liggur hernaðar- leg tækni Sovétríkjanna? Kannske bara í blöðum eins og Pravda og Rauðu stjörnunni? Hvarleynist hin iðnaðarlega þróun? Hvar eru 52. tonna skriðdrekarnir, sem áttu að ráða niðurlögum þýzka hersins ? O.jæja, þessar sögur af rauða hern- um hafa þá aldrei verið annað en skýjaborgir — rauði herinn hefir aðeins værið nokkrar tugir þús- unda æfðir hermenn, innan um milljónir ómenntaðra verkamanna og úttaugaðra bænda. Sovét- verkamennirnir hafa aldrei verið annað en kúgaður lýður, arðrænd- ir smábændur, sem hafa lifað og starfað undir eftirliti GPU og full- trúa æðsta ráðsins. Hvernig á svo múgurinn þekkingarlaus og með léleg og ónóg vopn, að heyja styrj- öld við mesta herveldi heimsins.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.